Lögmannablaðið - 2018, Qupperneq 26
26 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/18
farið að nýta sér gervigreind og sjálfvirkni í störfum sem
áður tóku nokkra aðila óratíma að vinna. Hvað sem öllu liði
væru tölvur allt að einu enn afar lakar í ,,common sense“.
Kubbakeðjan
Að lokum útskýrði Ragnar Tómas Árnason kubbakeðju-
tækni (e. blockchain) á mannamáli og hvernig slík
færslukerfi munu, ef svo fer sem horfir, valda straumhvörfum
í viðskiptalífinu. Ragnar telur áhrif tækninar jafnvel geta
svipað til áhrifa tilkomu internetsins í sínum tíma. Ragnar
fór yfir tengsl rafmyntarinnar bitcoin og blockchain en
myntin byggir á kubbakeðjutækni en hvoru tveggja voru
kynnt til sögunnar árið 2008 og kubbakeðjan þá sem
færslukerfi fyrir rafmyntina. Aðalmarkmið kubbakeðja er
örugg, skilvirk og varanleg rafræn sönnun á færslum og
býður hún upp á margvíslega möguleika. Kubbakeðjur
má til að mynda nota til að halda utan um skuldir og
innstæður með tryggum hætti. Þannig hafa aðilar, m.a. í
Bandaríkjunum, hafið að gefa út skráð og óskráð hlutabréf
í gegnum kubbakeðju. Ljóst má vera að nauðsynlegt er
að lögfræðingar tileinki sér skilning á viðskiptum og
gerningum sem nota kubbakeðjutækni og hvernig þessi
tækni virkar en við eigum nú þegar aðkomu að viðskiptum
og gerningum þar sem kubbakeðjur eru notaðar. Þegar
kemur að úrlausn ágreiningsmála þar sem kubbakeðjur
eiga í hlut, eða ágreiningur lagður fyrir dómstóla, er
einsýnt að lögmenn, lögfræðingar og dómarar þurfa að
hafa grunnskilning á þessum viðskiptum sem og þeim
gerningum sem nota kubbakeðjutækni í stjórnsýslu,
viðskipta lífinu og fyrir dómstólum.
Í lokin
Öllum framsögumönnum bar saman um að áhrifa fjórðu
iðnbyltingarinnar væri þegar farið að gæta í störfum okkar
en ómögulegt væri þó að spá fyrir um þróunina með
nokkurri vissu. Ljóst er að þeir sem kjósa að nýta sér þá
möguleika sem tæknin býður upp á öðlast með því forskot
á aðra lögfræðinga í heimi sívaxandi samkeppni.
Katrín Smári Ólafsdóttir hdl.
Reykjavík • London
Suðurlandsbraut 4, 3. hæð, 108 Reykjavík
Sími 414 4100 · Fax 414 4101 · www.law.is