Lögmannablaðið - 2018, Side 10

Lögmannablaðið - 2018, Side 10
10 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/18 Námskeið fyrir verðandi dómkvadda matsmenn var haldið í fyrsta skipti nú í maí í samstarfi við dómstólasýsluna og sátu það um 40 þátttakendur úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Kennarar voru þeir Viðar Lúðvíksson lögmaður og Ragnar Ómarsson byggingafræðingur, formaður Matsmannafélags Íslands, en stefnt er að því að endurtaka námskeiðið í haust og halda það reglulega hér eftir. „Matbókin – leiðbeiningar fyrir dómkvadda matsmenn“ er nýtt námsefni sem LMFÍ lét útbúa fyrir námskeiðið í samstarfi við dómstólasýsluna vegna námskeiðsins. Viðar Lúðvíksson var aðalhöfundur en aðstoðarmenn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur tóku saman gagnlega hæstaréttardóma og reifuðu stuttlega ásamt því að Eggert Óskarsson fv. dómari tók saman lagareglur. Þess má geta að Matbókin er til sölu á skrifstofu LMFÍ. EI EI MATBÓK OG MATSMANNA­ NÁMSKEIÐ Námskeiðið stóð í sex klukkustundir og var skipt á tvo daga. Fyrri daginn var farið yfir lögfræðina sem matsmenn þurfa að kunna skil á en seinni daginn var farið yfir matsfundi og matsgerðina sjálfa. Í lokin fóru þátttakendur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari (t.h.) og Lilja Rún Sigurðardóttir aðstoðarmaður dómara (t.v.) sýndu verðandi matsmönnum húsakynni og svöruðu spurningum. Trúin á réttarkerfið Kjartan Bjarni Björgvinsson tók síðastur til máls og sagði sjálfstæði lögmanna og eftirlit með þeim spanna vítt svið. Út frá því vakni spurningar um hlutverk lögmanna og ábyrgð þeirra. Í samfélaginu er lögmönnum trúað fyrir því að halda vörð um réttarríkið. Kjartan sagði að í réttarríki væri réttur fólks til aðgangs að dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar ófrávíkjanleg krafa. Rétturinn væri hins vegar ekki raunhæfur án sjálfstæðra lögmanna sem koma að málum óháð öðrum hagsmunum en skjólstæðinga sinna. Kjartan sagði það ekki vera hlutverk sitt að leggja mat á það hvernig eftirlit með störfum lögmanna ætti að vera, en það þyrfti að hafa í huga þau gildi sem lögmönnum er ætlað að vernda. Traust er mikilvægt og lögmönnum verður að vera treystandi til þess að rækja sitt hlutverk. Kjartan sagði traust ekki fengið á einu augabragði og það hlutskipti að standa vörð um réttarríkið væri ekki alltaf auðvelt og skemmtilegt. „Það er áskorun að afla sér trausts og það þarf að hafa í huga að heiður og orðspor lögmannastéttarinnar endurspeglar ekki bara traust til lögmanna heldur líka trú á réttarkerfið,“ sagði Kjartan. Fréttir af aðalfundi Aðalfundur félagsins fór vel fram og var Reimari Péturssyni þakkað fyrir vel unnin störf í formannstíð sinni. Samþykkt var hækkun árgjalds í 70.000 krónur en upplýsingar um stjórn og nefndir er að finna á heimasíðu félagsins. Anna Lilja Hallgrímsdóttir

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (2018)
https://timarit.is/issue/411941

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (2018)

Handlinger: