Aðventfréttir - mar. 2014, Blaðsíða 25

Aðventfréttir - mar. 2014, Blaðsíða 25
25 M A R S 2014 Kvennabrekkukirkju að viðstöddu fjölmenni. Undirritaður jarðsetti í samstarfi við sóknarprestinn, sr. Önnu Eiríksdóttur. Blessuð sé minning hins látna. Eric Guðmundsson Reykdal Jónsson F. 11. október 1918 D. 23. september 2010 Fanný Guðmundsdóttir F. 12. október 1924 D. 10. nóvember 2013 Guðbrandur Reykdal Jónsson og Sesselja Fanný Guðmundsdóttir létust bæði í Greenridge Estates í Oregon-fylki í Bandaríkjunum, hann 23. september 2010 og hún þann 10. nóvember 2013. Reykdal fæddist 11. október 1918 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jón Ásbjörn Jónsson frá Bergi á Akranesi, sjómaður og Jónheiður Guðbrandsdóttir. Reykdal átti 4 systkini: Holberg, sem er látinn, tvíburabróðirinn Adolf og Ester og Kristrúnu. Reykdal ólst upp fyrstu ár ævi sinnar í Reykjavík en foreldrar hans voru bæði meðlimir aðventsafnaðarins í Reykjavík. Snemma á ævinni tók Reykdal þátt í sjóróðrum með föður sínum og bræðrum en faðir þeirra gerði út trillu frá Reykjavík. Árið 1933 dvaldist fjölskyldan ýmist á Siglufirði, í Sandgerði eða fyrir vestan á Hnífsdal allt eftir aflabrögðum á erfiðum tímum en árið 1934 fluttust þau svo til Vestmannaeyja. Sem 17 ára, á skírnarári sínu í Eyjum, hóf Reykdal að vinna við skósmíðar á skóverkstæði Odds Þorsteinssonar. En fljótlega fór að gera vart við sig hjá honum löngunin til að hefja sjálfstæðan atvinnurekstur, þá í netagerð. Þarna hófst farsæll starfsferill sem stóð alla hans starfsævi. Á þessum árum stóð safnaðarstarfið með miklum blóma í Eyjum og upp úr 1941, þegar byrjað var að halda ungmennamót fyrir allt safnaðarfólk aðventista í landinu var það eitt mesta tilhlökkunarefni unga fólksins í Eyjum, sem og þeirra sem eldri voru, að sækja þessi mót. Þarna var líka tækifæri fyrir ungt fólk að kynnast og á einu slíku móti var það að Reykdal kynnist ungri sveitastúlku, henni Fanný. Fanný átti þá heima á Hólum í Biskupstungum eða var í þann veginn að flytja þangað frá Breiðumýrarholti í Flóa. En Sesselja Fanný Guðmundsdóttir er fædd 12. október 1924 í Garði. Foreldrar hennar voru Sigríður Guðmundsdóttir og Guðmundur Einarsson frá Nýlendu í Garði. Þau eignuðust 12 börn, 6 drengi og 6 stúlkur en tveir drengjanna dóu stuttu eftir fæðingu og elsti sonurinn lést einugis 16 ára að aldri. Nöfn barnanna sem komust upp eru Elsa Guðríður, Katrín Guðdís, Inga Steinþóra, Lillý Steinunn Guðmunda, Tómas Borgfjörð, Sesselja Fanný, Daníel Guðni, Kristrún og Jósep Smári. Nú eru þau tvö eftirlifandi af systkinunum: Inga og Tómas. Tíu barnanna fæddust í Garðinum þar sem fjölskyldan bjó fyrstu átta búskaparár sín. En frá 1926 bjuggu þau í ein níu ár í Hafnarfirði. Þar kynntust þau hjónin aðventboðskapnum og tóku skírn 1927. Fanný ólst upp í foreldrahúsum í Hafnarfirði til 11 ára aldurs en þá, árið 1935, fluttist fjölskyldan búferlum austur fyrir fjall til Hveragerðis. Síðar hófu þau búskap og bjuggu á nokkrum bæjum í Ölfusinu og í Flóanum. Árið 1937 tók Fanný skírn og fylgdi söfnuðinum af trúmennsku upp frá því. Það var svo 1941 að þau Guðmundur og Sigríður festu heiðarjörðina Hóla í Biskupstungum. Þau hjónin voru harðdugleg og þeim tókst að koma sér upp húsakosti á Hólum og afla sér lífsviðurværis með búskap og með því að Guðmundur tók sér vinnu á vertíðum og sem vinnumaður þegar færi gafst. Það voru yngstu börnin fjögur, Lillý, Fanný, Kristrún og Smári, sem enn voru heima þegar fjölskyldan settist að á Hólum, en Fanný dvaldist þar einungis skamman tíma. Vinnusemi einkenndi Fanný alla ævi svo og systkini hennar öll. En hjá henni var líka að finna einstaka manngæsku og