Lögmannablaðið - 2018, Síða 19

Lögmannablaðið - 2018, Síða 19
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/18 19 svo lengi sem þau leiddu ekki til hagsmunaárekstra. Að endingu fjallaði Ragna um að fulltrúinn yrði ekki gerður persónulega ábyrgur ef ákvæðum laganna væri ekki framfylgt. GDPR mælir hins vegar fyrir um refsiábyrgð vegna brota á þagnarskyldu. Fjölskylduábyrgð í starfsumhverfi lögmanna Grímur Sigurðsson lögmaður hjá Landslögum tók næstur til máls og fjallaði um fjölskylduábyrgð í starfsumhverfi lögmanna. Árið 2015 var hann ásamt tveimur öðrum skipaður í starfshóp sem fékk það hlutverk að skrifa skýrslu og svara því hvort og hvernig fjölskylduábyrgð hafi áhrif á gæði starfa lögmanna, hvort unnt væri að minnka neikvæð áhrif og hvort erlend lögmanna- og lögfræðingafélög hafi markað sér stefnu í þessum efnum. Grímur fór yfir helstu niðurstöður og sagði konur almennt verja meiri tíma í umönnun barna og heimilisstörf ásamt því að taka lengra fæðingarorlof. Grímur sagði engar rannsóknir hafa verið gerðar sérstak lega um lögmenn og fjölskylduábyrgð en það mætti ætla að staðan væri ekki betri þar, frekar að hún væri ójafnari vegna þess að lögmannastéttin er karlastétt. Konur eiga erfiðara með að verða eigendur, eru t.d. einungis 20% sjálfstætt starfandi lögmanna, og Grímur velti því upp hvort fjölskylduábyrgðin væri orsökin. Grímur fjallaði um rekstur dómsmála og hvernig reglur um lögmæt forföll, fresti og gagnaskil hafa áhrif á starfsumhverfið. Í héraði gengi þetta vel en Hæstiréttur væri ósveigjanlegri. Grímur dró að lokum saman ályktanir vinnuhópsins sem voru fyrst og fremst að vinnuálagið er of mikið, helmingur fulltrúa getur ekki sinnt fjölskylduábyrgð með góðu móti, starfsumhverfið er ósveigjanlegt og það er ákveðinn kynjahalli. Þetta leiðir af sér atgervisflótta og litla fjölbreytni innan stéttarinnar. Niðurstöður starfshópsins eru í samræmi við niðurstöður svipaðra kannanna á hinum Norðurlöndunum, en þar hafa ýmsar leiðir verið útfærðar til þess að bregðast við, s.s. stuðningur eftir fæðingarorlof, námskeið, hvatningarverðlaun, sveigjanlegri vinnutími og hlutastörf. Dómstólar og fjölmiðlar Skúli Magnússon héraðsdómari og Elva Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar ræddu um samspil dómstóla og fjölmiðla. Skúli velti upp þeirri spurningu hvort dómarar hefðu skilning á hlutverki fjölmiðla. Skúli sagði afstöðu dómstóla til fjölmiðla oft vera neikvæða og að þeim þætti fjölmiðlar oft þvælast fyrir meðferð mála. Fjölmiðlar hafi oft litla sem enga þekkingu á dómsmálum og því verði fréttaflutningur oft ónákvæmur eða rangur. Fjölmiðlar upplifa þetta oft illa og ákveðið gagnkvæmt vantraust ríkir á milli þeirra og dómstóla. Skúli velti því upp hvort slagsíða á ímynd íslenskra dómstóla kæmi til vegna lélegs sambands þeirra við fjölmiðla. Þó svo kunni að virðast við fyrstu sýn þá hafa dómarar fjallað um þetta og látið í ljós þau viðhorf að þeir eigi að tryggja frelsi fjölmiðla og sjá almenningi fyrir upplýsingum til þess að tryggja gagnsæi. Að lokum fjallaði Skúli um nokkrar leiðir til úrbóta, sem væru m.a. birting dóma, aukin upplýsingamiðlun, betra aðgengi, fræðsla og aukið samband milli dómara og fjölmiðla. Elfa sagði fjölmiðla vera vettvang frétta og samfélagslegrar umræðu. Hins vegar væri ákveðinn munur á faglegum fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, þó báðir miðlar væru mikilvægir til þess að upplýsa almenning og til þess að hafa áhrif á viðhorf og umræðu í flóknum og/eða umdeildum dómsmálum. Elfa sagði samfélagsmiðla sífellt fá meira vægi og að hagsmunaaðilar noti þá óspart til þess að hafa áhrif og beita þrýstingi. Upprunaábyrgðir raforku – til útflutnings? Hilmar Gunnlaugsson hjá Sókn lögmannsstofu velti upp þeirri spurningu hvort það stæðist lög að flytja upprunaábyrgðir raforku úr landi. Hilmar sagði lög um upprunaábyrgð raforku heimila það og að Evróputilskipun nr. 2009/28/EB geri ráð fyrir því að þetta sé söluhæf vara. Hilmar sagði svarið hins vegar ekki svo einfalt og að samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar frá júní 2017 hafi raforka á Íslandi verið 99% framleidd úr endurnýjanlegum

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (2018)
https://timarit.is/issue/411941

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (2018)

Gongd: