Málfríður - 15.03.1987, Blaðsíða 7
að leggja áherslu á að nemendur
læri fljótt að skilja það sem við þá
er sagt, ef til vill mikilvægara held-
ur en að þeir geti sjálfir sagt setn-
ingu og setningu. Þegar lengra er
komið í náminu þurfa nemendur
svo að fá eitthvað að vita urn
franskar bókmenntir, menningu og
sögu. Stundum koma nemendur í
Háskólann sem hafa aldrei heyrt
Hugo eða Baudelaire nefnda og vita
ekki hvenær franska byltingin var
gerð. Ef til vill væri æskilegt að
frönskukennarar tækju sig saman
og byggju sér til eins konar pró-
gramm í þessum greinum.
Ég veit að allt þetta reyna kenn-
arar að gera þó að það gangi mis-
jafnlega eftir efnum og ástæðum í
hverjum skóla. Ég veit líka að laun
þeirra hvetja þá ekki til að leggja á
sig neina aukavinnu við að leita að
hentugum textum, snældum eða
myndböndum til að nota við
kennsluna. En samt ætla ég að leyfa
mér að leggja áherslu á mikilvægi
kennarans í tungumálakennslu,
einkum í frönskukennslu. Frönsku-
kennari á Islandi hefur það hlut-
verk að opna nemendum heim sem
er þeim mjög framandi; þess vegna
þarf hann sjálfur að hafa mikinn
áhuga á því sem hann er að kenna
og miðla því á lifandi hátt. Kennar-
inn þarf að þekkja þjóðfélag, menn-
ingu og bókmenntir Frakklands.
Um leið og hann hjálpar þeim sem
erfiðlega gengur námið þarf hann
líka að gefa sér tíma til að sinna
áhugasömustu og duglegustu nem-
endunum, benda þeim á bækur,
hljómplötur o.fl., allt sem getur ýtt
undiráhuga þeirra.
Mér er ljóst að þarna er ég að
varpa ábyrgðinni yfir á herðar
kennarans, en ég held að tungu-
málakennari þurfi fyrst og fremst
að telja sig ábyrgan og hafa áhuga
til að ná árangri í kennslu. Hann
þarf að vita hvers vegna hann velur
einhverja ákveðna kennslubók,
gera efni hennar nemendum áhuga-
vert auk þess að kynna þeim aðra
texta. Þetta er þó ekki alls ekki sagt
til þess að skella einhverri skuld á
kennarana, þvert á móti, þvi ég veit
að frönskukennarar eru mjög
áhugasamir, heldur til þess að und-
irstrika mikilvægi þeirra. Góð
kennslubók ein sér getur ekki leyst
vandann, ekki heldur áhersla á
einhvern einn þátt kennslunnar.
Sumir draga í efa að tungumála-
kennarar séu annað en einhvers
konar „verkstjórar“ sem eigi að
hjálpa nemendum til að stunda
hálfgert sjálfsnám. Það kann að
geta gengið í einhverjum tungumál-
um. En þegar um jafn framandi
tungu er að ræða og frönsku, þarf
kennarinn líka að vera í hlutverki
hins alvitra miðlara.
í þessum hugleiðingum hef ég
stuðst við mína eigin reynslu sem
kennara og einnig byggi ég á upp-
lýsingum nemenda minna í Háskól-
anum. Umræða af þessu tagi er
áreiðanlega bæði æskileg og þörf.
Ég hvet þá sem hlut eiga að máli,
kennara og jafnvel nemendur, til að
láta skoðanir sínar í ljós.
Þórhildur Olafsdóttir er
dósent í frönsku við
Háskóla íslands.
Kennarar!
Minnið nemendur ykkar á
að fara varlega með
eld!
ÉiBRunnBámrtuic Isuwns
LAUGAVEGI 103, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 26055
7