Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 11
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/18 11 GÆÐI LAGASETNINGAR SAMHLJÓMUR UM AÐ VANDA TIL VERKA Á málstofu um gæði lagasetningar að morgni Lagadagsins 2018 var meðal annars fjallað um hugtakið „vönduð löggjöf“ og hvort hægt sé að nota mælikvarða á löggjöf til að fylgjast með því hvort gæðastarf innan ráðuneyta og á Alþingi beri árangur. Framsögumenn voru Hafdís Ólafsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands, Hildur Eva Sigurðardóttir forstöðumaður nefndasviðs Alþingis, Páll Hreinsson forseti EFTA- dómstólsins og Víðir Smári Petersen lögmaður hjá LEX lögmannsstofu og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Í panil sátu Bergþóra Halldórsdóttir lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur og prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis. Málstofustjóri var Páll Þórhallsson skrifstofustjóri skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu. F.v. Páll Hreinsson, Hafdís Ólafsdóttir, Hildur Eva Sigurðardóttir, Víðir Smári Petersen, Gunnar Helgi Kristinsson, Bergþóra Halldórsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Páll Þórhallsson.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (2018)
https://timarit.is/issue/411941

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (2018)

Aðgerðir: