Lögmannablaðið - 2018, Page 24

Lögmannablaðið - 2018, Page 24
24 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/18 FRAMTÍÐARMÁLSTOFA UM 4. IÐNBYLTINGUNA Við erum stödd í fjórðu iðnbyltingunni og fyrir liggur að flest störf muni breytast. Á lagadeginum fjallaði framtíðarmálstofa um gervigreind, gagnagnótt, rekstrarumhverfi lögmannsstofa á breyttum tímum, kubbakeðjur og hvernig menntun og undirbúningur lögfræðinga þarf að taka mið af þeirri öru þróun sem hafin er. Fyrirlesarar voru Heimir Örn Herbertsson lögmaður og sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Helga Kristín Auðunsdóttir lektor og varaforseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst, Mårten Janson frumkvöðull í Finnlandi, Bjarni Þór Bjarnason lögmaður hjá Deloitte og Ragnar Tómas Árnason lögmaður hjá LOGOS og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands. Málstofunni stýrði Eva Halldórsdóttir lögmaður hjá Lögmönnum Lækjargötu. F.v. Eva Halldórsdóttir, Helga Kristín Auðunsdóttir, Heimir Örn Herbertsson, Bjarni Þór Bjarnason og Ragnar Tómas Árnason. Á skjánum er Mårten Janson.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.