Aðventfréttir - mar 2014, Qupperneq 18

Aðventfréttir - mar 2014, Qupperneq 18
18 Pallborðsumræður með Daniel Duda Þann 11. janúar s.l. kom kirkjan saman til að ræða á sameiginlegum grunni hlutverk kirkjunnar í nútíma samfélagi með áherslu á baksýn og framsýn. Við urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að dr. Daniel Duda, menningarmálafulltrúi Stór-Evrópudeildarinnar, sá sér fært að leggja málinu lið, en Eric lagði málið fyrir hann á sameiginlegum haustfundi kirkjunnar. Daniel er tékkneskur prestssonur og þekkir kirkjuna frá blautu barnsbeini. Tungumál, hvort heldur indó-evrópsk eða slavnesk, eru honum engin fyrirstaða. Segja má, að öllum öðrum ólöstuðum, að aðkoma hans að þessari sameiginlegu stund kirkjunnar, bæði í Aðventkirkjunni og í Suðurhlíð, sé enn ein staðfesting þess hve rík við erum af heilsteyptum og vel upplýstum einstaklingum sem vinna heimavinnuna sína grundaða á orði Guðs. Það er hin skarpa sýn einfaldleikans sem ristir dýpst. Það efni sem hann tók fyrir í Suðurhlíð hefur honum verið hugleikið til fjölda ára, og kvaðst hann hafa lagt það fyrir sig síðustu þrjátíu árin. Það er von mín að hann sjái sér fært að koma hingað á ný og hvet ég alla að láta það tækifæri ekki fram hjá sér fara. Þá er vert að hugað verði að þeim möguleika að koma saman á þennan hátt á ný á þessu ári. Kirkja sem ekki talar saman er að vænta má illfær um að vinna saman. Þá má benda á vefslóðina www.pineknoll.org (Audio Resources) þar sem hægt er að nálgast nokkrar af ræðum hans, auk annarra. Hafi hann þökk fyrir góða aðkomu. Ómar Torfason Fyrirlestrar með Mark Howard Í janúar fengum við góða heimsókn til Íslands. Mark Howard prestur í Michigan fylki Bandaríkjanna, og yfirmaður Immanuel Institute of Evangelism (www. emmanuelinstitute.org) stoppaði stutt hjá okkur á leið sinni heim frá Svíþjóð. Hann hélt stutta fyrirlestraröð í Loftsalnum frá mánudegi til fimmtudags um hlutverk og stöðu Anda Spádómsgáfunnar í kirkju Sjöunda dags aðventista. Hann hefur um árabil kennt um Anda Spádómsgáfunnar og Ellen White og ritverk hennar í heimalandi sínu við góðan orðstír. Mark minntist á að tilgangur allra náðargjafa væri að vinna að einingu trúarsamfélagsins, ekki til að sundra því (Ef 4.11-13). Mark talaði líka um kennivald spámannanna á þeim tíma sem þeir rituðu sín verk, og hvernig þeir voru oftar en ekki mjög óvinsælir og illa þokkaðir af samtímamönnum sínum (Mat 23.29-31) sem áttu erfitt með að taka við nýju ljósi (Jóh 9.28-29). Hann talaði líka stuttlega um Ellen White og hvernig rit hennar blessuðu hann sjálfan og voru áhrifaríkur þáttur til að leiða hann til Jesú Krists og ritningarinnar. Ég held að flestir þeir sem hafi mætt á þessar samkomur hafi verið sammála um það að Mark hafi farið vel með efnið og að það sé tímabært að tala meira og opinskárra um þessi málefni innan kirkjunnar. Stefán Rafn Stefánsson Bækur eftir Ellen G. White fást hjá Frækorninu. Á íslensku eigum við eftirfarandi titla: Vegurinn til Krists, Ættfeður og spámenn, Þrá Aldanna og Deilan mikla og Drottinn kemur. Einnig eigum við ýmsar bækur eftir hana á ensku, meðal annars Testimonies to the Church (9 bindi), The Minstry of Healing og Education.

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.