Lögmannablaðið - 2018, Qupperneq 29

Lögmannablaðið - 2018, Qupperneq 29
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/18 29 Hvernig kom það til að þú ákvaðst að bjóða þig fram til formennsku? Þegar komið var að máli við mig í vetur þá ákvað ég, eftir töluverða umhugsun, að slá til. Ég hef talsvert komið að starfi félagsins í gegnum tíðina, var varamaður í úrskurðarnefnd lögmanna frá 2005 til 2015 og var varamaður í stjórn félagsins árið 2014 en sat nær alla fundi þar sem einn stjórnarmanna hætti lögmennsku. Síðan var ég aðalmaður í stjórn 2015 til 2017, þar af sem varaformaður síðara árið. Einnig kom ég að stofnun FKL, félags kvenna í lögmennsku, og sat þar í stjórn um tíma. Ég þekki því ágætlega til félagsins og starfsemi þess og hef mikinn áhuga á að vinna að málefnum lögmanna og réttarkerfisins. Nú ert þú önnur konan til að gegna formennsku í félaginu, af hverju heldur þú að þær hafi ekki verið fleiri? Þetta er reyndar mjög góð spurning, sérstaklega í ljósi þess að nú er hlutfall kvenna í félaginu um 31% og það mun aukast. Ég get þó ekki svarað henni. Í gegnum tíðina hafa fáar konur tekið þátt í störfum LMFÍ en sem betur fer hefur það breyst á síðustu misserum og árum Ljósmynd: M. Flóvent Nafn: Berglind Svavarsdóttir lögmaður. Vinnustaður: Lögfræðistofa Reykjavíkur. Hve lengi hefur þú stundað lögmennsku? 22 ár. Hver eru helstu áhugamál þín? Lestur, fjallgöngur og skíði. Fjölskylduhagir? Eiginmaður minn, Friðfinnur Hermannsson, lést af völdum krabbameins í apríl 2017. Börn: Á tvo syni, 26 ára og 21 árs, og eina dóttur 16 ára.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (2018)
https://timarit.is/issue/411941

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (2018)

Iliuutsit: