Lögmannablaðið - 2018, Síða 17
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/18 17
kvað Ragnhildur þörf á að bæta gagnsæi við skipun dómara,
einkum varðandi störf dómnefndar sem er falið að meta
hæfi umsækjenda um dómarastöður.
Aðkoma Alþingis neyðarhemill
Björg Thorarensen tók næst til máls og fjallaði um aðkomu
Alþingis að skipun dómara hér á landi. Björg benti m.a.
á að nefnd sú sem fékk það hlutverk að gera tillögur
að nýju fyrirkomulagi við skipun dómara árið 2010 hafi
lagt til að aðkoma Alþingis ætti að verka sem eins konar
neyðarheimill og ef mál færu í þann farveg þyrfti samþykki
aukins meirihluta þingmanna. Þetta hefði þó ekki ratað inn
í löggjöfina þar sem aðeins væri gert ráð fyrir einföldum
meirihluta. Björg vék jafnframt að því að hún teldi fyrir-
komulagið hér á landi andstætt þeim kröfum sem gerðar
væru til sjálfstæðis dómara í lýðræðisríkjum, sem væri og ein
forsenda réttlátrar málsmeðferðar. Að síðustu lýsti Björg
þeirri afstöðu sinni að aðkoma þingsins að skipun dómara
væri vanhugsuð. Í þessu samhengi greindi hún frá því að
skipun dómara væri stjórnarathöfn samkvæmt 13. og 14. gr.
stjórnarskrárinnar. Í því fælist að ábyrgð ráðherra á skipun
dómara væri stjórnarskrárbundin. Ábyrgð ráðherra væri
þó gerð innihaldslaus með þessu fyrirkomulagi sem Björg
taldi andstætt 2. gr. stjórnarskrárinnar, sem væri falið að
tryggja að uppfyllt væru fyrirmæli 70. gr. stjórnarskrárinnar
um réttláta málsmeðferð. Vakti Björg máls á því að skipun
í dómarastöður hér á landi hefði ítrekað valdið deilum í
þjóðfélaginu sem væru til þess fallnar að draga úr trausti
almennings á dómstólum. Hún benti á að það væri nær
óþekkt vandamál á öðrum Norðurlöndum. Hún taldi lítið
stoða að endurskoða reglur um þetta efni á nýjan leik ef
pólitískir valdahafar vantreystu sífellt þeim sem væri falið
að meta hæfi umsækjenda um dómarastöður hverju sinni.
Dómaraskipun má ekki vera pólitísk skiptimynt
Þátttakendur í panil tóku að mestu undir með framsögu-
mönnum og lýsti Reimar Pétursson yfir miklum áhyggjum
af þeirri stöðu sem nú væri uppi. Ingibjörg Þorsteinsdóttir
ræddi um lagaumgjörðina á Norðurlöndum og taldi að
vandi okkar varðandi skipun dómara ætti fremur rætur í
framkvæmd heldur en lagaumhverfi. Í kjölfarið sköpuðust
talsverðar umræður þar sem áheyrendur ýmist spurðu
spurninga eða komu á framfæri sínum sjónarmiðum.
Í dæmaskyni má nefna að einn nefndarmaður í dóm-
nefndinni, sem hafði það hlutverk að gera tillögu að skipun
dómara við Landsrétt, lýsti þeirri skoðun sinni að huga
þyrfti betur að sjónarmiðum úr mannauðsstjórnun við
vinnu nefndarinnar. Vék nefndarmaðurinn einnig að því
að tilgangurinn með því að gera tillögu að 15 dómara-
efnum um 15 dómaraembætti við Landsrétt hefði í raun
verið að létta ráðherranum lífið. Þá tók einn þingmaður
til máls og taldi að krafa um aukinn meirihluta á Alþingi
við dómaraskipun væri ekki endilega góð hugmynd þar
sem þingmönnum gæti dottið í hug að nýta sér þetta sem
pólitíska skiptimynt fyrir önnur mál. Framsögumenn og
þátttakendur í panil svöruðu jafnframt spurningum og
ábend ingum áheyrenda og kom m.a. fram í svörum Reimars
að hann teldi að það fyrirkomulag væri ákjósanlegast að
nefndar álitið yrði bindandi nema það væri beinlínis í
andstöðu við lög.
Ritnefnd
Andri Árnason, hrl.
Edda Andradóttir, hrl., LL.M.
Finnur Magnússon, hrl., LL.M.
Halldór Jónsson, hrl.
Lárus L. Blöndal, hrl.
Sigurbjörn Magnússon, hrl.
Simon David Knight, solicitor
Stefán A. Svensson, hrl., LL.M.
Vífill Harðarson, hrl., LL.M.
Borgartúni 26
105 Reykjavík
580 4400
www.juris.is