Lögmannablaðið - 2018, Side 23
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/18 23
breytir hegðun sinni gagngert í þeim tilgangi að hafa
áhrif á slíkt. Að síðustu fór Helga yfir helstu nýjungar
með almennu persónuverndarreglugerðinni og þá fram-
tíðar sýn á fjármálamarkaði sem er handan við hornið
– persónuupplýsingar sem gjaldmiðill framtíðarinnar!
Ekki verið að opna fyrir allar upplýsingar úr bönkum
Eftir nokkrar teygjuæfingar undir styrkri stjórn mál stofu-
stjóra ræddi Hallgrímur Ásgeirsson um þá staðreynd
að PSD2 væri þó ekki að opna fyrir allar upplýsingar úr
bönkum. Um væri að ræða opnun á upplýsingum um
greiðslureikninga, þ.e. upplýsingar sem nauðsynlegar eru
til að veita greiðsluþjónustuna. Georg Lúðvíksson fjallaði
því næst um fyrirtækið Meniga sem hann stofnaði fyrir níu
árum síðan. Hugmyndin að baki Meniga hefði verið að
aðstoða einstaklinga við að skipuleggja heimilisfjármálin.
Hann sá að nýta mætti upplýsingatæknina til að bæta
fjármálahegðun fólks en til þess þurfi fyrirtækið aðgang
að gögnum sem liggja í bönkunum og því hafi starfsemin
verið mjög í anda þess sem nú er stefnt að með PSD2.
Meniga hefur einnig ávallt gætt þess að einstaklingar hafi
forræði á eigin persónuupplýsingum og þar af leiðandi
byggir vinnsla upplýsinganna á samþykki. Hið flókna í þessu
er að tryggja að hægt sé að útskýra fyrir einstaklingum með
fullnægjandi hætti hvernig gögnin eru notuð.
Um innleiðingu í íslensk lög og samræmi
Rætt var nánar um hvort fyrirhugað væri að nýtt frumvarp
um innleiðingu almennu persónuverndarreglugerðarinnar
myndi taka gildi um svipað leyti hér á landi og innan ESB.
Ef eitthvert misræmi yrði að þessu leyti var nefnt að gripið
yrði til tiltekinna ráðstafana varðandi EFTA ríkin þannig
að hagsmunir einstaklinga og fyrirtækja yrðu tryggðir.
Helga fór yfir það starf sem Persónuvernd hefur sinnt í
aðdraganda hinnar nýju löggjafar. Áherslan hefði verið
nokkuð á hinar nýju sektarheimildir en hún áréttaði að þær
væru hugsaðar sem ákveðin endalausn sem þyrfti vonandi
ekki að koma til.
Nokkur umræða skapaðist í lokin, til að mynda varðandi
samspil greiðsluþjónustutilskipunarinnar og almennu
persónu verndar reglugerðarinnar og ástæða þess að
hugtakaskilgreiningar hafi ekki verið að fullu samræmdar,
t.d. varðandi hugtakið „samþykki“. Kom fram að hugsanlega
væri hægt að samræma þetta í innleiðingarferlinu, s.s.
þannig að ný löggjöf um greiðsluþjónustu myndi taka
mið af hugtakaskilgreiningum í almennu persónu verndar-
reglugerðinni og löggjöf sem af henni mun stafa.
Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Georg fór að lokum yfir hvernig þessar nýju reglur hafa
áhrif á bankaþjónustu. Bretland væri mjög framarlega
á þessu sviði og mætti kalla leiðandi í Evrópu á sviði
fjártækniþjónustu. Mikill fjöldi fjártæknifyrirtækja væri
starfandi í Bretlandi og sum þeirra væru jafnvel einnig
að sækja inn á svið bankanna með því að sækja um
bankaleyfi. Meniga hafi í samstarfi sínu við bankana
hjálpað þeim að bregðast við hinni nýju samkeppni. Þá
séu sumir bankar að vinna eftir því að geta veitt meira af
upplýsingum til fjártæknifyrirtækja og jafnvel hætta alfarið
með framendaþjónustu sína á meðan aðrir bankar veiti
auknu fjármagni til heimabankaþjónustu sinnar. Georg
nefndi að nokkur óvissa væri fólgin í því hvernig hinar nýju
reglur verði túlkaðar, s.s. varðandi hvernig einstaklingar
eru fræddir til að tryggja að samþykki þeirra fyrir vinnslu
persónuupplýsinga teljist upplýst. Hallgrímur benti á í
þessu sambandi að það kynni að taka tíma að slípa hina
nýju löggjöf til að því er varðar hvernig reglurnar skulu
túlkaðar og að persónuverndarstofnanirnar í Evrópu munu
þurfa að taka tillit til þess. Þátttakendur voru sammála um
að í hinu nýja regluverki væru fólgin mikil tækifæri fyrir
aðila á fjármálamarkaðinum og að miklar breytingar væru
handan við hornið.
Ingvi Snær Einarsson lögmaður