Morgunblaðið - 12.12.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.12.2020, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Þ etta hefur gengið mjög vel og betur en við þorðum að vona,“ segir Gest- ur er hann er spurður hvernig hafi gengið að nýta nýju vinnsluna, en bundnar eru vonir við að fjárfest- ingin skili auknum afköstum. „Við erum ekki búin að ná fullum afköstum, en erum þó komin töluvert lengra en í gamla húsinu. Erum að vinna mun meira magn. Þetta lofar góðu en auðvitað eigum við eftir að fínstilla þetta meira til þess að ná út úr þessu því sem við ætlum okkur.“ Unnið var að undirbúningi hússins um þó nokkurn tíma og hefur tekið nokkur ár að komast á þann stað sem vinnslan er nú. „Það er hópur búinn að vera meira og minna í þessu í þrjú ár. Þetta er eins og að sjá barn fæðast og byrja að ganga,“ segir Gestur og hlær. Spurð- ur hvort þetta hafi verið erfið meðganga svar- ar hann að hún hafi ekki endilega verið erfið en löng. „Þetta var ákveðinn léttir þegar maður sá þetta fara í gang og þetta snerist. Maður fékk að sjá hugmyndir sem voru á blaði verða að raunveruleika. Maður var alveg svolítið stressaður.“ Öflugu fólki að þakka Það er hins vegar ekki lítið verk að sinna „fín- stillingum“ þar sem viðhafðar eru strangar sóttvarnir í fiskvinnslunni og aðgengi að hús- inu takmarkað. „Vegna kórónuveiru- faraldursins koma engir sérfræðingar á svæð- ið og það hefur ekki létt verkið að þurfa að gera þetta í þessu ástandi. Þetta eru mörg kerfi sem þurfa að tala saman, mörg fyrirtæki sem koma að þessu og margir þurft að læra ný vinnubrögð. Þetta hefur verið mikil yfirlega en það hefur tekist að láta þetta ganga vel hingað til,“ útskýrir Gestur. Hann segir það alls ekki þannig að tafir hafi orðið vegna ástandsins. „Við gáfum okkur að það myndi taka okkur um sex mánuði að kom- ast í fullan gír og við stöndum við það. Ein- hvern tímann í byrjun næsta árs erum við von- andi komin á þann stað sem við ætluðum okkur að vera á.“ Spurður hvort það hafi verið langir dagar svarar hann því játandi. „Já það hafa verið langir dagar hjá mörgum en allir já- kvæðir og tekið þátt í þessu. Það er bara svo- leiðis í svona verkefni að þetta verður aðeins unnið með því að allir standi saman. Ástæðan fyrir því að þetta hefur gengið svona vel er að undirbúningurinn var góður og þetta er öflugt fólk sem kom að þessu bæði frá okkur og þess- um fyrirtækjum sem við erum að vinna með.“ Fækka einhæfum störfum Starfsumhverfið í fiskvinnslunni hefur breyst töluvert frá því sem var og tengist það ekki eingöngu markmiði um bætt afköst. „Það var ein af forsendum hönnunarinnar að gera þetta að betri vinnustað. Það var verið að fara úr 70 ára gömlu húsi á fleiri hæðum og ákveðið að leggja mikið upp úr því að gera aðbúnað starfsfólksins eins og best verður á kosið. Betri en þekkist víðast hvar annars staðar í matvælavinnslu í heiminum. Það er mjög ánægjulegt að fá að heyra í fólkinu sjálfu hvað það hefur að segja. Það fer ánægðara heim að loknum vinnudegi og hefur ekki orðið fyrir jafn miklu álagi og áður var. Við vorum sérstaklega að horfa til þess að fækka líkamlega erfiðum og einhæfum störf- um. Einnig var mikið lagt í að tryggja góða lýsingu og hljóðvist var í fyrirrúmi. Við lögðum tugi milljóna í þessa þætti umfram það sem al- gengast er. Allt þetta var gert til að búa til betri og skemmtilegri vinnustað og við erum mjög ánægð með hvernig það hefur tekist,“ út- skýrir Gestur. Hann segir ekki nýtt fyrir starfsfólkið að þurfa að læra á nýjan tækjakost eða breyttar aðstæður. „Dalvík hefur alltaf verið leiðandi í tæknibreytingum í fiskvinnslu og starfsfólkið þekkir það hvernig það er að taka þátt í svona vinnu. Það hafa allir mætt þessu með jákvæðu hugarfari.“ Spennandi að sýna viðskiptavinum möguleikana Með aukinni sjálfvirknivæðingu er ekki ein- ungis hægt að auka nákvæmni, nýtingu og af- köst, heldur er einnig hægt að bjóða fjöl- breyttara úrval afurða og þannig mæta síbreytilegum kröfum kaupenda. Það hefur meðal annars komið að góðum notum núna þegar hefur þurft að bregðast við breyttum markaðsaðstæðum í kjölfar Covid. „Markaður- inn hefur breyst hratt undanfarið, veitinga- staðir eru lokaðir en stórmarkaðir hafa tekið við og þeir eru að mörgu leyti kröfuharðari viðskiptavinir,“ segir Gestur. „Stórmarkaðir vilja nákvæmari bitaskurð og fjölbreyttari af- urðir og þar hefur vatnsskurðartæknin algjöra yfirburði.“ Öll þessi tækni býður upp á að hægt sé að hagnýta gífurlegt magn gagna. Spurður hvort það hafi komið að notum svarar fram- kvæmdastjórinn: „Það er hluti sem hefur kannski setið aðeins á hakanum til þessa og er verkefni næsta árs að vinna úr öllum þessu upplýsingum sem maður hefur aðgang að. Ég sé mikið af möguleikum í framtíðinni með að tengja þessi gögn saman; vinnsluna, söluna og jafnvel veiðarnar.“ Gestur kveðst vona að þessu faraldurs- ástandi fari að linna á komandi misserum þannig að starfsemin geti farið í eðlilegra horf. „Þá verður næsta verkefni að taka á móti okk- ar viðskiptavinum og sýna þeim hvað við erum að gera. Við erum bara búin að senda þeim myndir og myndbönd. Það hefur enginn komið í húsið og það verður spennandi að geta sýnt alla þá möguleika sem við getum boðið upp á. Á venjulegu ári erum við með nokkra við- skiptavini í hverjum mánuði sem koma í heim- sókn til viðbótar við fjölda erlendra úttekt- araðila. Það hefur ekkert verið núna, en höfum samt fengið samþykki hjá öllum okkar við- skiptavinum. Þeir treysta því að allir hlutir séu í lagi enda Dalvíkingar verið leiðandi í gæða- málum fiskvinnslunnar á heimsvísu í áratugi.“ „Dalvík alltaf verið leiðandi í tækni- breytingum“ Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, segir það hafa gengið mjög vel að taka nýja hátæknivinnslu fyrirtækisins á Dalvík í notkun. Verkefnið hefur verið krefjandi og er enn nokkuð í að takist að nýta alla möguleika þess búnaðar sem komið hefur verið fyrir. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, kveðst ánægður með árangurinn hingað til. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson Starfsumhverfið er mun betra í nýja frystihúsi Samherja enda tók hönnunin sérstaklega mið að því að fækka einhæfum og líkamlegum störfum. Frystihúsið er 9.000 fermetrar að stærð. Fjárfestingin hleypur á sex milljörðum króna.  Mörg fyrirtæki koma að verkefninu. Þar á meðal Valka, Frost, Samey, Skaginn 3X, Baader Ísland, Slippurinn Akureyri, Vélfag, Raftákn og Marel. Frystihús Samherja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.