Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 9
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/18 9 út lögmenn sem hafa t.d. ítrekað verið sektaðir, skila ekki fjárvörsluyfirlýsingu eða ef fjölmiðlaumfjöllun gefur tilefni til. Félagið getur kallað eftir upplýsingum frá lögmanninum, samstarfsfólki, dómstólum eða heimsótt viðkomandi, kannað aðstæður og ef tilefni er til þá er kvartað undan lögmanninum til siðanefndar. Torben fjallaði um framtíð eftirlitsins og sagði það þróast meira yfir í hættustýrt eftirlit og áherslu á tiltekin svið. Torben fjallaði að lokum um mikilvægi sjálfstæðis lögmanna og hversu stórt hlutverk sjálfstæðið spilar í réttarríkinu: „Sjálfstæðið virkar ekki ef lögmenn sjá ekki um eftirlit með störfum sínum sjálfir,“ sagði Torben. Að gæta heiðurs stéttar Valborg Þ. Snævarr sagði að góðir lögmannshættir, siða- reglur og sá þétti rammi sem er utan um störf lögmanna stuðli að sjálfstæði stéttarinnar. Þeir sem leggja síðan mat á það hvort lögmenn fari eftir lögum og siðareglum í störfum sínum eru sjálfir lögmenn og skipa úrskurðarnefnd lögmanna. Nefndina skipa þrír sjálfstætt starfandi lög- menn; einn frá Hæstarétti, einn frá LMFÍ og einn frá ráðherra. Valborg fjallaði um hvernig málum var háttað áður en lög nr. 77/1998 um lögmenn tóku gildi en þá hafði stjórn LMFÍ svipaðar heimildir og úrskurðarnefndin hefur í dag. Valborg fór yfir ræðu fyrrverandi formanns LMFÍ, Ragnars Aðalsteinssonar frá árinu 1995 sem sagði sjálfstæði lögmanna eiga undir högg að sækja, m.a. á Alþingi þar sem unnið væri að því að veikja sjálf stæðið með því að afnema dómsvald stjórnar LMFÍ í tilteknum málum. Í sömu ræðu sagði hann að sjálfstæði dómstóla missti marks án sjálfstæðrar lögmannastéttar. Í frumvarpi til núgildandi lögmannalaga, sem lagt var fram á löggjafarþingi 1997-1998, var gert ráð fyrir að svipta lögmannafélagið eftirlits- og agahlutverki sínu og koma því fyrir hjá dómsmálaráðherra sem skyldi skipa þriggja manna lögmannaráð. Stétt lögmanna stóð þétt saman og mótmælti efni frumvarpsins sem varð til þess að úrskurðarnefndin, eins og við þekkjum hana í dag, var sett á laggirnar. Valborg sagði mikilvægt að skoða þetta í ljósi í sögunnar og að nú sé tryggt að meirihluti nefndarinnar séu lögmenn, þá er nefndin sjálfstæð og lítur hvorki stjórn LMFÍ eða dómsmálaráðherra í störfum sínum. Valborg velti upp þeim spurningum hvernig aðrir en lögmenn geti haft forsendur til þess að leggja mat á eðlilega hegðun og framgöngu lögmanns í ákveðnum aðstæðum eða hvað er sanngjörn þóknun í tilteknu máli; „Þessu aga- og eftirlitshlutverki er best komið í höndum lögmanna og um það hljóta allir að vera sammála,“ sagði Valborg. Að lokum fjallaði Valborg um þá nýlundu stjórnar LMFÍ að senda kvartanir til úrskurðarnefndar og að slík heimild sé nauðsynlegt svo stjórnin geti sinnt lögboðnu eftirlits- og agahlutverki sínu, það væri mikilvægur liður í því að gæta heiðurs stéttarinnar. F.v. Þórunn Guðmundsdóttir og Berglind Svavarsdóttir. Berglind er einungis önnur konan til að gegna formennsku í LMFÍ en Þórunn var formaður árin 1995-1997. Torben Jensen. Reimar Pétursson. Valborg Þ. Snævarr. Kjartan Bjarni Björgvinsson.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (2018)
https://timarit.is/issue/411941

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (2018)

Aðgerðir: