Lögmannablaðið - 2018, Qupperneq 8

Lögmannablaðið - 2018, Qupperneq 8
8 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/18 SJÁLFSTÆÐI LÖGMANNA OG EFTIRLIT MEÐ STÖRFUM ÞEIRRA Aðalfundur LMFÍ var haldinn 25. maí síðastliðinn og var Berglind Svavarsdóttir lögmaður kosin formaður. Nýir í stjórn eru lögmennirnir Hjördís E. Harðardóttir og Stefán A. Svensson. Í tilefni aðalfundar var blásið til málþings undir yfirskriftinni „Sjálfstæði lögmanna og eftirlit með störfum þeirra“. Torben Jensen framkvæmdastjóri danska lögmannafélagsins hélt erindi ásamt þeim Reimari Péturssyni lögmanni og fráfarandi formanni, Valborgu Þ. Snævarr lögmanni, sem situr í úrskurðarnefnd lögmanna, og Kjartani Bjarna Björgvinssyni varaformanni DÍ. Mikilvægt að eftirlitið sé á vegum lögmanna sjálfra Reimar Pétursson tók fyrstur til máls og sagði mörg dæmi þess að lögmenn hafi þurft að sæta árásum vegna starfa sinna. Hann sagðist vera uggandi yfir þróun mála hér á landi og var með þeim orðum að vísa til þess að dómsmálaráðherra hefði brotið lög við skipun dómara í Landsrétt. Í tengslum við það mál hefði lögmaður tekið að sér að láta reyna á rétt skjólstæðings síns samkvæmt m.a. þeim réttindum sem tryggð eru í mannréttindasáttmála Evrópu, en þar segir að menn eigi rétt á því að dómarar séu skipaðir í samræmi við lög. Reimar sagðist hafa rekist á umfjöllun frá aðstoðarmanni ráðherra þar sem hann lýsti málum eins og lögmaðurinn væri aðili máls, kenndi málareksturinn við auglýsingamennsku og ýjaði að því að á milli lögmannsins og RÚV væri óheilbrigt samband. Reimar sagði málarekstur þennan hefðbundið lögmannsverkefni og sérstaklega mikilvægt fyrir réttarkerfið. Þeir sem völdin hafi verða að tjá sig málefnalega, ekki kvarta undan lögmanninum og hengja þannig bakara fyrir smið: „Þetta minnir á mikilvægi þess að allt eftirlit með störfum lögmanna fari fram á vegum þeirra sjálfra og sé ekki komið fyrir í höndum valdhafa sem hafa ekki skilning á störfum lögmanna. Til að hafa betur í baráttunni þurfum við að halda tiltrú almennings og skapa í störfum okkar traust og til að svo geti verið þarf eftirlit okkar sjálfra að vera faglegt og raunverulegt,“ sagði Reimar. Eftirlit með dönskum lögmönnum Torben Jensen fjallaði um eftirlitshlutverk danska lög- manna félagsins. Hann sagði helstu verkefni vera eftirlit með lögmönnum, þjálfun fyrir lögfræðinga sem vilja afla sér lögmannsréttinda, utanumhald siðanefndar og verndun réttarríkisins. Torben sagði félagið sinna handahófskenndu eftirliti sem virkar þannig að tölvubúnaður velur nokkrar lögmanns stofur á ári sem fá heimsókn frá félaginu. Starfs- fólk félagsins skoðar starfsábyrgðartryggingar, verkferla varðandi hagsmunaárekstra, hvort að viðkomandi lög- menn hafi uppfyllt skilyrði um endurmenntun, hvernig upplýsingaskyldu til skjólstæðinga er sinnt o.fl. Ef félagið kemst á snoðir um einhverja misbresti þá er lögmanns- stofunni gefin viðvörun. Ef um alvarlega misbresti er að ræða þá er málinu vísað til siðanefndar. Torben sagði marga gagnrýna kerfið og telja að félagið ætti að nýta úrræði sín betur en að heimsækja lögmannsstofur þar sem allt er í góðu lagi. Út frá því spratt annað eftirlits- kerfi, svokallað hættustýrt eftirlit, þar sem félagið pikkar

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (2018)
https://timarit.is/issue/411941

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (2018)

Iliuutsit: