Morgunblaðið - 29.12.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2020
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri
75 cm á breidd
Verð frá 139.000 kr.
Loksins fáanlegir aftur,
í mörgum litum
Tónleikaröðinni „Jazz í Salnum
streymir fram“ lýkur í kvöld,
þriðjudag, klukkan 20 með útsend-
ingu á „fögru veröld Sunnu Gunn-
laugs“. Tónleikunum verður
streymt á Facebook-síðu Salarins
og Jazz í Salnum.
Píanóleikarinn Sunna Gunnlaugs
er listrænn stjórnandi og skipu-
leggjandi raðarinnar og kemur
sjálf fram á tónleikunum í kvöld
ásamt söngkonunni Kristjönu Stef-
ánsdóttur, kontrabassaleikaranum
Leifi Gunnarssyni og trommuleik-
aranum Scott McLemore.
Fyrir átján árum fékk Sunna
Kristjönu til liðs við sig er þær
hljóðrituðu diskinn Fagra veröld.
Nú dusta þær rykið af þessum tón-
smíðum Sunnu en þær eru samdar
við texta eftir hana sjálfa, Tómas
Guðmundsson og Soffíu Thor-
arensen.
Verkefnið „Jazz í Salnum
streymir fram“ er styrkt af Lista-
og menningarráði Kópavogs og
Tónlistarsjóði.
Fagra veröld Sunnu Gunnlaugs í streymi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Píanistinn Sunna Gunnlaugs kemur fram á
streymistónleikum ásamt hljómsveit.
Warner Bros.
hefur tilkynnt að
þriðja kvikmynd-
in um Wonder
Woman, Undra-
konuna, verði
gerð, fáeinum
dögum eftir að
sýningar hófust á
Wonder Woman
1984 sem er
framhald fyrstu
kvikmyndarinnar, Wonder Woman.
Kvikmyndin hefur nú skilað um 85
milljónum dollara í miðasölu á
heimsvísu, jafnvirði um 11 millj-
arða króna, og þar af 16,7 millj-
ónum í Bandaríkjunum. Myndin var
frumsýnd á jóladag í Bandaríkj-
unum og þá bæði í kvikmynda-
húsum og streymisveitunni HBO
Max. Um helmingur áskrifenda að
henni horfði á myndina á frumsýn-
ingardag og var áhorf á veituna á
jóladag þrefalt meira en á venjuleg-
um degi, að því er fram kemur á
vefnum Deadline. Var áhorfsmet
slegið hjá veitunni og mun meira en
stjórnendur WarnerMedia bjuggust
við en veitan er í eigu fyrirtækisins.
Þriðja kvikmyndin um Undrakonuna
Gal Gadot leikur
Undrakonuna.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þessi fimm ár í Hafnarborg hafa
verið algjörlega frábær. Þetta er
svo gott hús og andinn í því góður.
Svo hefur Hafnarfjarðarbær staðið
mjög vel með starfseminni. Ég hef
líka alltaf fundið vel fyrir miklum
meðbyr í bænum. Hafnfirðingar eru
stoltir af bænum og stofnuninni
sinni og það hefur alltaf verið gott
að vinna í Hafnarborg,“ segir
Ágústa Kristófersdóttir. Hún hefur
frá árinu 2015 verið forstöðumaður
menningarmiðstöðvarinnar Hafnar-
borgar í Hafnarfirði en lætur af
störfum nú um áramótin og hefur
verið ráðin sviðsstjóri kjarnasviðs
hjá Þjóðminjasafni Íslands. Ágústa
þekkir vel til hjá Þjóðminjasafninu
þar sem hún starfaði áður sem sýn-
ingarstjóri en hún hefur starfað í
menningargeiranum í um aldar-
fjórðung, einnig sem framkvæmda-
stjóri safnaráðs og deildarstjóri
sýningardeildar hjá Listasafni
Reykjavíkur. Þá hefur hún sinnt
stundakennslu við Listaháskóla Ís-
lands og Háskóla Íslands. Þar til
staða forstöðumanns Hafnarborgar
verður auglýst sinnir Unnur Mjöll
S. Leifsdóttir starfinu.
Gátu haldið alla tónleikana
Ágústa segir að sér hafi þótt
einkum mikilvægt að ýta tveimur
meginhugmyndum áfram í Hafn-
arborg á undanförnum árum; hlut-
verkinu sem menningarmiðstöð og
svo safnastarfinu. „Annað var að
efla þátt tónlistarstarfsemi og gera
hann enn meira áberandi. Við höf-
um unnið markvisst að því, bætt
dagskrárliðum í tónlistardagskrána
og eflt þá liði sem fyrir voru. Þótt
það kunni að hljóma frekar furðu-
lega hefur árið 2020 verið eins kon-
ar uppskeruár fyrir þetta verkefni.
Við fengum í vor Íslensku tónlistar-
verðlaunin fyrir tónleika og sýn-
inguna Hljóðön 2019 og það gladdi
okkur í Hafnarborg og aðra að-
standendur þess verkefnis mjög
mikið.“
Auk Hljóðanar, sem er tónleika-
röð með framsækinni samtíma-
tónlist sem haldin hefur verið í sjö
ár, undir listrænni stjórn Þráins
Hjálmarssonar, þá eru í Hafn-
arborg mánaðarlega yfir vetrartím-
ann hádegistónleikar undir stjórn
Antoníu Hevesi píanóleikara og hef-
ur hún séð um þá í um tvo áratugi,
og Sönghátíð í Hafnarborg mun
næsta sumar eiga fimm ára afmæli
en hún er undir stjórn Guðrúnar
Jóhönnu Ólafsdóttur söngkonu.
