Aðventfréttir - Mar 2014, Page 15
15
M
A
R
S 2014
þessu fólki betur og hvernig það
væri í rauninni að vera Sjöunda
dags aðventisti. Í byrjun ársins
2014 fór ég á mitt fyrsta GYC mót.
Þetta mót hafði miklu meiri áhrif á
mig en ég bjóst við. Allt í kringum
mig var æðislegt fólk. Gott fólk sem
þægilegt var að vera í kringum.
Ræðumennirnir voru ekki af verri
endanum. Ég vildi að ég hefði
getað mætt á alla fyrirlestrana sem
voru í boði. Öll umræðuefnin voru
áhugaverð og ræðumennirnir komu
þeim vel til skila. Það sem mér fannst
áhugaverðast var stemningin og
andrúmsloftið á mótinu. Langflestir
voru tilbúnir að læra eitthvað nýtt
til þess að láta gott af sér leiða. Það
var greinilegt að Guð var þarna með
okkur. Þetta var mitt fyrsta GYC
mót, en ekki mitt síðasta. Þetta var
lífsreynsla sem ég mun ekki gleyma.
Ég hlakka til þess að fá að komast
aftur á GYC mót og ég vona að ég
geti dregið fleiri með mér næst.“
Þórir Marwan Abed
Elísa Elíasdóttir
Næsta GYC í Evrópu verður í Linz, Austurríki 23. - 27. júlí 2014.
Næsta GYC í Ameríku verður í Phoenix, Arizona 31. des 2014 – 4. jan 2015.
Nánari upplýsingar og upptökur eru að finna á www.gycweb.org
Hluti hópsins í kanóaferð
Hressir strákar, nýkomnir úr morgunbæn.
Fairlyn Ditta og Sigrún Ruth