Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 12
12 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/20 HUSMAN KAVALA, TYRKLAND OG MANNRÉTTINDA- DÓMSTÓLL EVRÓPU RAGNAR AÐALSTEINSSON, LÖGMAÐUR Einn þeirra sem fangelsaður var er Husman Kavala. Hann fæst við viðskipti en er einkum þekktur sem baráttumaður fyrir mannréttindum, lýðræði og umhverfisvernd. Í því hlutverki hefur hann tekið þátt í fjölmörgum frjálsum félagasamtökum og stofnað og leitt sum þeirra. Kavala var handtekinn og settur í gæsluvarðhald hinn 18. október 2017 sakaður um brot gegn ákvæðum hegningarlaga um bann við valdaráni og aðför að stjórnskipuninni. Gæsluvarðhald Kavala hefur verið framlengt allt til þessa dags. Kavala skaut máli sínu til Stjórnskipunardómstóls Tyrklands enda taldi hann lagaskilyrði frelsissviptingar ekki uppfyllt, þar sem ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna fram á rökstuddan grun um refsiverð brot hans. Kavala hafði ekki erindi sem erfiði fyrir réttinum. Hinn 19. febrúar 2019 gaf ákæruvaldið út ákæru á hendur Kavala og 15 öðrum þar sem honum var einkum gefið að sök að hafa gert tilraun til valdaráns með valdbeitingu og ofbeldi. Í ákæruskjalinu endurspeglast sakfellandi ummæli Erdogan um Kavala í tveimur opinberum ræðum, sem hann flutti nokkru áður en ákæran var gefin út. Kavala leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu hinn 8. júní 2018 vegna frelsissviptingarinnar. Hann bar einkum fyrir sig 1. mgr. 5. gr. MSE, þar sem skilyrði handtöku og gæslu eru m.a. að á sakborningi hvíli rökstuddur grunur um afbrot. Jafnframt vísaði hann til 18. gr. sáttmálans sem kveður á um að takmarkanir á réttindum og frelsi sem sáttmálinn heimilar skuli ekki beitt í öðru skyni en fyrir er um mælt. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins hinn 10. desember 2019 (application no. 38749/18) var að ekki hefði verð sýnt fram á þátttöku Kavala í þeirri refsiverðu háttsemi sem hann var sakaður um og þar af leiðandi hefði ekki verið uppi rökstuddur grunur, hvorki þegar hann var handrekinn né síðar eins og áskilið er í 1. mgr. 5. gr. MSE. Kavala rökstuddi tilvísun sína til 18. gr. sáttmálans m.a. með því að á bak við frelsissviptinguna hafi búið annarlegur TVEIR NÝLEGIR ATBURÐIR Í TYRKLANDI OG EFTIRMÁLAR ÞEIRRA HAFA VAKIÐ ALÞJÓÐAATHYGLI. SÁ FYRRI TENGIST MÒTMÆLUM UMHVERFISSINNA OG FLEIRI GEGN BYGGINGU VERSLUNARMIÐSTÖÐVAR Í GEZI GARÐINUM Í ISTANBUL Í MAÍ 2013, SEM LEIDDI TIL MÓTMÆLAÖLDU Í FJÖLMÖRGUM BÆJUM OG BORGUM LANDSINS. HINN SEINNI ER TILRAUN HLUTA HERSINS TIL VALDARÁNS 15. JÚLÍ 2016, EN Í FRAMHALDINU VORU ÞÚSUNDIR BORGARA HANDTEKNAR, FANGELSAÐAR OG LÖGSÓTTAR, ÞEIRRA Á MEÐAL FJÖLDI LÖGMANNA.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.