Morgunblaðið - 29.12.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.12.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2020 Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30 Full búð af gæðakjöti fyrir áramótin Úrval af nautakjöti, lambakjöti, svínakjöti og villibráð Opið til hádegis á gamlársdag WWW.S IGN . I S Fornubúðum 12 · Hafnar f i rð i · s ign@s ign . i s · S : 555 0800 G U LL O G D EM A N TA R „Það eru auðvitað bara vonbrigði að það skuli ekki vera stigið það skref að reyna að tryggja að rekstur Ríkisút- varpsins hafi ekki neikvæð áhrif á rekstur sjálfstæðra fjölmiðla eins og er staðan núna,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, í samtali við Morgunblaðið. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, hafa skrifað und- ir nýjan þjónustusamning vegna fjöl- miðlaþjónustu Ríkisútvarpsins ohf. í almannaþágu fyrir árin 2020-2023. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á viðveru RÚV á auglýsingamarkaði í samningnum. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneyt- inu segir að aukin áhersla á fræðslu- hlutverk og rækt við íslenskt mál sé lykiláhersluatriði í samningnum. Sameiginleg yfirlýsing um auglýsingar RÚV Með samningnum sem lesa má að heimasíðu Stjórnarráðsins fylgir sameiginleg yfirlýsing ráðherra og útvarpsstjóra vegna starfsemi RÚV sölu, sem er dótturfélag RÚV, á aug- lýsingamarkaði. Þar segir m.a. að í lögum um starfsemi RÚV sé til- greint að félagið skuli gæta hófsemi í birtingu auglýsinga og ýmsar skorð- ur settar á birtingu þeirra. Óli Björn segir þær skorður ekki hafa komið í veg fyrir að RÚV hafi dregið til sín auglýsingamarkaðinn og klofið dag- skrárliði til að koma auglýsingum að. Samningur vonbrigði Morgunblaðið/Eggert RÚV verður ekki tekið af auglýsingamarkaði í nýjum þjónustusamningi.  Skrifað hefur verið undir nýjan þjónustusamning við RÚV Guðni Einarsson gudni@mbl.is Umfang pakkasendinga hefur aukist mikið hjá Póstinum og eins stærri bréfa sem innihalda vörur. Undan- farin ár hefur stöðugt dregið úr al- mennum bréfasendingum, þar með talið sendingum jólakorta. Mjög miklar annir hafa verið hjá Póstinum vegna pakkasendinga, ekki síst í tengslum við aukna net- verslun. Þeirrar aukningar gætti mjög fyrir þessi jól. Þannig fjölgaði innlendum pakkasendingum í nóv- ember um 120% frá fyrra ári og aukningin var um 100% í desember. Aukningin í nóvember er m.a. rakin til tilboðsdaga á borð við dag ein- hleypra (Single’s Day) og svartan föstudag (Black Friday). Sífellt færri senda bréf Jólakortum hefur fækkað í takt við almenna fækkun bréfasendinga, að sögn Brynjars Smára Rúnarsson- ar, forstöðumanns þjónustu- og not- endaupplifunar Póstsins. Hann segir að um 20% samdráttur hafi orðið í sendingum bréfa á þessu ári frá árinu 2019. Bréfasendingum fækk- aði um nálægt 16% á milli áranna 2018 og 2019. „Gera má ráð fyrir sama sam- drætti í sendingum jólakorta og al- mennra bréfa en ekki er haldið sér- staklega utan um fjölda jólakorta hjá Póstinum. Það voru færri jólakort nú en áður og ég held að ég hafi heyrt fólk segja það sama um öll jól síðustu árin,“ sagði Brynjar. Hann segir erf- itt um vik að halda nákvæmlega utan um fjölda jólakorta þar sem almenn bréf séu í eðli sínu órekjanleg. Fram kemur í ársskýrslu Íslands- pósts 2019 að stöðugt hefur dregið úr fjölda bréfa sem heyrðu undir einkarétt Íslandspósts (0-50 g bréf) frá árinu 2007. Það ár voru bréfin um 51 milljón talsins, þau voru um 39 milljónir árið 2010, um 30 milljónir árið 2013 og um 20 milljónir árið 2018. Spá gerði ráð fyrir um 13 millj- ónum bréfa á þessu ári. Fleiri pakkar en færri jólakort  Breyttar póstsendingar landsmanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Pósturinn Mikið pakkaflóð berst nú en mun færri jólakort en áður. Sýningin „Kolgrafarvík kemur í bæ- inn“ var opnuð í gær í Pakkhúsinu, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn. Að sýningunni standa Vinir Kolgraf- arvíkur, félagsskapur sem Hrafn Jökulsson hefur verið í forsvari fyr- ir, og Veraldavinir sjálfboðaliða- samtök. Sýningin verður opin á milli 14 og 17 næstu daga. Á sýningunni má finna muni sem hreinsaðir hafa verið úr fjörum Strandasýslu, rekavið sem þar var að finna og ljósmyndir frá Árnes- hreppi eftir Jóhönnu Engilsráð Hrafnsdóttur, 11 ára. Í samtali við mbl.is segir Hrafn Jökulsson sýn- inguna vera eins konar ruslasögu síðustu 50 ára. „Þetta er afrakstur sex mánaða hreinsunarstarfs sem ég, Verald- arvinir og margir aðrir hafa staðið fyrir í fjörum Árneshrepps og víðar á Ströndum. [...] Við erum að sýna allt ruslið, gersemar eins og fallega steina og rekaviðinn og ljósmyndir sem Jóhanna Engilráð tók í Árnes- hreppi í sumar,“ segir Hrafn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sýning Hrafn Jökulsson sýndi gersemar Kolgrafarvíkur í Pakkhúsinu í gær. Fjársjóðir Kolgrafar- víkur sýndir í bænum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.