Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 22
22 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/18 kröfur verða gerðar um ferla til að vakta, meðhöndla og fylgja eftir öryggisfrávikum. Erna fór einnig yfir það hvernig auknar öryggiskröfur kallist á við aukna neytendavernd sem tilskipuninni er ætlað að tryggja. Til að mynda verða gerðar ríkar kröfur um auðkenningu neytenda ásamt því sem endurkröfuréttur er bættur í þeim tilvikum þegar greiðsla telst óheimil. Því næst vék Erna að því hvernig er fjallað um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga í tilskipuninni. Að mestu virðist þar vera um að ræða sömu meginreglur og finna má í almennu persónuverndarreglugerðinni. Ekki liggur hins vegar ljóst fyrir hvaða áhrif hinar nýju reglur munu hafa á íslenskan fjármálamarkað. Til að mynda hvort hið breytta landslag muni leiða til tekjutaps fyrir bankana, hvort fjarskiptafyrirtækin munu koma enn meira inn á þetta svið og hvort erlendir greiðsluþjónustuveitendur munu hasla sér völl hér á landi, t.d. Facebook og Google. Persónuleg fjármála þjónusta – Hversu langt má ganga? Helga Þórisdóttir fór yfir hvaða áskoranir væru fólgnar í fyrirhugaðri opnun á bankastarfsemi að því er varðar vinnslu og meðferð persónu upplýsinga. Hún taldi megin- spurninguna vera hversu langt fyrirtæki og fjármála- stofnanir mættu ganga við söfnun persónu upplýsinga á þessu sviði. Meginmarkmið með almennu persónu- verndarreglugerðinni er forræði og stjórn einstaklinga á eigin upplýsingum. Þetta sé einnig markmiðið með PSD2. Hið sama á við um auknar öryggiskröfur, sem bæði regluverkin byggja á, ásamt því að markmiðið er að tryggja aukna samkeppni og nýsköpun. Sífellt fleiri þjónustur byggja á því að vera klæðskerasniðnar að viðkomandi einstaklingi, t.d. þjónusta Netflix, Amazon og Facebook. Þetta verði hugsanlega einnig nýtt til að veita einstaklingum persónulega fjármálaþjónustu en verðmætið er fólgið í upplýsingum um kaupvenjur þeirra. Helga benti á að bankar ætli að byggja þjónustu sína á snjallsímum, til að mynda breski Atom bank sem hefur upplýst um þá fyrirætlan sína að safna öllum þeim gögnum sem finna má í snjallsímum viðskiptavina sinna til að nota við þjónustuna. Þá er aukin sjálfvirkni einnig að verða að veruleika á sviði bankaþjónustu. Mannleg aðkoma er sífellt að verða takmarkaðri, notkun gríðargagna (e. Big data) hefur aukist og gervigreind og algrímar (e. Algorithm) verða sífellt þróaðri. Þetta hefur áhrif á alla vöru og þjónustu á fjármálamarkaði, s.s. gerð persónusniðs, flokkun viðskiptavina, markaðs- herferðir og vöruþróun. Þá er staðreynd að nethegðun einstaklinga er í dag nýtt við mat á lánshæfi eða greiðslu getu einstaklinga. Helga tiltók einnig að þessar breytingar á fjármálamarkaði kalli á samvinnu og nýtt samstarf. Það verður erfiðara að greina hver er á fjármálamarkaði og hver ekki. Til að mynda munu bankarnir sjálfir fara í samvinnu við aðra aðila sem ekki hafa sinnt slíkri þjónustu. Einstaklingar þurfa því að gæta að þessari nýju heimsmynd til að átta sig á hver veit hvað um þá og hvar eru persónuupplýsingar þeirra eru niðurkomnar. Hér þurfa fjármálafyrirtækin að gæta að því að safna ekki meira af persónuupplýsingum en þörf er á, sem getur þó verið vandasamt, s.s. í tengslum við notkun algríma. Ýmis hættumerki eru einnig uppi en slík upplýsingasöfnun kalli á aukna hættu á netárásum auk þess sem einstaklingar munu eiga erfiðara með að hafa stjórn á eigin persónuupplýsingum. Þá kann aukið eftirlit með hegðun einstaklinga, til að veita þeim tiltekna þjónustu eða fyrirgreiðslu, að leiða til þess að viðkomandi Jónína málstofustjóri lét þátttakendur standa upp og gera nokkrar Müllersæfingar.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (2018)
https://timarit.is/issue/411941

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (2018)

Aðgerðir: