Lögmannablaðið - 2018, Page 14

Lögmannablaðið - 2018, Page 14
14 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/18 MATSGERÐIR OG SAKAMÁL Einni málstofu lagadags var skipt í tvennt þar sem annars vegar var rætt um málsforræði versus málshraða og hins vegar voru rökstólar um rannsókn sakamála í stafrænum heimi. Matsgerðir sem sönnunargögn Á fyrri málstofunni, sem var stýrt af Ásgerði Ragnarsdóttur héraðsdómara, var rætt um matsgerðir sem sönnunargögn og takmarkanir á heimild til að fresta máli með hliðsjón af nýlegri dómaframkvæmd Hæstaréttar. Frummælendur voru Viðar Lúðvíksson lögmaður hjá Landslögum, Ragnar Ómarsson byggingafræðingur og formaður Matsmannafélags Íslands og Ásmundur Helgason dómari við Landsrétt. Matsgerðir eru grundvallarsönnunargögn í mörgum málum en nýverið hafa komið upp dæmi þar sem mál hafa dregist svo árum skipti þar sem vinna við matsgerðir hefur gengið hægt eða erfitt hefur verð að afla gagna. Þarna vegast á meginreglan um að hraða skuli málsmeðferð annars vegar og um málsforræði aðila hins vegar. Viðar Lúðvíksson sagði frá því að hann hefði verið lög- maður matsbeiðenda í málum Hæstaréttar nr. 625/2017, 627/2017 og 628/2017, sem eru efnislega samhljóða, en þar felldi Hæstiréttur úr gildi úrskurði héraðsdóms um fresti í yfirgripsmiklum málum til að matsbeiðendur gætu lagt fram beiðni um afhendingu gagna vegna matsgerðar. Sagði rétturinn að skýra yrði 2. mgr. 102. gr. l. nr. 91/1991 um heimild dómara til að veita aðilum frest til að afla gagna, sem ekki hefði verið nægur tími til áður, með hliðsjón af meginreglu um hraða málsmeðferð og 70. gr. stjórnarskrárinnar. Matsbeiðendur hefðu allt frá fyrstu stigum gert sér grein fyrir því að líkur stæðu til þess að þeir myndu þurfa að dómkveðja matsmann en beiðni þar um hafi engu að síður ekki lögð fram fyrr en um einu og hálfu ári eftir þingfestingu málsins. Hæstiréttur rakti einnig framgang matsvinnu og að á þriggja ára tímabili hefðu matsmennirnir ekki hafið vinnu við samningu matsgerða fyrr en á síðustu tveimur mánuðum tímabilsins og að sú vinna sneri aðeins að tiltölulega litlum hluta málanna auk þess sem þeir teldu sér illfært að gera áætlun um hvenær mætti ljúka matinu. Hefði þeim þannig gefist nægilegur F.v. Ásgerður Ragnarsdóttir, Viðar Lúðvíksson, Ragnar Ómarsson og Ásmundur Helgason.

x

Lögmannablaðið

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1670-2689
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
30
Assigiiaat ilaat:
116
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
699
Saqqummersinneqarpoq:
1995-Massakkut
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
2024
Saqqummerfia:
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Lögmannablaðið inniheldur greinar um lagaleg málefni, fréttir og tilkynningar frá Lögmannafélagi Íslands og er sent til allra félagsmanna. Útgáfudagar blaðsins eru í mars, júní, október og desember

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue: 2. tölublað (2018)
https://timarit.is/issue/411941

Link to this page: 14
https://timarit.is/page/7355548

Link to this article: Matsgerðir og sakamál
https://timarit.is/gegnir/991011359159706886

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

2. tölublað (2018)

Actions: