Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 28
28 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/20 COVID RÉTTARFAR: BRÁÐABIRGÐA HEIMILDIR UM RAFRÆNA MEÐFERÐ DÓMSMÁLA Með ákvæðum breytingalaganna er í fyrsta lagi að finna ákvæði sem breyta ákvæðum ýmissa laga til þess að heimila rafræna meðferð mála á stjórnsýslustigi. Í öðru lagi hafa ákvæði þeirra að geyma ný bráðabirgðaákvæði við lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála og lög nr. 88/2008 um meðferð sakamála þar sem umfangsmesta breytingin er sú að málsmeðferð fyrir dómi megi fara fram með fjarfundarbúnaði og að framlagning sönnunargagna geti farið fram með rafrænum hætti. Ákvæði 2. mgr. 5. gr. laganna kveða á um bráðabirgða- heimild fram til 1. október 2020 til þess í fyrsta lagi að lögregla megi taka skýrslu af sakborningi og vitnum á rannsóknarstigi við rannsókn sakamála á fjarfundi. Í öðru lagi er í 3. mgr. ákvæðisins að finna heimild fyrir dómara að ákveða fram til 1. október 2020 að aðalmeðferð og önnur þinghöld þ.m.t. skýrslugjöf sakbornings, ákærðu og vitna fari fram á á fjarfundi, enda verði þinghaldi háttað þannig að allir viðkomandi aðilar heyri þau orðaskipti sem fara fram. Þetta skuli teljast fullnægjandi mæting af hálfu málsaðila en þó er gert að skilyrði að skýrslugjöf ákærða, sakbornings og lykilvitna skuli fara fram á fjarfundi með hljóð og mynd. Í ákvæði 4. mgr. ákvæðisins er að finna heimild fyrir rafræna framlagningu skjala og sýnilegra sönnunargagna fram til 1. október 2020, enda verði dómstól sendur í pósti án ástæðulauss dráttar tilskilinn fjöldi eintaka skjala og annarra sýnilegra sönnunargagna. Þá er málsaðila skylt að afhenda gagnaðila samtímis og með sama hætti skjöl og sýnileg sönnunargögn sem þannig eru afhent dómstól. Ákvæði 6. gr. laganna hefur að geyma samsvarandi heimild fyrir rafrænni málsmeðferð og framlagningu skjala og annarra sýnilegra sönnunargagna við meðferð einkamála en þó er viss munur þar á. Í 2. mgr. ákvæðisins er heimilt að aðalmeðferð og þinghöld einkamála annarra en þingfesting almennra einkamála fari fram á fjarfundi og þá er kveðið á um það að skýrslur af málsaðilum á vitnum og málsaðilum skuli fara fram á fjarfundi með mynd og hljóði ef þess er kostur. Í 4. mgr. ákvæðisins er kveðið á um að heimild til þess að viðhafa rafræna málsmeðferð og framlagningu skjala taki til meðferða þeirra einkamála sem rekin eru fyrir dómstólum samkvæmt heimild í öðrum lögum að því leyti sem þar er Alþingi samþykkti hinn 30. apríl sl. lög nr. 32/2020 um breytingu á ýmsum lögum til að heimila framlengingu fresta og rafræna meðferð mála hjá sýslu mönnum og dómstólum o.fl. Fyrr greind lög voru sett samkvæmt því sem kemur fram í almennum athuga semdum í greinargerð til þess að breyta ákvæðum ýmissa laga til þess að bregðast við þeirri óvissu í samfélaginu sem heimsfaraldur kórónaveiru hefði í för með sér.1 1 Þau lög, sem breytt var með ákvæðum fyrrnefndra laga nr. 32/2002 heyra undir málefnasvið dómsmálaráðuneytisins utan ein

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.