„Við náðum í sumar sem leið að
hitta með hátíðina á smá Covid-hlé
svo það var hægt að halda Söng-
hátíðina án takmarkana,“ segir
Ágústa. Fjórða tónlistarröðin hófst
síðan í haust þegar Andrés Þór
Gunnlaugsson djassgítarleikari
fékk styrk úr aukaúthlutun
tónlistarsjóðs og leitaði eftir sam-
starfi við Hafnarborg – djass-
tónleikaröð hans hefur að hluta ver-
ið í streymi.
„Á þessu ári sem er að líða gát-
um við haldið alla þá tónleika sem
við höfðum skipulagt, hvort sem
þeir voru haldnir á staðnum eða í
streymi,“ segir Ágústa. „Við erum
ekki bundin af því að taka aðgangs-
eyri, sveitarfélagið rekur stofnunina
og í tekjumódelinu er ekki gert ráð
fyrir því að gestir greiði aðgangs-
eyri að tónleikum sem eru á dag-
skrá stofnunarinnar sjálfrar. Við
gátum haldið tónleikana og sent þá
út, til dæmis alla hádegistónleikana
á þessu misseri. Það var gott að
geta gert það, þessi starfsemi er
mikilvæg fyrir fólkið í kringum
okkur og þetta er gott verkefni.“
Nýjar geymslur undir safneign
Hina meginstoð starfseminnar
segir Ágústa vera myndlistina,
Hafnarborg sem sýningarstaður og
sem safn.
„Þegar ég kom til starfa fannst
mér þurfa að taka utan um ákveðna
þætti í safnastarfinu og styrkja
varðveisluþáttinn, fyrst og fremst
með því að fá nýjar geymslur. Það
gekk eftir á þessu ári sem er að
líða. Allt svona tekur tíma og það
þurfti mikinn undirbúning en bær-
inn áttar sig á menningarlegu hlut-
verki sínu og rækir skyldur sínar,
sem er mjög ánægjulegt. Undir
safneignina fengum við gott hús-
næði, innréttað af hagsýni en fag-
mennsku, til að búa sem best um
safnkostinn. Og svo gaf Covid okk-
ur tíma til að flytja! Við starfs-
mennirnir gátum tekið allar þær
vikur sem þurfti til að flytja verkin,
koma þeim fyrir, skrá allt með rétt-
um hætti, endurmerkja og huga að
fyrirbyggjandi forvörslu verkanna.
Þetta hefur verið ótrúlegt ár – við
hefðum aldrei getað gert þetta á
þessum stutta tíma ef ekki hefði
verið vegna veirunnar.“
Sýningarstarfið er grunnurinn
Grunninn undir allri starfseminni
segir Ágústa vera sýningarstarfið
en að meðaltali séu settar upp tíu
sýningar í sölunum tveimur með
fimm skiptingum á hverju ári. „Þau
eru mörg sýningarverkefnin á ekki
lengri tíma, fimm árum.
Við höfum ákveðna leiðsögn úr
bæði stefnu stofnunarinnar og
stofnskránni; við sýnum nýja ís-
lenska samtímalist, reynum að eiga
í einhverju alþjóðlegu samstarfi
þegar tækifæri gefst til og að horfa
líka á Hafnarfjörð með augum
myndlistar þegar hægt er. Og það
hefur reynst einfaldara en ég bjóst
við. Við höfum til dæmis sýnt verk
eftir myndlistarmenn sem hafa alist
upp eða búa í Hafnarfirði, eða hafa
gert verkefni hér, og svo höfum við
sett upp ólíkar sýningar þar sem
Hafnarfjörður er viðfangsefnið.“
Þá á Hafnarborg safn verka, með
stofngjöfinni sem var um 200 verk,
og síðan hefur bæst mikið við, gjaf-
ir og verk sem hafa verið keypt.
„Við höfum smá fjárhæð á ári
hverju til að bæta við safnkostinn
og reynum að velja vel.“
Hafnarborg er ekki fjölmenn
stofnun, þurfa starfsmenn ekki að
takast samhentir á við verkefnin?
„Jú og það er svo skemmtilegt
við svona stofnun – ef tekst að búa
til anda eins og hér er – að allir eru
til í að leggjast saman á árarnar
þegar þarf. Það hefur verið mjög
gaman að vinna með fólkinu sem
starfar í stofnuninni. Ég held að
þessi góði andi hafi alltaf fylgt hús-
inu og þá hjálpar hvað það er al-
menn ánægja með stofnunina í
samfélaginu í Hafnarfirði.“
Nú hverfur Ágústa að öðrum
verkefnum en segist áfram verða í
Hafnarfirði, í nýrri starfsmiðstöð
Þjóðminjasafns á Völlunum. „Út-
sýnið út um gluggann breytist bara
aðeins,“ segir hún og hlær.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Breytingar „Ég held að þessi góði andi hafi alltaf fylgt húsinu og þá hjálpar hvað það er almenn ánægja með stofn-
unina í samfélaginu í Hafnarfirði,“ segir Ágústa Kristófersdóttir um Hafnarborg sem hún hefur stýrt í fimm ár.
Er svo gott hús og andinn góður
Ágústa Kristófersdóttir hættir um áramót sem forstöðumaður Hafnarborgar Verður sviðsstjóri
kjarnasviðs í Þjóðminjasafninu Segir árin fimm í Hafnarborg hafa verið „algjörlega frábær“