Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 18
18 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/18 AF PERSÓNUVERND, STARFSUMHVERFI, FJÖLMIÐLUM, ORKUSÖLU OG #METOO Eggert Páll Ólason lögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni stjórnaði örmálstofum þar sem fjallað var um fimm óskyld og afar spennandi efni. Persónuverndarfulltrúi - hlutverk og ábyrgð Ragna Pálsdóttir persónuverndarfulltrúi Íslandsbanka steig fyrst í pontu og fjallaði um hlutverk og ábyrgð persónuverndarfulltrúa. Opinberum aðilum væri skylt að skipa persónuverndarfulltrúa sem og einkaaðilum að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Ragna fór yfir hvað þarf að hafa í huga þegar fulltrúi er tilnefndur en hann þarf að búa yfir sérþekkingu á persónuverndarlögum ásamt getu til þess að framkvæma þau verkefni sem GDPR (nýja persónuverndarreglugerðin) mælir fyrir um. Fulltrúinn er annað hvort starfsmaður eða verktaki og verður að meta hvort er æskilegra hverju sinni. Ákveðnar leiðbeiningareglur má styðjast við, m.a. að fulltrúi sem jafnframt er starfsmaður hefur meiri innsýn í starfsemi fyrirtækis/stofnunar og slíkt fyrirkomulag er oft æskilegra þegar um er að ræða stærri einingu. Ef fulltrúinn er verktaki þá er oft um hlutastarf að ræða sem er hagkvæmara fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki/stofnanir. Ragna sagði mikilvægt að fulltrúinn væri sjálfstæður í störfum og hefði nauðsynlegar auðlindir og úrræði til að sinna sínum verkefnum. Hans helstu verkefni væru leiðbeiningar-, ráðgjafar-, fræðslu- og eftirlitshlutverk. Eins væri honum heimilt að sinna óskyldum verkefnum F.v. Eggert Páll Ólason og Svala Ísfeld Ólafsdóttir.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (2018)
https://timarit.is/issue/411941

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (2018)

Aðgerðir: