Aðventfréttir - mar. 2014, Side 9

Aðventfréttir - mar. 2014, Side 9
9 að endurskoða safnaðarstarf á öllu höfuðborgarsvæðinu. Hugsanlega gæti nýtt húsnæði við Suðurhlíð orðið í tímans rás kveikjan að nýju upphafi í stærra samhengi og sameiningu safnaða í nágrenni Reykjavíkur. Erindinu fylgir einnig teikning að nýju húsnæði við Suðurhlíðarskóla sem hýsir kirkju, skrifstofuhúsnæði aðventista og íþróttahús fyrir skólann. Að Eric svari bréfi safnaðarstjórnar Reykjavíkursafnaðar og skrifi bréf til safnaðarstjórnar Hafnarfjarðarsafnaðar til að fá viðhorf hennar varðandi þetta mál. Að ráða Leó Blæ Haraldsson sem ritara á skrifstofu aðventista í sumar. Hann hefur störf 10. júní. Að ráða Dovile Vaiciuliene sem ræstitækni á skrifstofunni frá 1. maí. Að hún taki einnig að sér hlutastarf í bókhaldsaðstoð fjármálastjóra . Stjórn Kirkjunnar hefur fengið tillögu að boðunaráætlun fyrir Ísland, í tengslum við vinnu stjórnar og skipulagsráðs að markmiðsáætlunargerðar fyrir Kirkjuna. Að stofna nefnd sem skoði þessa áætlun og vinni hana áfram til að leggja fram fullmótaða tillögu til stjórnarinnar. Að nefndin geri einnig fjárhagsáætlun vegna þessarar boðunaráætlunar og hana skipi: Elías Theodórsson, Elísa Elíasdóttir, Kristján Ari Sigurðsson, Sigrún Ruth López Jack og Stefán Rafn Stefánsson. Að Kirkja sjöunda dags aðventista taki ekki formlega þátt í Hátíð vonar, samkirkjulegu verkefni trúfélaga á Íslandi sem verður haustið 2013. Að veita styrk til Hafnarfjarðarsafnaðar úr útbreiðslusjóði, sem nemur 50% af kostnaði vegna kaupa á bókinni Getum við enn trúað Biblíunni? vegna boðunarnámskeiðs. Að styrkja eftirfarandi einstaklinga úr ferða- og námssjóði Kirkjunnar vegna ferðar á General Youth Conference í Flórída janúar 2014: Björn Hanan Abed, Sverrir Salam Abed, Þórir Marwan Abed, Jóel Matchett (Youth for Jesus), Irene Matchett (Youth for Jesus) og Emil Brynjarsson. Þar sem Harpa Theodórsdóttir er tilnefndur fulltrúi af SED á Secular & Postmodern Conference í Svartfjallalandi í tengslum við vetrarfund SED, að Kirkjan greiði ferðakostnað hennar á umrædda ráðstefnu. Fjárhagsstaða Suðurhlíðarskóla er ekki stöðug vegna erfiðra skólaára 2010-2011 og 2012-2013. Í kjölfarið verða færri hópar næsta ár sem talið er að muni laga rekstrarstöðu skólans. Kirkjan veitir skólanum vilyrði fyrir skammtímaláni í millitíðinni ef þörf reynist. Að skipulagsráð vinni í smærri hópum aðgerðaráætlun fyrir þá þrjá liði sem fram koma í uppkasti frá Raafat Kamal. Að vinnuhópur safni saman upplýsingum um byggingar Kirkjunnar til að í kjölfarið sé hægt að gera mat á stöðu Kirkjunnar hvað varðar byggingar hennar. Að hópurinn samanstandi af Marinu Candi, Hörpu Theodórsdóttur, Söndru Mar Huldudóttur og Eric Guðmundssyni. Að hópurinn fái aðstoð frá Pétri I. Guðmundssyni sem fái greitt fyrir þá vinnu. Að Linda María Jónsdóttir taki að sér að vera bókhaldsaðstoð fjármálastjóra í 40% starfshlutfalli frá 1. september 2013. Að Stefán Rafn Stefánsson hefji störf sem prestur hjá Kirkjunni 14. júní 2013 í 100% starfi. Að Þóra S. Jónsdóttir verði í u.þ.b. 50% starfi hjá Suðurhlíðarskóla frá ágúst 2013. Að skólinn kaupi vinnuna af Kirkjunni. Að Stefán Rafn Stefánsson og Kristján Ari Sigurðsson verði fulltrúar Kirkjunnar í Field School of Evangelism sem verður í London 10.-21. október 2013. Kirkjan greiðir ferðakostnað og Deildin (SED) greiðir gistingu og uppihald í London. Að biðja sömu aðila og áður að skipa launanefnd: Guðna Kristjánsson, Indro Candi, Ólaf B. Kristinsson og Söndru Mar Huldudóttur (starfsmann nefndar) og fara þess á leit við nefndina að hún endurskoði handbók starfsmanna og uppfæri ef þarf, sérstaklega með tilliti til vinnustaðar og vinnuaðstöðu starfsmanna. Að flytja safnaðarbréf Lilju Sigurðardóttur til safnaðar dreifðra (frá Reykjavíkursöfnuði). Að veita Hafnarfjarðarsöfnuði styrk (50% af kostnaði) vegna viðbótarkostnaðar safnaðarins í tengslum við boðunarátak. Að færa 400.000 kr. úr útbreiðslusjóði í ferða- og námssjóð Kirkjunnar. Að styrkja eftirfarandi einstaklinga úr ferða- og námssjóði Kirkjunnar vegna ferðar á æskulýðsmót í Serbíu sumarið 2013: Sigrún Ella Magnúsdóttir, Jón Þór Magnússon, Anna Marý Magnúsdóttir og Kristján Ari Sigurðsson. Að styrkja Róbert A. López Jack úr ferða- og námssjóði Kirkjunnar vegna Youth for Jesus námskeiðs í Bandaríkjunum sumarið 2013. Að Eden Mining fái leyfi stjórnar til að bjóða þeim sem taka að sér stækkun á Hellisheiðarvegi að kaupa efni úr námunni. Þá myndi það efni sem er tilbúið (búið að harpa og vinna) verða selt samkvæmt samningi við Kirkjuna og síðan fengi Kirkjan að fullu það verð sem fæst fyrir það efni sem er óunnið. Ef samningar nást við verktaka mun þetta samkomulag verða gert skriflegt milli Eden Mining og Kirkjunnar. Að Kirkjan kanni fyrirspurn sem henni hefur borist varðandi að fá úthlutaðan (leigðan) 15 ha skika úr landi Breiðabólstaðar til atvinnustarfsemi í tengslum við ferðamennsku. M A R S 2014

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.