Morgunblaðið - 29.12.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.12.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FRÁBÆR NÝ JÓLA TEIKNIMYND JÓLAMYNDIN 2020 Í ljóðabókinni Við skjótum títuprjónum skýtur Hall- grímur Helgason ekki bara títuprjónum, heldur líka föstum skotum að samborgurum sínum, að okkur, fyrir sjálfbirgings- hátt, hroka og hræsni, fyr- ir það hvernig við hreykj- um okkur af velferð sem skipuð er með arðráni og kúgun og tökum svo höndum saman við það að útliloka þá sem flýja afleiðingar græðginnar, flýja úr há- karlskjaftinum. „Já elskurnar mínar / hvort má bjóða ykkur / fullan bát af fiski / eða fólki?“ Lesið líka Taugaboð á háspennulínu eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur og Havana eftir Maríu Ramos. Ljóðabók ársins Barnabók ársins er hin bráðskemmtileg bók Grísa- fjörður eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur. Í bókinni kynnast tvíburarnir Bald- ur og Inga öðrum tvíbur- um, Alberti og Ölmu, leggja þeim lið og halda í ævintýralega ferð til Grísafjarðar. Það er góður boðskapur í bókinni og myndirnar í henni eru ekki minna ævintýri en ferðalag tvíburanna. Ótrúlegt hvað hægt er að gera með litapal- ettu sem er ekki nema fimm litir. Lesið líka Töfraland, bókahyllingu Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur, og Blokkina á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrún Bjarnadóttur. Barnabók ársins Í Skóginum lýkur frásögn- inni af Kríu, sem við hitt- um fyrst sem skólastúlku í MR í Ljóninu og síðan sem fullorðna konu í Norninni en er nú komin í annan heim löngu löngu síðar. Það er ekki síst merkilegt við þennan magnaða þrí- leik Hildar Knútsdóttur hve bækurnar eru ólíkar; fyrsta var ung- lingasaga með dulrænu ívafi, önnur loftslags- hamfarabók og sú þriðja vísindaskáldsaga. Lesið líka Dóttur hafsins eftir Kristínu Björgu Sigur- vinsdóttur og Bráðum áðan eftir Guðna Lín- dal Benediktsson. Ungmennabók ársins Það er alltaf sérstök ánægja fólgin í því að lesa eitthvað framúrskarandi eftir höfund sem maður þekkir hvorki höfuð né sporð á. Svo var því háttað með Maríu Elísabetu Bragadóttur og smásagna- safnið Herbergi í öðrum heimi. Í bókinni eru sjö ólík- ar smásögur, afbragðs vel skrifaðar og tæpa á erfiðum tilfinningum og óttalegum uppákom- um á nærfærinn og áhrifamikinn hátt. Lesið líka Hótel Aníta Ekberg eftir þær Helgu S. Helgadóttur, Steinunni G. Helgadóttur og Siggu Björg Sigurðardóttur og Hansdætur, fyrstu skáldsögu Bennýjar Sifjar Ísleifsdóttur fyrir fullorðna. Uppgötvun ársins Konur sem kjósa: Aldar- saga, eftir þær Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragn- heiði Kristjánsdóttur, Erlu Huldu Halldórsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdótt- ur, rekur sögu réttinda- baráttu íslenskra kvenna frá því þær fengu kosn- ingarétt 1918 og fram á okkar daga. Stórmerkilegt fræðirit sem segir baráttusögu en um leið persónusögu kvenna sem þátt tóku í baráttunni og þeirra sem nutu hennar. Ríkulega myndskreytt og framúr- skarandi hönnuð bók. Lesið líka Bærinn sem hvarf eftir Bjarna F. Ein- arsson og Spænsku veikina eftir Gunnar Þór Bjarnason. Fræðirit ársins Síðustu áratugi hefur Ragnar Axelsson farið ótal ferðir til Grænlands og skrásett hvernig lofts- laghlýnun hefur gerbreytt lífsháttum og afkomuvon- um. Í bókinni Hetjur norðurslóða eru sleða- hundar í aðalhlutverki og gefur bókinni aukið gildi að í henni eru einnig frásgnir veiðimanna af samskiptum við hunda sína. Lesið einnig Fegurðin er ekki skraut í ritstjórn þeirra Æsu Sigurjónsdóttur og Sigrúnar Ölbu Sig- urðarsóttur og Ísland, náttúra og furður eftir Ellert Grétarsson. Ljósmyndabók ársins Í bókinni Berskjaldaður rekur Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir ævisögu Einars Þórs Jónssonar á eftirtektarverðan hátt. Saga Einars er átaka- og örlagasaga, hann hefur glímt við meiri áskoranir en gengur og gerist og ekki bara þurft að þola for- dóma og útskúfun, heldur einnig illvígan ólæknandi sjúkdóm. Berskjaldaður er einkar vel skrifuð bók. Lestu líka Tók ég eftir því þá eða tók ég eftir því eft- irá? eftir Höllu Björgvinsdótur og Kletta- borgina eftir Sólveigu Pálsdóttur. Ævisaga ársins Arnaldur Indriðason er meistari fléttunnar og enginn íslenskur glæpa- sagnasmiður kemst með tærnar þar sem hann hef- ur hælana, sem sannast í Þagnarmúr. Það er líka á fárra færi að styðjast við eins gallaða aðalpersónu, beinlínis ógeðfellda, en ná samt, nánast, að skapa samúð með henni. Það er og aðal Arnaldar að hann nær að búa til persónur sem lesandanum er ekki sama um. Lesið líka Næturskugga Evu Bjargar Ægisdóttur og Andlitslausu konuna eftir Jónínu Leósdóttur. Glæpasaga ársins Bækur ársins Í upphafi pestarársins drógu margir bókaútgefendur úr útgáfu, en þó komu út á árinu margar afbragðsbækur og bóksala var almennt góð. Það síðarnefnda kemur ekki á óvart enda gafst aukinn tími fyrir lestur og svo er skáldskapur góð leið til að átta sig á heiminum. Á yfirborðinu segir Dýralíf Auðar Övu Ólafsdóttur frá ungri ljósmóður sem býr í íbúð ömmusystur sinnar sem var einnig ljósmóðir. Þegar lesandi sökkvir sér í bók- ina blasir við að Auður er að skoða mann- skepnuna, manninn sem skepnu, eða rétt- ara sagt spendýr, og velta því fyrir sér hvað það er sem skilur okkur frá öðrum dýrum, ef það er þá nokkuð. Tíminn í sögunni er teygjanlegur, því þótt atburðarásin nái yfir þrjá daga þá nær hún áratugi aftur í tímann þar sem sögur ömmusysturinnar, Dómhildar, og eigin- legrar söguhetju, Dómhildar, tvinnast saman. Dómhildur býr á Ljósvallagötu og það er mikið um ljós í lífi hennar eins og var í lífi nöfnu hennar, vinnuljós, loftljós og veggljós, stefnuljós, norðurljós, suður- ljós, ljós heimsins og ljós lífsins og hið sanna ljós, og ljósakrossar í kirkjugarði. Lesið líka Götu mæðranna eftir Kristínu Marju Baldursdóttur og Aprílsólarkulda El- ísabetar Jökulsdóttur. Skáldsaga ársins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.