Aðventfréttir - Mar 2014, Page 13
13
tapa 1000 dollurum og að þau vissu að
foreldrar þeirra myndu komast að því.
Ef við spöruðum aðeins 5 dollara á
mánuði frá því að þau voru 5 ára þar til
þau urðu 20 ára (með vöxtum) vorum
við komin með 1000 dollarana.
Á tvítugsafmæli Jakobs spurðum
við hann hvað hann ætlaði að gera
við 1000 dollarana sína og hann sagði
í gamni: „Fara út og halda bjórpartí
fyrir alla vini mína“. En sagði svo,
talandi í alvöru: „Mamma og pabbi, ég
vil að þið vitið að ég hef aldrei prófað
tóbak, áfengi né ólögleg fíkniefni. Og
ég er enn þá hreinn sveinn og er stoltur
af því!“
Ég horfði yfir á yngri bróður hans
og sagði: „Þetta er líka innifalið í 1000
dollurunum þínum!“
3. Framfleytið ykkur á einum tekjum
eins lengi og mögulegt er.
Þegar Lois og ég giftum okkur
ákváðum við að læra að lifa aðeins á
kaupi annars okkar. Við áttum vini
sem urðu vön því að lifa á kaupi beggja
en þegar þau áttu fyrsta barnið sitt
upplifðu þau alls kyns fjárhags- og
tilfinningalegan þrýsting vegna minni
tekna og aukinna gjalda.
Á útborgunardegi skilaði Lois
inn tíund og gaf gjafir og setti svo
afganginn inn á bankabók. Það var
ótrúlegt hversu hratt sparnaðurinn óx.
Með því að forðast skuldir og byggja
upp sparnað gátum við staðgreitt
notaðan bíl aðeins nokkrum árum
síðar.
Við lifðum á látlausari hátt en sumir
kunningjar okkar. Við keyrðum ekki
jafn nýjum bíl og bjuggum ekki í jafn
dýrri íbúð eða húsi en við fundum ekki
fyrir fjárhagsþrýstingi og við lærðum
að fresta hlutum þar til við gætum
staðgreitt þá. Þegar við svo eignuðumst
börn hætti konan mín að vinna í
nokkur ár til þess að vera heima með
þeim en við fundum ekki fyrir mikilli
fjárhagsklípu vegna þess að við vorum
vön að lifa aðeins á einum tekjum.
Þegar börnin byrjuðu í skóla fór
konan mín aftur að vinna. Á þessu
stigi í lífinu var okkur byrjað að finnast
erfitt að lifa aðeins á einum tekjum
en nú voru tekjurnar hennar í boði til
þess að hjálpa við að halda börnunum
okkar í aðventistaskólum. Með því að
lifa aðeins á einum tekjum fyrstu ár
hjónabands okkar og þegar
börnin okkar voru að alast
upp lærðum við margar lexíur
í einföldu, ánægjulegu lífi sem
við vonum að hafi skilað sér til
barna okkar sem góð fyrirmynd.
Innblásin leiðbeining
Þar sem við færumst nær og nær
endurkomu Jesú er það mikilvægara
en nokkurn tíma fyrr að fjármál okkar
séu undir stjórn Heilags Anda og
að við þjálfum börnin okkar í því að
stjórna peningunum sínum á þann hátt
sem mun færa Guði dýrð. Hlustaðu á
þessa innblásnu leiðbeiningu úr The
Adventist Home eftir Ellen White:
„Þegar börn eru mjög ung á að kenna
þeim að lesa, skrifa, að skilja tölur og
færa þeirra eigin tekjur og fjárútlát í
bók. Þau munu þroskast skref fyrir
skref í þessari þekkingu. En á undan
öllu öðru ætti þeim að vera kennt að
upphaf visku er ótti Drottins“.3
„Foreldrar eiga að ala upp, mennta
og þjálfa börnin sín í vanabundinni
sjálfsstjórn og sjálfsafneitun. Þau
eiga ávallt að brýna fyrir þeim skyldu
þeirra að hlýða orði Guðs og að lifa
lífinu í þeim tilgangi að þjóna Jesú.
Þau eiga að mennta börnin sín í því að
það er mikilvægt að temja sér einfaldar
venjur í daglegu lífi og að forðast dýran
klæðaburð, dýrt mataræði, dýr hús og
dýr húsgögn.“4
„Ef eyðslusemi einkennir líf þitt,
reyndu þá að vinna bug á þeim vana
sem fyrst. Ef þú gerir þetta ekki
munt þú verða gjaldþrota að eilífu.
Venjubundin starfsemi, vinna sem og
reglusemi er betri arfleið fyrir börn
ykkar en fúlgur fjár“.5
„Foreldri áminnt fyrir eyðslusemi –
þú kannt ekki að nýta fjármuni þína
á hagnýtan hátt og lærir ekki að stilla
þörfum þínum í hóf innan marka
tekna þinna …. Þú hefur sterka löngun
til að afla fjár þannig að þú getir eytt
því að eigin geðþótta og kennsla þín og
fordæmi hefur reynst bölvun börnum
þínum. Hve lítið þeim er annt um
meginreglur! Guð tekur upp minna og
minna rými í huga þeirra og þau eru
minna óttaslegin við það sem vekur
vanþóknun Guðs og sýna æ meira óþol
gagnvart aga. Því mun auðveldara sem
það er að afla fjár því minna finnur
maður fyrir þakklæti.“6
„Besti arfur sem foreldrar geta skilið
eftir
s i g
h a n d a
börnunum sínum er þekking á
nytsömu starfi og fordæmi um líf sem
einkennist af velvild sýnd án tillits til
eigin hagsmuna. Með þess konar lífi
sýna þau hið sanna gildi peninga, að
gildi þeirra verður eingöngu metið
í tengslum við það góða sem þeir
geta komið til leiðar við að sjá þeim
sjálfum farborða, koma til móts við
þarfir annarra og í að efla framgöngu
málefnis Guðs.“7
Það er arfurinn sem ég vil skilja eftir
mig fyrir börnin mín. Hvað um þig?
1 Jenna Goudreu, „Nearly 60 percent
of Parents Provide Financial Support
to Adult Children,“ Forbes, May
20, 2011, www.forbes.com/sites/
jennagoudreu/2011/05/20/parents-
provide-financial-support-money-adult-
children/.
2 Biblían, heilög ritning ©Hið íslenska
Biblíufélag 2011.
3 Ellen G. White, The Adventist Home
(Nashville: Southern Pub. Assn., 1952),
bls. 386.
4 Sama rit.
5 Sama rit, bls. 375.
6 Sama rit.
7 Sama rit, bls. 375.
Greinin er eftir Dan Serns sem er
prestur í Texas, Bandaríkjunum.
Mynd eftir D. Sharon Pruitt
M
A
R
S 2014