Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 18
18 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/20 Námssjóður LMFÍ sinnir fræðslu- og endurmenntunarmálum lögmanna en samkvæmt skipulagsskrá er heimilt að veita fé úr sjóðnum til annarra verkefna sem stuðla að aukinni menntun lögmanna ef sérstakar ástæður eru til að mati stjórnar. Stefnt er að því að veita styrki til lögfræðilegra rannsókna eða útgáfu fræðirita en á móti muni styrkþegar halda námskeið um efnið á vegum félagsins og hagnaður af þeim rennur aftur í námssjóð að hluta til. Þannig munu fjármunir sjóðsins nýtast til fræðaskrifa á þeim sviðum sem koma sér vel fyrir lögmannastéttina og félagsmenn geta síðan sótt námskeið um efnið. NÁMSSJÓÐUR LMFÍ STYRKIR FRÆÐASKRIF Stjórn námssjóðs LMFÍ ákvað í sumar að styrkja höfunda fræðiritsins Eignaréttur II um kr. 1.200.000,- gegn því að höfundar kenni, eða útvegi kennara, á námskeiðum félagsins um efnið næstu misseri. Þetta er í fyrsta skipti sem námssjóður styrkir samningu fræðirits með þessum hætti en vænta má að fleiri sambærilegir styrkir verði veittir í framtíðinni. Bókasafn fortíðar Á síðustu áratugum 20. aldar gaf námssjóður út nokkrar bækur. Síðan þá hefur sjóðurinn einbeitt sér að því að styðja við bókasafn LMFÍ en þar sem sífellt færri nýta sér safnið hefur nú verið ákveðið að hætta kaupum á bókum og áskriftum að rafrænum gagnasöfnum. Enn um sinn verður þó safnið á sínum stað og leitarhæft á www.leitir.is. Þeir sem hafa áhuga á því að sækja um styrk geta sent erindi á lmfi@lmfi.is EI ekki úrskurðar. Má sem dæmi nefna Hrd. 695/2016 þar sem kærð var ákvörðun héraðsdóms um að fella mál niður að því er varðaði einn aðila. Í 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála kemur fram að úrskurður um að mál verði fellt niður sæti kæru til Landsréttar (þá Hæstaréttar). Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði eftirfarandi: „Sem áður greinir kvað héraðsdómari ekki upp úrskurð um að málið yrði fellt niður hvað varðar [einn aðila], heldur tók hann ákvörðun um það, sem færð var í þingbók, sbr. 3. mgr. 105 gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt ótvíræðu orðalagi í upphafi 1. mgr. 143. gr. laganna eru það eingöngu úrskurðir héraðsdómara um nánar tilgreind efni, sem geta sætt kæru til Hæstaréttar, en ekki ákvarðanir hans um þau. Brestur því heimild fyrir kæru sóknaraðila.“ Réttur til þess að kæra úrlausn héraðsdóms ræðst þannig ekki af því hvort málið sé í raun þess eðlis að það sé kæranlegt heldur af þeim búningi sem dómari kýs að klæða niðurstöðuna í. Þessi aðstaða er verulega óheppileg svo ekki sé dýpra tekið í árinni. Að sjálfsögðu ætti eðli ágreiningsefnis að ráða því hvort ákvörðun sé kæranleg en ekki geðþóttaákvörðun dómara um að kveða upp ákvörðun í stað úrskurðar. Með því einu að kalla úrlausn ranglega ákvörðun getur dómari þannig í reynd breytt réttarfarslögum. Réttari nálgun væri að miða við raunverulegt efni úrlausnar þannig að æðri dómur myndi taka við og fjalla um kæru á álitaefni sem í eðli sínu er kæranleg, burtséð frá því hvað dómari kallar úrlausn sína. Daníel Isebarn Ágústsson.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.