Lögmannablaðið - 2018, Qupperneq 32
32 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/18
að breyta og ég varð fyrir vonbrigðum með að menn hafi
ekki notað tækifærið við stofnun Landsréttar til að smeygja
sér inn á tækniöldina.
Þá tel ég að það þurfi að endurbæta reglur um réttaraðstoð
og gera hana virkari og raunhæfari en fyrir stuttu síðan kom
út mjög athyglisverð skýrsla um gjafsóknarmál á vegum
LMFÍ. Það er óneitanlega aðfinnsluvert þegar fólk með
100% örorkubætur fær ekki gjafsókn vegna of hárra tekna.
Þá finnst mér að eigi að skoða leiðir til réttaraðstoðar vegna
reksturs mála fyrir úrskurðarnefndum en slík mál geta
varðað gríðarlega hagsmuni og eru tímafrek og kostnaðar-
söm.
Samheldni og samvinna félagsmanna
Hvernig finnst þér ásýnd lögmanna og lögmannafélagsins eiga
að vera?
Ásýndin á að endurspegla traust, heiðarleika, réttsýni og
yfirvegun. Lögmenn eiga að tileinka sér góða lögmannshætti
og koma fram við aðra með virðingu og kurteisi.
Hvernig viltu sjá lögmannafélagið þróast á næstu misserum?
Starf félagsins á að vera sýnilegt og aðgengilegt fyrir hinn
almenna félagsmann. Lögmenn eru eins mismunandi og
þeir eru margir og rekstrarform og verkefni þeirra ólík
en félagið á að beita sér fyrir sameiginlegum hagsmunum
lögmanna. Lögmannafélagið sinnir lögboðnu eftirlits- og
agavaldi en það á einnig að stuðla að samheldni og góðri
samvinnu félagsmanna. Þá er margt framundan með
aukinni alþjóðavæðingu, aukinni tækni og sífellt flóknara
reglu verki og við þurfum að sjá til þess að menntun
lögmanna og starfsumhverfi taki mið af því og sé í stöðugri
þróun og endurskoðun í þeim fjölbreytilega heimi sem
við lifum í.
Í lokin, ætlar þú að vera sýnilegur formaður og taka þátt í
samfélagsumræðunni og í fjölmiðlum?
Ef það hefur þýðingu fyrir hagsmuni félagsins og félags-
manna þá geri ég það.
Ásar – þýðingar og túlkun slf
Eftirfarandi þýðendur og túlkar starfa innan vébanda
Ása – þýðinga og túlkunar slf:
Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi
Bjarni Gunnarsson, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi
Niels Rask Vendelbjerg, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi
Jóhann Guðnason, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi
Matthías M. Kristiansen, þýðandi
Gísli S. Ásgeirsson, þýðandi
Almennar og löggiltar þýðingar, dóm- og ráðstefnutúlkun, textaráðgjöf.
Aðili að rammasamningi Ríkiskaupa (RK-14.10).
Ásar – þýðingar og túlkun slf » Skipholti 50b » sími: 562-6588 » netf: ellening@simnet.is