Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 6
6 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/18 ÁSKORANIR FRAMTÍÐAR Það er áskorun og heiður að taka við stjórn Lögmanna- félags Íslands og ég þakka félagsmönnum það traust sem mér er sýnt. Ég mun leggja mig alla fram um að vinna í þágu félagsins og félagsmanna allra og hlakka til að vinna með því góða fólki sem valdist til stjórnar- og trúnaðarstarfa í félaginu. Þá ber að þakka Reimari og fyrri stjórn fyrir þeirra vinnu og framlag til félagsins. Nú er millidómsstigið loks orðið að veruleika og það er vel við hæfi að Landsréttur hafi tekið til starfa árið 2018, eða á 100 ára afmæli fullveldisins. Stofnun Landsréttar felur í sér mikla réttarbót en með honum er tryggð milliliðalaus sönnunarfærsla á tveimur dómsstigum. Þrátt fyrir þann styr sem hefur staðið um skipan dómara í réttinn þá er ljóst að réttinn skipa afar hæft fólk sem hefur margþætta og fjölbreytta reynslu að baki. Með tilkomu hins nýja dómstigs er kjörið tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar á verklagi dóm stólanna og koma málsmeðferð fyrir dómstólum í aðeins nútímalegra horf en verið hefur. Sú nýbreytni að númera allar málsgreinar í dómum Landsréttar er til fyrirmyndar en með þeim hætti verður mun einfaldara að vísa til þeirra dóma í málflutningsskjölum eða munnlegum málflutningi og vonandi taka önnur dómstig upp sama fyrirkomulag. Það hefur hins vegar valdið vonbrigðum að réttarkerfið var ekki tækni vætt meira í kjölfar þessarar breytingar og teknar upp rafrænar lausnir í tengslum við fyrirtökur og framlagningu málsgagna. Í samfélaginu öllu eiga sér nú stað byltingakenndar breytingar á sviði nýsköpunar og tækni með tilkomu tækninýjunga á borð við gervigreind, háþróuð vélmenni, dróna, skýjalausnir og sýndarveruleika. Öll þjónusta er orðin meira og minna rafræn og rótgrónar stofnanir eins og bankar og tryggingafélög eru að breytast í tæknifyrirtæki með aukinni sjálfvirknivæðingu og róbótatækni. Þá er fyrirsjáanlegt að kubbakeðjutækni (blockchain) verði notuð í æ meira mæli í þjónustu og viðskiptum, en með þeirri tækni er unnt að bjóða upp á rafræna og örugga sönnun á færslum í rauntíma. Það er því nauðsynlegt fyrir lögmenn og aðra þá sem starfa innan réttarkerfisins að tileinka sér nýja þekkingu og skilning þannig að unnt sé að nýta þau tækifæri og þá möguleika sem tæknin hefur í för með sér. Það verklag sem hefur viðgengist innan dómstólanna og í innbyrðis samskiptum lögmanna og dómstóla bendir ekki til að fjórða iðnbyltingin hafi náð inn í réttarkerfið. Það eru úrelt viðhorf að halda því fram að málskjöl geti einvörðungu verið á pappír og það er orðið verulega brýnt að rafvæða vinnslu dómsmála þannig að unnt sé að senda málsgögn með rafrænum hætti og lögmenn og dómarar geti unnið að þeim málum í gegnum rafræna gátt. Slíkar lausnir hafa verið lengi til umræðu án þess þó að komast til framkvæmda og svo virðist sem engra breytinga sé að vænta í bráð. Er framtíðarsýnin ef til vill sú að lögmenn sendi róbóta lögmannsstofunnar á sjálfkeyrandi bíl niður í héraðsdóm með frumrit kæru til að fá móttökustimpil á rauntíma eða í Landsrétt eða Hæstarétt til að afhenda fjögur eða sjö eintök málsgagna? BERGLIND SVAVARSDÓTTIR LÖGMAÐUR FORMAÐUR Records Mála- og skjalakerfi Heldur öuga málaskrá - gott yrlit. Málaskrá, ‘Mín mál’ og tímamörk mála. Mitt One: Síðustu skjöl sem ég hef lesið, breytt eða skráð. 10 síðustu vistunarstaðir (mál) þar sem ég hef vistað skjöl. Öug leitarvél. - Leitar í innihaldi skjala, og viðhengjum. Vista Outlook tölvupósta inn á mál. Öug samhæng við Microsoft Oce, Word, Excel og Outlook. Hægt að ytja inn mörg skjöl í einni aðgerð inn á mál. Hægt að ytja öll skjöl úr einni möppu inn á mál með einni aðgerð. Hægt að fá IPAD lesaðgang. (spjaldtölvulesaðgangur að kernu) OneHýsing: ISO vottað umhver. Dagleg afritunartaka gagna. Vottað af KPMG. ÖFLUGT mála- og skjalaker sem hentar vel fyrir LÖGMANNSSTOFUR Logos lögmenn, Lex lögmenn, Draupnir lögmenn, Jónatansson lögmenn, Patice lögmenn Meðal viðskiptamanna: Drag’nDrop Draga og sleppa Draga tölvupóst yr í málakerð á rétt mál með einni aðgerð. Draga skjöl á sameiginlega drinu yr í málakerð með einni aðgerð. OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is One býður hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (2018)
https://timarit.is/issue/411941

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (2018)

Aðgerðir: