Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 25
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/20 25 -What is this? spurði dyravörðurinn og horfði á töluna 12 sem virtist ekki hafa neina þýðingu. Þá svaraði Jón: -This is 12 O´Clock. Gangandi síðasta spölinn Jón E. Ragnarsson var eitt sinn í málaferlum þar sem Sigurður Ólafsson gætti hagsmuna mótherjans. Þeir ákváðu að verða samferða á Suðurland, þar sem málaferlin fóru fram, og ók Sigurður. Jón lýsti ferðinni þannig að Sigurður hefði haft mjög sérkennilegar umferðarreglur í heiðri því hann hefði augljóslega talið að hvíta strikið á veginum ætti að vera undir miðjum bílnum. Þegar þeir nálguðust áfangastað þá stoppaði Sigurður og bað Jón um að fara út og koma gangandi restina því hann taldi það ekki falla í góðan jarðveg hjá skjólstæðingi sínum ef að hann kæmi á staðinn og sjálfur óvinurinn sæti við hliðina á honum. Og það þurfti Jón að gera, koma gangandi síðasta spölinn! Fulltrúi ræður sig í vinnu í partýi Haustið 1977 var nýútskrifuðum konum í lögfræði boðið af starfandi konum í stétt lögfræðinga til Svölu Thorlacius. Það var bæði gaman og vel veitt en þegar leið á kvöldið birtist Gylfi, eiginmaður Svölu, ásamt hópi lögfræðinga sem voru að koma úr veislu. Í hópnum var meðal annars Jón E. Ragnarsson og Lára V. Júlíusdóttir fór að spjalla við hann. Á þessum tíma var hún með lítið barn og að kenna í Verslunarskólanum en hafði áhuga á því að ráða sig á lögmannsstofu hálfan daginn. Það varð úr að Lára réði sig til Jóns þarna um kvöldið og var ákveðið að hún myndi byrja stundvíslega klukkan eitt mánudeginum. Lára fór hin glaðasta heim og mætti svo stundvíslega á Túngötuna eftir helgina. Þar sat Jón E. við stóra skrifborðið sitt og kannaðist greinilega ekkert við hana. Lára heilsaði og sagði: -Ég er mætt! -Já, jú, og bíddu við..., svaraði Jón. -Manstu ekki, við hittumst á föstudaginn og þú sagðir mér að mæta til vinnu í dag? Og þá rifjaðist þetta upp fyrir honum. Hann fór með Láru inn á kaffistofu þar sem var lítið skrifborð úti í horni og ritvél. Lára var síðan fulltrúi hjá Jóni E. í fimm ár. Skreyti Eitt sinn sendi Jón E. Ragnarsson þetta skeyti: Enver Hoxa The Republic of Albania Due to disput, you are urgently needed at Frakkastígur 12, gengið inn Grettisgötumegin. Flaska fyrir jólin Jón E. Ragnarsson og Jón Oddsson tókust eitt sinn á um kröfur í einkamáli. Rétt fyrir jól var málið flutt og sagði Jón Oddsson við skjólstæðing sinn eftir ræðuna að þetta liti nú ekki vel út. Skjólstæðingurinn kom til hans og spurði hvort það myndi eitthvað liðka fyrir málinu ef hann sendi sherrýflösku og konfektkassa til dómarans fyrir jól. Jón Oddsson horfir á skjólstæðing sinn og sagði: Ertu vitlaus maður, veistu hvernig því gæti verið tekið? Svo líða jólin og það kom dómur sem var manninum mjög að skapi. Þá sagði skjólstæðingurinn við Jón Oddsson: -Ég sagði þér að það borgaði sig að senda dómaranum gjöf fyrir jólin! -Sendir þú virkilega dómaranum gjöf fyrir jólin? spurði Jón hissa. -Já, í nafni Jóns E. Ragnarssonar. Eyrún Ingadóttir tók saman

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.