Morgunblaðið - 12.12.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 12.12.2020, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is V ið erum bara að undirbúa og bíða eftir startinu. Við róum náttúrlega bara yfir hávertíðina. Netavertíðin byrjar eftir áramót og stendur fram á vor. Þetta er harka og púl, við keyrum þetta á fullu og náum okkar kvóta á þeim tíma,“ segir Freyja aðspurð um starfið þessa dagana. „Það eru sex í áhöfn á Þorsteini. Báturinn er með heimilisfesti á Raufarhöfn, en undanfarið höfum við gert út suður með sjó, í Njarð- vík og Sandgerði. Þetta er bara stórfiskur og stutt á miðin og stutt í vinnslu, það eru þægindin við ná- lægðina sem fylgja því að vera hér. Undanfarin ár höfum við lagt upp hjá HSS fiskverkun og svo fer meðafli á markað. Þetta er fyr- irkomulag sem hentar okkur mjög vel. Þetta er boltaþorskur svo að hann fer í saltfisk. Þar eru miklar gæðakröfur bæði á hráefni og á vörunni.“ Freyja segist hafa gaman af samstarfinu við HSS fiskverkun enda sé það lítið fyrirtæki og per- sónulegt, ekki ólíkt fjölskyldufyr- irtæki sínu. „Eigandinn er í góðu sambandi við kaupendur úti og við erum í góðu sambandi við hann. Þetta er allt lítið og persónulegt. Við höld- um okkur í þessum hefðum. Það er gaman að segja frá því að eigand- inn hóf sinn starfsferil í sjávar- útvegi með pabba 15 ára gamall á Þorsteini sem nú leggur upp í fisk- vinnslunni hans,“ segir Freyja. Toppmenn í áhöfn Freyja segir sama mannskapinn vera ár eftir ár á Þorsteini. „Á meðan þeir vilja halda áfram er þetta hægt, þetta eru alveg toppmenn. Það er auðvitað bara unnin vertíðin, en mennirnir okkar setja þetta í forgang og fría sig fyrir þetta. Sumir eru í sjálf- stæðum atvinnurekstri með, sumir hafa verið á hvalveiðibátum, sæ- bjúgnaveiðum eða sinnt bústörfum. Við gætum ekki gert þennan bát út nema vegna þess að þetta er keyrt á fullum krafti í stuttan tíma. Þannig að mennirnir geta verið í öðrum verkefnum, útgerðin ber það ekki að vera með menn allt ár- ið. Oft hugsa þeir eftir vertíðina „nei nú er þetta orðið gott, þetta verður sú síðasta“ en svo kallar þetta alltaf aftur. Þetta er erfið vinna og fast sótt ef færi gefst.“ Þorsteinn ÞH 115 er elsti eikar- báturinn á landinu sem er í útgerð. Hann er byggður 1946. Freyja seg- ir bátnum hafa verið haldið ótrú- lega vel við í gegnum tíðina og mikill metnaður sé lagður í að hann líti vel út og vinnuaðstaða um borð sé eins og best verður á kos- ið. „Þegar við komum með hann suður létum við smíða í hann lyftu- kör, áður voru menn bara bogr- andi, með bogið bak að lyfta fiskn- um. Svo er slippur og skverað og málað eftir vertíðina.“ Kennari, verkefnastjóri, myndlist- arkona, útgerðastjóri Freyja er með kennararéttindi í grunn- og framhaldsskóla, hefur lokið myndlistarnámi og MPM, mastersnámi í verkefnastjórnun. En hvað varð til þess að myndlist- arkona varð útgerðarstjóri? „Ég kom að útgerðinni þegar ég sá að foreldrar mínir þurftu á því að halda að draga í land. Ég byrj- aði á að hjálpa með mannaráðn- ingar en svo kom í ljós að það var margt sem þurfti að gera. Ég réð inn mann til að róa með pabba, þá gat hann aðeins slakað á, hann var nú ekki alveg til í það fyrst reynd- ar. Hann hætti svo til sjós orðinn 82 ára. Þá gat hann verið í landi, þó að hugurinn væri alltaf úti á sjó.“ Áður en til þessa kom var Freyja búin að starfa við myndlist í á þriðja áratug. Hún var að ljúka við starfsnám á Möltu, tengt verk- efnastjórnunarnáminu, þegar kallið kom. Freyja segir myndlistina stund- um hafa verið einmanalega. Henni hafi fundist hún verða hálfeinræn á að vinna lengi ein og langaði að finna farveg þar sem unnið væri með fólki. „Ég er með mjög sterka náttúrutengingu og þörf fyrir að vera úti í náttúrunni, en það var alltaf sjórinn. Ég var að mála sjó- inn á einn eða annan hátt öll þessi ár sem ég var í myndlistinni. Hann var alltaf einhvern veginn þarna með, allir litir hafsins,“ segir Freyja. „Ég fæ oft fiðring þegar byrjað er að skvera. Ég tók þátt í viðhaldi bátsins þegar ég var krakki. Við höfum verið þrjú af fjórum systk- inum á sjónum og öll höfum við unnið við útgerðina. Börnin mín hafa bæði verið á sjó og með pabba. Sjávarþræðirnir hafa geng- ið í kynslóðir í mín börn.“ Réð dótturina á sjóinn Í fjölskyldu Freyju hika konur ekki við að sækja sjóinn jafnt og karlar. Freyja reri sem fyrr segir með pabba sínum á yngri árum og dóttir Freyju fór á nokkrar vertíðir með afa sínum. „Dóttir mín var komin til Tyrk- lands, ætlaði að búa þar og var komin með húsnæði. Ég hringdi í hana og spurði hvort það væri ekki bara tímabært að endurskoða þessa hluti og drífa sig með afa á sjóinn. Þetta varð vendipunktur og hún kom heim, ég trúi að hún sjái ekki eftir því. Pabbi sagði stund- um: „Ég hélt nú bara að hún gæti þetta ekki, hún er með svo litlar hendur,“ þá var hún að snara gol- þorskunum eins og allir hinir, gaf þeim ekkert eftir.“ Auðvitað ekki. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „Ég var að mála sjóinn á einn eða annan hátt öll þessi ár“ Freyju Önundardóttur er margt til lista lagt, bók- staflega, enda myndlistarkona. Hún er einnig útgerð- arstjóri Önundar ehf. sem gerir út eikarbátinn Þor- stein ÞH 115, áður GK 15. Hún ræðir við 200 mílur um hvernig myndlistarkona, kennari og verkefna- stjóri varð útgerðarstjóri í fjölskyldufyrirtækinu. Ljósmynd/Vigfús Markússon Þorsteinn ÞH er myndarlegur þrátt fyrir háan aldur, en hann er 74 ára 58 brúttótonna eikarbátur smíðaður í Svíþjóð. Freyja Önundardóttir segir útgerð- ina ganga upp í núverandi mynd vegna öflugs mannskapar um borð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.