Aðventfréttir - mar. 2014, Side 10

Aðventfréttir - mar. 2014, Side 10
10 Lagt var fram fjárhagsyfirlit Kirkjunnar fyrir janúar - mars 2013. Að Dovile Vaiciuliene taki að sér starf ritara á skrifstofunni frá 1. september til 30. nóvember 2013. Að nefndin sem fjalla á um framtíð Hlíðardalsskóla/ Breiðabólstaðar verði virkjuð og henni gefin tímamörk til 28. febrúar 2014 til að skila skýrslu til stjórnar Kirkjunnar. Að þar sem SED býður upp á að greiða prentun á bókinni Experiencing the Joy í tengslum við verkefnið Great Hope Project, að biðja um að fá það magn sem er í boði fyrir Kirkjuna á Íslandi á ensku. Að Bogi Arnar Finnbogason taki að sér þýðingu á Escape tímaritinu (sem er hluti af Great Hope verkefninu), að nýta Connect tímaritið á ensku, þar sem stjórnarmenn álíta að blaðið nái alveg eins vel til ungs fólks á ensku. Að stefna á rafræna útgáfu á bókinni Ministry of Healing sem Bogi Arnar Finnbogason hefur þýtt og sækja um styrk til Deildarinnar. Kostnaður vegna þýðingarinnar er kr. 2.400.000. Móttekið beiðni frá Adrián López Guarneros um að fá að taka þátt í námskeiðinu Field School of Evangelism á vegum SED sem haldið verður 10.-21 október 2013. Að kanna hjá Deildinni hvort mögulegt sé fyrir Adrián López að vera viðbótar þátttakandi í frá Íslandi á þessu námskeiði. Að Kirkjan greiði ferðakostnað hans ef svo er. Þóra Jónsdóttir kynnti kvennastarfs-ráðstefnu sem haldin verður árið 2014 í Rogaska, Slóveníu. Ísland hefur möguleika á að senda 5 þátttakendur. Þátttakendur verða að standa straum af kostnaði en verðið er að hluta niðurgreitt af SED. Lagt var fram fjárhagsyfirlit Kirkjunnar fyrir janúar-júní 2013. Að þar sem Steinunn H. Theodórsdóttir og Jón Erling Ericsson hafa sagt sig úr Æskulýðsráði, að biðja Sigrúnu Ruth López Jack og Sigrúnu Ellu Magnúsdóttur að taka sæti í ráðinu í þeirra stað. Að biðja Hörpu Theodórsdóttur að aðstoða ráðið við skipulag á starfi sínu í áframhaldi. Að stefna að því að vera með B3D sýningu í Vestmannaeyjum í tengslum við 90 ára afmælishátíð safnaðarins í janúar 2014. Að Njörður Ólason fái ferðastyrk frá Kirkjunni vegna mánaðarlegra ferða hans til Vestmannaeyja 2013 sem safnaðarformaður. Að skuld Reykjavíkursafnaðar við Kirkjuna, kr. 1.459.223 (í lok júní 2013) verði afskrifuð um leið og stjórninni berst áætlun frá söfnuðinum um hvernig hægt sé að eyða viðverandi mánaðarlegu rekstrartapi. Að styrkja Hafnarfjarðarsöfnuð úr útbreiðslusjóði um 50% af áætluðum kostnaði vegna opinberra fyrirlestra. Að Kirkjan kaupi upptökuvél (ásamt aukahlutum) sem sé eign Kirkjunnar en geymd í Loftsalnum, Hafnarfirði. Samþykkt að kaupa tölvuturn og skjá fyrir skrifstofuritara. Að biðja Jón Hjörleif Stefánsson að vinna handrits- og prófarkalestur á þýðingu bókarinnar Ministry of Healing gegn greiðslu. Móttekin bréf frá Elisabeth Saguar og Ómari Torfasyni varðandi samkirkjulega viðburðinn Hátíð vonar. Að þeim verði svarað með vísan í samþykkt og umræður stjórnar, þar sem ákveðið var að Kirkjan tæki ekki formlega þátt, en söfnuðum og safnaðarmeðlimum væri frjálst að taka þátt í þessum viðburði. Að áætlun að boðunarátaki á Íslandi verði tekin fyrir á prestafundi. Manfred Lemke og Sigurgeir Bjarnason greindu stjórn Kirkjunnar frá stöðu mála í Reykjavíkursöfnuði. Fjárhagsstaða er bág og nær söfnuðurinn ekki að standa undir reglulegum rekstrarkostnaði. Fyrirspurn kom varðandi styrk til Barnakirkjunnar í Reykjavíkursöfnuði og einnig var spurt um formlegt svar við bréfi til stjórnar Kirkjunnar um húsnæðismál safnaðarins og nauðsynlegt viðhald . Móttekin skýrsla frá launanefnd varðandi akstursmál og vinnustað/vinnuaðstöðu starfsmanna. Skýrslunni vísað aftur til launanefndar til endurskoðunar. Að sumarmót 2014 verði haldið 31. maí – 2. júní og Tihomir Lazic beðinn um að vera ræðumaður mótsins. Að Alexander Friðriksson flytji safnaðarbréf sitt frá söfnuði dreifðra til Skotselv í Noregi. Að veita Alfa á Akureyri styrk úr boðunarsjóði vegna auglýsingu fyrir basar þeirra. Fyrirspurn frá Sólveigu Hjördísi Jónsdóttur varðandi stöðu mála í kjölfar almenns safnaðarfundar Kirkjunnar (Þjóðfundar). Að svara henni hvað gerst hefur í kjölfar fundarins, og setja einnig frétt um þetta í Aðventfréttir. Heimsóknir frá SED 2014: Janos Kovacs-Biro, B3D sýningin í Eyjum, febrúar Paul Thompkins, Skáta-/æskulýðsstarf, 22. febrúar Claire & John Sanchez, hjóna- og fjölskylduhelgi, 28. mars – 7. apríl Steven Cooper, ADRA/Heilsa, maí Nenad Jepuranovic , fjármálafundur, 26. janúar Að halda pallborðsumræður 12. janúar 2014, að tillögu Ómars Torfasonar. Að prestar Kirkjunnar skipi pallborð og málin sem tekin verði til umræðu séu: 1) Út frá hvaða forsendum kom kirkjan fram á sjónarsviðið? 2) Hver eru tengsl kirkjunnar við Ísrael/Júda til forna? 3) Hver er heimsslitakenning kirkjunnar og hvernig skilgreinir hún hlutverk sitt í nútímasamfélagi í ljósi þess sannleika líðandi stundar sem hún er kölluð til að boða?

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.