Morgunblaðið - 29.12.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.12.2020, Blaðsíða 25
með hlutverk Brynjólfs biskups. Viðar kennir einnig við Söngskól- ann í Reykjavík og Söngskóla Sig- urðar Demetz. Viðar hefur verið til- nefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna og til Grím- unnar og Íslensku sviðslistaverð- launanna. Svo hefur Viðar sungið í söngkvertettinum Sætabrauðs- drengirnir um árabil, ásamt þeim Gissuri Páli Gissurarsyni, Hlöðveri Sigurðssyni, Bergþór Pálssyni og Halldóri Smárasyni, sem hefur ver- ið píanóleikari og útsetjari kvart- ettsins. „Við höfum starfað saman frá 2013 og þetta er afskaplega skemmtilegur hópur og við höfum verið með tónleika á hverju ári, nema í ár, þar sem við streymdum í staðinn.“ Fjölskylda Eiginkona Viðars var Guðbjörg Bergs, f. 3.10. 1951, d. 9.1. 2020, þroskaþjálfi. Foreldrar hennar eru hjónin Lis Bergs, f. 9.10. 1917, d. 14.8. 1997, húsfrú, fædd Eriksen í Hróarskeldu í Danmörku, og Helgi Helgason Bergs, f. 9.6. 1920, d. 28.4. 2005, efnaverkfræðingur, alþingis- maður og bankastjóri. Börn Viðars og Guðbjargar eru 1) Gunnar Bjarni, f. 7.9. 1975, hag- fræðingur hjá Arion banka, maki Inga Lára Ólafsdóttir ferðamála- fræðingur. Þau búa í Garðabæ. 2) Kolbrún Lis, f. 12.5. 1978, sjúkra- þjálfari, maki Baldur Þór Jack raf- verktaki. Þau búa í Reykjavík. Barnabörn Viðars eru orðin sex talsins. Systkini Viðars eru 1) Ómar Þór, f. 12.10. 1954, tæknifræðingur og vélstjóri í Reykjavík; 2) Ástríður Ólöf, f. 12.5. 1956, skrifstofumaður í Reykjavík og 3) Bjarni Matthías, f. 15.10. 1959, fyrirtækjaeigandi í Danmörku. Foreldrar Viðars eru Herdís Guðrún Ólafsdóttir, f. 2.7. 1926, d. 21.7. 2011, hárgreiðslumeistari í Reykjavík, og Gunnar Bjarnason, f. 28.9. 1928, d. 19.6. 1970, tæknifræð- ingur og forstjóri í Ólafsvík. Viðar Gunnarsson Sigurbjörg Jósefsdóttir vinnukona á Tungu, Saurbæjarsókn, Borgarfirði, síðar í Reykjavík Ólafur Sigurðsson sjómaður í Reykjavík Ástríður Ólafsdóttir húsfreyja í Reykjavík Ólafur Guðmundsson verkamaður í Reykjavík Herdís Guðrún Ólafsdóttir hárgreiðslumeistari, húsfreyja í Ólafsvík, rak hárgreiðslustofu í Reykjavík og starfaði síðar í Stjórnarráðinu í Reykjavík Margrét Gottskálksdóttir húsfreyja í Reykjavík Guðmundur Guðmundsson bókbindari á Akranesi og húsbóndi í Reykjavík Steinunn Vigfúsdóttir húsfreyja í Nýjabæ í Brimvallarsókn, Snæfellsnesi Sigurgeir Árnason bóndi í Nýjabæ í Brimvallarsókn, Snæfellsnesi Vigdís Lydía Sigurgeirsdóttir húsfreyja á Þingeyri og Ólafsvík Bjarni Matthías Sigurðsson járn-og trésmiður á Þingeyri, síðast í Ólafsvíkurhreppi Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja í Neðri-Lág, síðar í Ólafsvík Sigurður Sigurðsson bóndi í Efri-Lág, Setbergssókn, Snæfellsnesi. Drukknaði. Úr frændgarði Viðars Gunnarssonar Gunnar Bjarnason framkvæmdastjóri á Þingeyri, síðast búsettur í Ólafsvík DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2020 Morgundagurinn verður betri með After Party™ Amínósýrur, Rósepli, Cactus extract, öflug blanda af B-vítamínum og Magnesíum. Vinnur gegn vökvatapi sem á sér stað við áfengisneyslu 2 töflur fyrir fyrsta drykk 2 töflur fyrir svefn Fæst í apótekum og heilsuhillum verslana I www.artasan.is Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „AF SMÁHUNDUM AÐ VERA ÞÁ ERU ÞESSIR BESTU VARÐHUNDARNIR.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera hjartahrein. MIG LANGAR AÐ AFREKA EITTHVAÐ STÓRFENGLEGT FÓÐRAÐU MIG! Í ALVÖRU? „STÓR- FENGLEGT” ER LOÐIÐ HUGTAK ÉG ER AÐ VERÐA BÚIN AÐ FYLLA BAÐKARIÐ FYRIR ÞIG! GLEYMDU ÞESSU! ÉG ÞOLI EKKI BÖÐ! OG ÉG HATA STURTUR! „ÞÚ ERT VERÐUGUR. ÞÚ ERT BLESSAÐUR. ÞÚ ERT ELSKAÐUR OG ÞÉR ER FYRIRGEFIÐ. EN ÞÚ ERT LÍKA AÐ SPILLA ÚTSÝNINU.” Þórarinn Eldjárn skrifar áheimasíðuna og kallar „Allt og sumt“: Ég hef ort heitt og kalt um hátt og lágt – sprækt, hrumt. Ort hef ég um allt en þó mest um sumt. Helgi R. Einarsson sendi mér tölvupóst á annan í jólum: „Við Helga mín fórum út að ganga í rok- inu í gær og þá varð þetta til, – „Jólaganga í roki“: Sá er heilsu halda vill heilbrigðis á rölti forðast ætti að falla kyll- iflatur á því brölti. og Megi gæfan gefa þér gæfuríka daga, framtíð sem að fagna ber og feitmeti í maga. Á jóladag skrifaði Jón Atli Ját- varðarson á Boðnarmjöð: „Óhemju hvasst á Reykhólum núna. 27 m sek., hiti að 4 stigum“: Feikna afl nú flettir kjól fýkur drafli úr skálum. Bráðnar skafl um Brandajól, bleytuhrafl í álum. Ekki var nýmælum þeim, er Skúli landfógeti Magnússon hratt í fram- kvæmd, vel tekið af öllum: Íslands góður ábate af innréttingum hygg ég sé. Kominn er fransós, kláði á fé og kúrantmynt fyrir spesíe. Í Vísnasafni Jóhanns frá Flögu segir að síra Guðmundur Torfason prestur á Torfastöðum og víðar hafi ort um Bardenfleth stiftamt- mann: Ef hann gerir engum rétt og öllum sýnir hrekki bölvaður veri Barðenfleth og bænin skeikar ekki. En ef hann gerir öllum rétt og engum sýnir hrekki blessaður veri Barðenfleth og bænin hjálpar ekki. Þormóður í Gvendareyjum fóstr- aði Loft Þorsteinsson, Galdra-Loft. Eftir brottför hans, líklega úr skóla fremur en eftir dauða hans, orti Þormóður: Á hugann stríðir ærið oft óróleiki nægur, síðan ég missti hann litla Loft er löng mér stytti dægur. Páll Jónsson skáldi orti: Rýrt einbera raupið er ef raunin fer og brestur. Eitt er að gera orð af sér annað að vera mestur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ort um allt og sumt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.