Aðventfréttir - mar. 2014, Síða 6
6
samanstendur af mörgum limum sem
hafa ólíkan starfa. Séð frá mismunandi
sjónarhornum getur sami líkami litið
út á mismunandi vegu. Stefnir þetta
einingu kirkjunnar í hættu?
Veitum eftirfarandi tilvitnun frá Ellen
White athygli: „Við getum ekki haldið
því fram að eining kirkjunnar standi og
falli með því að við skiljum sérhverja
ritningargrein á nákvæmlega sama hátt.
Kirkjan getur samþykkt yfirlýsingu á
yfirlýsingu ofan til þess að setja niður
öll ósætti sem spretta af mismunandi
skoðunum, en við getum ekki þvingað
hugann eða viljann sem er uppsprett
ágreinings okkar. Þessar samþykktir
geta hulið ágreining okkar, en þeim er
ógerlegt að eyða honum eða að koma
á fullkominni einingu. Ekkert getur
fullkomnað einingu kirkjunnar nema
andi umburðarlyndis eins og hann
birtist í Kristi.“³
Með öðrum orðum, Ellen White segir
að mismunandi sjónarmið séu að fullu
samrýmanleg einingu kirkjunnar. Hún
undirstrikar að viðmót umburðarlyndis
í anda Krists sé afgerandi hvað það
snertir að viðhalda einingu kirkjunnar.
Þessi mikilvæga sýn á málið gæti bent
okkur á að við þurfum kannski ekki
alltaf að hafa rétt fyrir okkur og að aðrir
þurfi í raun ekki alltaf að vera sammála
okkar hugmyndum. Í þessari tilvitnun
aðhyllist Ellen White greinilega
fjölbreytileika í skoðunum.
En hver eru þolmörk „einingar
innan fjölbreytninnar“? Fjölbreytni
ætti ekki að verað afsökun fyrir deilur
innan kirkjunnar því þá myndi sú
synd sýnast dyggð. Fjölbreytni gerir
þörfina fyrir einingu enn áþreifanlegri.
En fjölbreytni, sem leyfir þó samfélagi
að viðhaldast, er ásættanleg. Kristið
samfélag er tjáning og tákn um einingu
kirkjunnar. Eining þýðir ekki endilega
jafnrétti eða aðskilnaður frá þeim sem
eru á annarri skoðun. Ímynd líkama
Krists hafnar metingi, átökum og
klíkumyndun en kallar þess í stað á
einingu, eindrægni og samfélag.⁴
Þátttaka – frekar en áhyggjur
Ef við höfum áhyggjur af söfnuðinum,
teljum hann vera á „rangri braut“ eða
óttumst klofning gætum við brugðist við
á ýmsa vegu. Sumir í söfnuðinum skrifa
safnaðarstjórnum tilfinningarþrungin
bréf eða senda bréfin beint á allan
póstlista sinn í tölvunni. Aðrir hefja eigið
starf samhliða starfi kirkjunnar þar eð
þeir álíta hana gallaða og ófullkomna. ⁵
Ég efast um það hvort allt þetta stuðli
að samheldni kirkjunnar eða gæti verið
þáttur í því að „leiða [yður] í allan
sannleikann“ (Jh 16.13) – sem, þess utan,
er hlutverk Heilags Anda. Ef við erum
einlæglega upptekin og áhyggjufull um
einingu safnaðarins þá eru fjölmargar
leiðir færar til að efla eininguna. Hér á
eftir fara nokkrar tillögur:
Einblínum á djúpt og persónulegt samfélag
við Jesú. Fjölmargar greinar hafa verið
birtar í tímaritum safnaðarins um þetta
efni. Það eru líka til margar einstakar
bækur um efnið, svo sem Vegurinn
til Krists eftir Ellen G. White (og fyrir
enskumælandi: Knowing God in the
Real World eftir Jon Paulien; Conquring
the Dragon Within eftir Marvin Moore
eða 95 Thesis on Rightousness by
Faith eftir Morris Venden). Smáhópar
geta líka stuðlað að andlegum vexti í
samfélagi við aðra trúaða. Þannig er
stuðlað að einingu innan kirkjunna á
andlegan hátt.
Talið og prédikið um einingu innan
kirkjunnar. Settu þetta mikilvæga efni,
í samstarfi við prestinn, á listann yfir
prédikunarefni í þínum söfnuði. Hvað
er eining innan safnaðarins? Hvers
vegna er eining mikilvæg? Hvernig má
efla einingu innan safnaðarins? Þessi
sameiginlega umfjöllun um einingu
safnaðarins gefur okkur vitsmunalega
aðkomu að þessu máli.
Taktu þátt í félagslegum uppákomum
safnaðarins. Hvort sem það er
sameiginlegt borðhald, skemmtikvöld,
gönguferðir, ferðalög eða
tímamótahátíðir innan safnaðarins –
taktu þátt í þessum félagslegu viðburðum
heimasafnaðarins. Þess konar viðburðir
tengja safnaðarfólkið nánari böndum
og hjálpar okkur að skilja hvert annað
betur. Eining safnaðarins er þannig
styrkt á tilfinnalegu sviði.
Talið saman um hlutverk safnaðarins.
Takið þátt í boðunarstarfi safnaðarins, í
starfi í þágu innflytjenda, þeirra sem eru
að aðlagast nýju samfélagi, eða þjónustu
við þá sem minna mega sín í samfélaginu.
Þannig verður þú þátttakandi í starfi
Guðs í heiminum í dag. Þess konar
þátttaka gefur tilfinningu fyrir tengslum
og leiðir til eflingar einingar kirkjunnar
á verklegan hátt.
Ég bið þess að sálmur 69.9,10 mætti
verða minni og minni raunveruleiki
innan safnaða okkar. Væri það ekki
æskilegra að við yrðum þess í stað
þátttakendur í hinum stórkostlega kór
Sálms 84.5: „Sælir eru þeir sem búa í
húsi þínu, þeir munu ætið lofa þig.“
Ég áforma að syngja þann söng í
kirkjunni.
1Stuðst við G.C Berkouwer, the Church: Studies
in Dogmatics (Grand Rapids: Eerdmans, 1976),
bls. 29-50.
2Þú getur nálgast skjalið á www.adventist.org/
information/official-statements/documents/
a r t i c l e s / g o / o / s t a t e g i c - i s s u e s - f o r - t h e
-seventh-day-adventist-church/6/.
3Ellen G. White, Manuscripts Releases (Silver
Spring, Md.: E. G. White Estate, 1993), bindi 11,
bls. 266. (Skáletrun mín.)
4Berkouwer.
5Lát mig undirstrika að ég tel ekki
„stuðningþjónustur“ („Supporting ministries“)
vera þessum hópi.
Greinin er eftir Thomas Lobitz sem er
ritstjóri á Advent-verlag í Lüneborg,
Þýskalandi.