Lögmannablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 16
Þórunn Guömundsdóttir, hrl. - Jakob R. Möller, hrl. Um málaskrá Hæstaréttar o.£L Málaskrá Hæstaréttar Margir hæstaréttarlögmenn hafa kvartað undan því að við gerð málaskrár Hæstaréttar virðist ekk- ert tillit tekið til þess hver flytji mál- in. Þannig hefur það ítrekað kom- ið fyrir að sömu lögmennirnir lendi í málflutningi í Hæstarétti nánast dag eftir dag. Dæmi eru um að lög- menn hafi þurft að flytja 11 mál á þremur vikum. Þá hafa a.m.k. fjór- ir lögmenn lent í því að vera boð- aðir í málflutning í báðum dómsöl- um á sama tíma. Enda þótt íslensk- ir hæstaréttarlögmenn láti sér ekki allt fyrir brjósti brenna er ljóst að þeir geta ekki verið á tveimur stöð- um samtímis. Fulltrúar frá Lögmannafélaginu áttu fyrir skemmstu fund með for- seta Hæstaréttar, Haraldi Henrys- syni, vegna þessa máls meðal ann- arra. Fram kom hjá forsetanum að það væri mikið og erfitt verk að setja saman málaskrárnar. Meðan málahalinn var sem lengstur hjá réttinum var reynt eftir megni að setja málin í flutning í nokkurn veginn þeirri röð, sem þau voru til- búin til flutnings. Málahalinn hefur styst allverulega, þannig að nú er tæplega árs bið eftir að mál komi fyrir í fimm manna dómi, en ekki nema 2-4 mánaða bið í þriggja manna dómnum. Meira svigrúm væri því til að flytja mál til á mála- skránni, þannig að málflutningi væri dreift jafnar á lögmenn. Þá hefur nokkuð borið á því að lög- menn tilkynni ekki væntanlegar fjarvistir sínar með góðum fyrir- vara. Þannig er nokkuð um það, að lögmenn hringi þegar málaskrá- in er komin út og óski eftir breyt- ingum vegna fjarveru sinnar. Það er aldrei hægt að tryggja að Hæsti- réttur viti nákvæmlega um allar fjarvistir lögmanna en mikilvægt er að hæstaréttarlögmenn, sem eiga von á að mál þeirra komi fljótlega í flutning, tilkynni Hæstarétti vænt- anlegar fjarvistir sínar með eins góðum fyrirvara og hægt er. Forseti Hæstaréttar lofaði að gerð málaskrár yrði skoðuð hjá réttinum og reynt að koma til móts við óskir lögmanna að þessu leyti, þannig að málflutningur yrði ekki of þétt hjá þeim. Nafngreining málflytjenda í dómaendurritum Fulltrúar L.M.F.Í. gerðu einnig að umtalsefni dómaendurrit réttarins, sem félagið fær mánaðarlega og dreifir meðal áskrifenda. Mörgum heíúr þótt vanta í dómaendurritin nöfn þeirra lögmanna, sem flytja málin. Þegar t.d. Hæstiréttur stað- festir dóm héraðsdóms, með vísun til forsendna hans, þyrftu þeir, sem dómaendurritin lesa, oft að leita í héraðsdóminn. Ef lögmenn í við- komandi máli væru nafngreindir væri auðvelt fyrir aðra að hafa samband við annan hvorn þeirra til að fá afrit af héraðsdóminum. Sam- kvæmt upplýsingum, sem borist hafa eftir fundinn, munu frá og með næstu áramótum nöfn lög- manna verða tilgreind í dómaend- urritum Hæstaréttar. Málflutningsréttindi fyrir Hœstarétti Þá gerðu fulltrúar L.M.F.Í. grein fyrir óánægju margra lögmanna, sem væru að reyna að ná sér í prófmál fyrir Hæstarétti. Um væri að ræða atvinnuréttindi manna og þeim fyndist mjög á brattan að sækja með að útvega prófmál. Erfitt væri að biðja hæstaréttarlög- menn að láta sig hafa prófmál og einnig hafnaði rétturinn ítrekað umsóknum manna um prófmál. Mál þetta var rætt frá ýmsum hlið- um. Meðal annars var bent á möguleikann á því að lögmenn rökstyddu sérstaklega umsóknir sínar um prófmál. Einnig að réttur- inn gæfi út ákveðnar leiðbeiningar- reglur til lögmanna, en ýmsar þjóð- sögur eru í gangi um hvaða mál séu líkleg sem prófmál og hver ekki, svo og hvaða meðferð um- sóknir fá. Niðurstaðan af þessum umræðum varð sú að félagið mun rita Hæstarétti bréf, þar sem þessi sjónarmið eru reifuð og mun mál- efnið síðan verða tekið þar fyrir á dómarafundi. Frá ritstjóra og ritnefnd: Aðsendar greinar Félagsmenn eru hvattir til að rita í blaðið greinar, langar eða stuttar, um hugðarefni sín er tengjast störfum lögmanna. Til að auðvelda vinnslu blaðsins væri æskilegt að aðsendar greinar kæmu bæði prentuðu formi og á tölvudiskum, t.d. í Word eða Word-Perfect ritvinnsluformi. Þá þarf helst ljósmynd af greinar- höfundi að fylgja. 16 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.