Lögmannablaðið - 2018, Qupperneq 27

Lögmannablaðið - 2018, Qupperneq 27
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/18 27 LAGADAGUR AÐ KVÖLDI Eins og venjulega var mikið um dýrðir að kvöldi Lagadags þegar lögfræðingar landsins flykktust prúðbúnir í Hörpuna til að njóta samveru, matar, drykkjar og skemmtunar á heimsmælikvarða. Matur var ekki af verri endanum þar sem reykt lamb, andabringa og suðræn mangómús komu við sögu. Jónína S. Lárusdóttir formaður Lögfræðingafélags Íslands setti samkomuna og fól Loga Bergmann stjórnina. Hljómsveitin Hjartastuðtæki vonda hljómsveitar stjórans, undir styrkri stjórn Jóhannesar Karls Sveinssonar, tók nokkur lög, þar á meðal gamlan slagara með nýjum texta sem heitir „Það fær enginn allt sem hann vill (hlutverk lögmanna og dómara)“. Innihald textans fjallar um klögur og kærur, nágrannaskærur, umsókn starfa hjá Landsrétti og fleira sem hefur verið í eldlínunni þetta árið. Vel gert! Laganeminn Hrafnkell Ásgeirsson kom, sá og sigraði lögfræðinga landsins með uppistandi.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.