Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 27
Mun þetta leiða af sér tímasparnað? „Já, það er örugglega stærsti þátturinn þar sem ekki þarf að slá inn upplýsingarnar aftur. Ef allt gengur síðan upp með gæsluvarðhaldsbeiðnirnar þá bætast önnur rannsóknarmál við s.s. húsleitir og handtökur, lögræðismálin … hver málaflokkurinn á fætur öðrum mun bætast við. Svo endum við á sakamálunum og einkamálunum. Þetta er mjög spennandi og allir eru mjög áhugasamir,“ sagði Símon. Fjarfundabúnaður í fyrirtökum Í kjölfar Covid jókst notkun fjarfundabúnaðar í fyrirtökum dómsmála. Ingibjörg Þorsteinsdóttir sagðist helst nýta Teams í millifyrirtökur og undirbúning aðalmeðferðar eða ræða við lögmenn í gegnum síma: „Út frá öryggissjónarmiðum er ekkert því til fyrirstöðu að nota Teams enda eru fyrirtökur opnar í flestum málum. Kostir þess að nýta fjarfundarbúnað í fyrirtökum eru margvíslegir og snúa fyrst og fremst að skilvirkni og gæðum. Með þessum hætti sparast talsverður tími, bæði hjá dómara og lögmönnum sem unnt er að nýta til raunverulegrar úrvinnslu málsins. Svo hafa lögmenn sem starfa á landsbyggðinni lýst ánægju með þetta fyrirkomulag, enda mun árangursríkara að þeir sjálfir séu viðstaddir fyrirtöku mála í stað þess að senda lögmann fyrir sig sem er kannski ekkert inn í málinu. Í raun er ekkert því til fyrirstöðu að vera með allt nema aðalmeðferð í fjarfundi enda eru gögn ýmist send með tölvupósti eða í gegnum réttarvörslugáttina,“ sagði Ingibjörg. Símon sagði að dómarar hefðu verið hvattir til að nýta sér tæknina en það væri þó misjafnt í hve miklum mæli þeir gerðu það. Þótt að skjáir séu komnir upp í flestum dómsölum þá eru þeir enn sem komið er eingöngu notaðir til að varpa upp skjölum en ekki er búið að tengja hugbúnað og hefja rafræna málsmeðferð úr sal eða taka skýrslur af vitnum í gegnum hljóð og mynd. Ástæðan að sögn Símonar er sú að sá hágæða hug- og tæknibúnaður, sem uppfyllir öll öryggissjónarmið, er dýr og verið er að athuga hvort hann sé útboðsskyldur. „Við erum þó með fjarfundarbúnað í dómsal 103 í Héraðsdómi Reykjavíkur sem tengist fangelsunum á Hólmsheiði og Litla-Hrauni og er notaður til að taka skýrslur af mönnum og framlengja gæsluvarðhald svo ekki þurfi að flytja fanga á milli. Dómstólasýslan er síðan að láta setja upp búnað í sal hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti í tilraunaskyni en hann þarf að „tala saman“ við upptökukerfið okkar svo ekki verði réttarspjöll,“ sagði Símon að lokum. INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR SÍMON SIGVALDASON LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/20 27

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.