auga fyrir hinu fallega. Svo var það á hinu örlagaríka ungmennamóti að hún kynnist þessum myndalega unga manni frá Eyjum honum Reykdal. Þau giftust 1943 og hófu búskap í Vestmannaeyjum á Reynivöllum í húsi foreldra Reykdals. Í Eyjum bjuggu þau til ársins 1957 er þau fluttust til Reykjavíkur og Reykdal hóf að reka netaverkstæði þar, í Kópavogi og síðar við Nýlendugötu, sem óx og dafnaði og þjónaði viðskiptavinum um allt land. Reydal og Fanný varð 4 barna auðið: Heiðar, kvæntur Helgu Jósefsdóttur. Seinustu árin hafa þau hjónin rekið dvalarheimili fyrir aldraða, Greenridge Estates, þar sem Fanný og Reykdal dvöldust seinustu árin. Þau eiga börnin Eddu og Reyni; Jón Víðir, kvæntur Janice Jónsson, þau eiga börnin Eric, Helenu, Tony, Jeremy og Joni; Sigfríður Ester, sem giftist Elíasi Langholt en hún lést 1991. Þeirra börn: Elías, Inga Fanný og Benedikt; og yngstur er Þröstur Reykdal, giftur Lísu, þau eiga einn son, Alex. Allt þetta fólk býr í Bandaríkjunum. Árið 1976 fluttust þau hjónin til Bandaríkjanna og hafa búið þar síðan, ýmist í Kaliforníu eða Washington og síðast í Oregon fylki. Fanný og Reykdal áttu alltaf einstaklega fallegt heimili enda Fanný skapandi manneskja. Eitt af verkefnum hennar var bútasaum fyrir munaðarleysingaheimili. Hún prjónaði líka fyrir heimilislausa og fyrir börnin í fjölskyldunni. Verkefnin voru fjölbreytt: postulínsmálning, kortagerð, bródering, saumaskapur, bakstur alls kyns kræsinga. En söfnuðurinn naut einnig hæfileika hennar og náðargjafa. Hún var formaður Systrafélagsins Alfa hér í Reykjavík til margra ára og einnig þar sem þau bjuggu erlendis. Þannig vann hún til fjölda ára óþreytandi við fjáröflun og matar- og fataúthlutanir fyrir fólk sem minna mátti sín í samfélaginu. Nú eru þau sofnuð þessi góðu og trúuðu hjón sem stóðu sem máttarstólpar kirkjunnar og merkisberar hins góða og bíða kalli frelsarans: „Gakk inn til fagnaðar Herra þíns.“ Trúsystkinin og söfnuðurinn kveður með virðingu og innilegu þakklæti og vottar ástvinum samúð. Minningarathöfn fór fram um þau hjónin í Aðventkirkjunni í Reykjavík þ. 25 janúar s.l. í umsjá undirritaðs. Blessuð sé minning hinna látnu. Eric Guðmundsson Sesselja Fanný Guðmundsdóttir & Guðbra dur Reykdal Jónsson Minningarathöfn Nú legg ég augun aftur. Ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Sveinbjörn Egilsson– P.C. Krossing Ég fel í forsjá þína, Guð faðir sálu mina, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. Matthías Jochumsson - P.C Krossing Aðventkirkjan í Reykjavík 25 janúar 2013 Kveðjur Bæn - Faðir vor Dag í senn, eitt augnablik í einu. Ó, sú huggun stormum lífsins í. Ég stend aldrei ein í stríði neinu, ef ég kvíðalaus til Drottins flý. Hann mér föðurást og umsjá heitir, út mér hlutar sérhvern nýjan dag þörfum lífsins; þreytu, hvíld hann veitir, þrautir, gleði, sorg og unaðshag. Sérhvern tíma sjálfur hjá oss er hann, sýnir hverjum degi vissa náð. Sorg og dagsins mæðu með oss ber hann. Mundu barn, að hann á kraft og ráð. Morgundagsins þraut ei þarf að kvíða, þó að brautin ótrygg reynist mér. Treysta forsjón Drottins, biðja’ og bíða, boðorð það af honum gefið er. Veit þú mér, að hvíld og frið ég finni fyrirheitum þínum Guð minn í. Heilagt orð þitt svali sálu minni, sundur leysi öll mín harmaský. Gef að þiggi ég með hjarta hreinu hverja náðargjöf, sem veitist mér, dag í senn, eitt augnablik í einu, unz til landsins góða heim ég fer. Lína Sandel Einar Marel Jónsson Blessun Eftirspil Ísland er land þitt Prestur: Eric Guðmundsson Organisti: ? Kór: Sönghópur Aðventkirkjunnar Viðstöddum boðið að þiggja veitingar í Suðurhlíðarskóla

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.