Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 26
26 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/20 HVAÐ LÍÐUR TÆKNIVÆÐINGU DÓMSTÓL ANNA? Rafræn sending gagna Vísir að svokallaðri réttarvörslugátt var opnaður sumarið 2019 þar sem skila má gögnum til dómstóla með öruggum rafrænum hætti í gegnum kerfið „signet transfer“. Að sögn Símonar Sigvaldasonar var byrjað á því að senda gögn í gegnum kerfið frá lögreglu til héraðsdómstólanna: „Fljótlega bættist saksóknaraembættið við og síðan hafa öll gögn milli dómstóla, lögreglu og saksóknara verið send með þessum hætti. Í framhaldinu var samið um það við ráðuneytið að notast við þessa gátt til að senda eða fá send viðkvæm gögn í einkamálum og eins til að koma gögnum til sérfróðra meðdómenda. Nú er hins vegar byrjað á því að koma réttarvörslugáttinni í gegnum Island.is vefinn en það verkefni er á vegum stjórnvalda,“ sagði Símon. Spennandi tilraunatímar Þann 1. október næstkomandi hefst tilraun með að senda gæsluvarðhaldsbeiðnir rafrænt á milli lögreglu og Héraðsdóms Reykjavíkur. Símon sagðist mjög spenntur fyrir þessu verkefni: „Í einn mánuð munu tveir dómarar og tveir dómritarar við Héraðsdóm Reykjavíkur sinna gæsluvarðhaldsúrskurðunum og vera í stöðugu sambandi við þá sem eru að smíða kerfið en mikilvægast er að öll kerfin, hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum, „tali saman“. Svo þarf að breyta gæsluvarðhaldsúrskurðunum en í dag taka dómarar kröfuna frá lögreglu og hafa sem hluta af málsástæðum áður en þeir semja niðurstöðukaflann. Hugmyndin er að lýsing ákæruvaldsins, um hvað hinn grunaði hafi brotið af sér, standi eins og hún kom en niðurstaðan verði það eina sem komi frá dómara. Athugun hefur farið fram á þessu í réttarfarsnefnd og allir eru sammála um að þetta gangi án lagabreytingar.“ Á SÍÐASTA ÁRI HÓFU STJÓRNVÖLD AÐ BÆTA TÆKNILEGAN AÐBÚNAÐ DÓMSTÓLANNA OG MEÐAL ANNARS VAR NÝTT MÁLASKRÁRKERFI TEKIÐ Í NOTKUN SEM VERÐUR GRUNNUR AÐ RAFRÆNNI MÁLSMEÐFERÐ Í FRAMTÍÐINNI. NÚ FLÆÐA GÖGN RAFRÆNT Á MILLI HÉRAÐSDÓMSTÓLANNA OG LANDSRÉTTAR EN LÖGMANNABLAÐIÐ ATHUGAÐI HVAÐ TÆKNIVÆÐINGU DÓMSTÓLANNA LIÐI AÐ ÖÐRU LEYTI OG RÆDDI VIÐ SÍMON SIGVALDASON DÓMSTJÓRA OG INGIBJÖRGU ÞORSTEINSDÓTTUR HÉRAÐSDÓMARA VIÐ HÉRAÐSDÓM REYKJAVÍKUR.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.