Aðventfréttir - mar 2014, Qupperneq 14
14
GYC í Orlando,
Flórída 2014
GYC mótið (Generation of Youth for
Christ) var haldið í Orlando, Flórída
dagana 1.-5. janúar á þessu ári. 14
manna hópur Íslendinga lagði leið sína
á þessa fjölmennustu árlegu samkomu
ungmenna sem tilheyra Kirkju sjöunda
dags aðventista. En áður en að mótið
hófst, ákvað hluti hópsins að skoða sig
aðeins um í þessu framandi fylki sem
er heimili fjölmargra dýrategunda.
„Við byrjuðum ferðina á því að fara til
Silver Springs þar sem við hittum Jay
og Rosu Cameron, sem við kynntumst
á Hlíðómóti síðasta vor. Í þessum
afgirta þjóðgarði er straumlítil á
sem rennur þar í gegn. Við fórum
ellefu saman á fjórum kanóum og
þræddum ána fram og til baka. Það
var ótrúlegt lífríki bæði í ánni og í
þéttvöxnum skógunum frá árbökkum
sem og í vatninu sjálfu. Við sáum
fullt af krókódílum, skjaldbökum,
syndandi og stökkvandi fiskum. Við
árbakkann sátu allskonar tegundir af
fuglum í öllum stærðum og gerðum,
en á trjágreinunum yfir vatninu sátu
tugir apa að klípa úr hvor öðrum lús
og gera allskonar klifurkúnstir og
tókst okkur að greina á milli tveggja
apategunda.“ Daníel Þór Þorgrímsson
Ungmennamótið hófst 1. janúar.
Þátttakendur á hápunkti mótsins
voru 6500 og komu frá 60 löndum.
Þeir voru sammála því að besta leiðin
til að byrja nýtt ár væri með því að
rannsaka ritningarnar, leita Guðs og
tilbiðja með trúsystkinum sínum.
Dagskrá mótsins var þéttskipuð. Fyrir
utan sameiginlegar samkomur voru
fjölmörg námskeið í boði. Valkvíðinn
gerði vart við sig enda voru 20
fyrirlestrar í gangi samtímis.
„Það sem mér fannst standa mest
uppúr var þegar ég fór á fyrirlestur
með Anil Kanda. Hann talaði um
„Angelic Psychology“ eða „Engla
Sálfræði“ sem fjallaði um hegðun
og hlutverk engla, bæði fallinna og
ófallinna, samkvæmt Biblíunni. Það
var rosalega mikil upplifun að fara á
GYC og það hjálpaði mér að styrkja
trúna. Ég mæli með fyrir alla sem
geta, sérstaklega unga fólkið að fara á
GYC og upplifa hvað þessi hreyfing er
að gera.“ Emil Bynjarsson
Það er heillandi að sjá að allur
undirbúningur mótsins er unninn
af ungu fólki. Þessi ungmenni hafa
skapað vettvang fyrir trúsystkini sín til
þess að hittast og styrkja hvert annað í
trúnni. Þema mótsins í ár var „Frammi
fyrir mönnum og englum“ sem vísar
í 1. Korintubréf 4:9. Áherslan var á
deiluna miklu milli góðs og ills og þá
sérstaklega hvernig hún hefur áhrif á
líf okkar sem einstaklinga.
Einn eftirmiðdag mótsins var
þátttakendum boðið að fara út og
deila trú sinni með íbúum Orlando.
Þetta er samstarfsverkefni GYC og
safnaðanna á svæðinu. Í ár var bankað
á 22.622 dyr og 216 manns óskuðu eftir
biblíulexíum. 2238 eintök af Deilunni
miklu voru gefin áhugasömum og
það söfnuðust 15,000 dollarar til
neyðaraðstoðar fyrir heimilislausa í
Orlando.
„Þrátt fyrir að hafa farið þrisvar
sinnum á GYC áður vildi ég fara
aftur í ár vegna þess að ég hef alltaf
lært eitthvað nýtt og áhugavert þar
og tekið mikilvægar ákvarðanir í lífi
mínu. Ráðstefnan er frábært tækifæri
fyrir aðventista til þess að læra meira
um trúna sína og til þess að vaxa
andlega. Það er líka svo hvetjandi að
sjá allt þetta unga fólk samankomið
til þess að læra meira um orð Guðs og
vera með trúsystkinum. Á kvöldin er
svo alltaf hægt að að kynna sér margs
konar tækifæri sem eru í boði til þess
að taka þátt í trúboðsverkefnum eða
skrá sig í biblíuskóla. Ég myndi hvetja
alla til þess að fara á GYC!“ Sigrún
Ruth López Jack
„Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór
á GYC. Mér fannst mótið mjög
skemmtilegt og ég lærði mikið.
Andlega líf mitt mun aldrei vera eins.
Fyrirlestarnir voru mjög áhugaverðir
og ég hef aldrei séð svo marga
Sjöunda dags aðventista á einum stað.
Bara æðislegt. Ef þú vilt vera með
þúsundum ungmenna sem elska Guð
og vilja gera vilja hans, í samræmi
við viðhorf SDA og það verkefni að
taka boðskap englanna þriggja út í
heiminn þá mæli ég með að þú skellir
þér á næsta mót.“ Björn Hanan Abed
„Mig hafði alltaf langað að fara á
GYC frá því ég heyrði um það fyrst.
Mig langaði að komast í burtu frá
hversdagsleikanum og prófa eitthvað
nýtt. Mig langaði að komast að því
hvort það væru virkilega svona margir
sem deildu sömu trúarskoðunum og
ég sjálfur. Mig langaði að kynnast
„Þetta var mitt
fyrsta GYC mót,
en ekki mitt
síðasta. Þetta
var lífsreynsla
sem ég mun ekki
gleyma.“