Málfríður - 15.03.1987, Qupperneq 10
hefur getið af sér þá aðferðafræði
sem þekkt er undir nafninu: „Hin
hljóða aðferð" (silent way), þar
sem tungumálið er ekki útskýrt
með hjálp annars tungumáls -
móðurmáls þeirra sem eru að
læra-, heldur skref fyrir skref með
stigvaxandi ferli. Dæmi um þessa
aðferð fyrir spænskukennslu eru
bækurnar: Basic Vocabulary
Builder og Practical Vocabulary
Builder. D. Gabel Illinois: NTC.
1983 fyrir spænskukennslu í
Bandaríkjunum, þar sem í stað
hlutarins koma myndir, og bæk-
urnar: Así es el espanöl básico. J.
Borrego o.fl. Salamanca. 1982.
Og El espanöl así. M.Agra.
Madrid: SGEL. 1978. Þessar
tvær bækur koma fram með í
hverjum kafla tilbúinn texta eða
samtal og fylgir einfalt orðasafn.
í formála fyrir bók M. Agra segir
að tilgangur bókarinnar sé að
„kenna tungumálið fremur en
málfræðina" en samt sem áður
verður textavalið meira og minna
að „orðaforðatextum" eins og
t.d. sá sem tileinkaður er manns-
líkamanum, þar sem reynt er að
koma fram með fullkominn orða-
forða í allt of „tilbúnum“ texta.
í báðum bókunum er sjónar-
hornið kyrrstætt og byggt á orða-
forða og er tungumálið kynnt fyr-
ir nemandanum án þess að kryfja
það til mergjar. Vonast er til að
hann læri málið með innsetningu,
á sama hátt og hann lærði eigið
móðurmál.
Þó að málið sé sett fram með
einföldum textum, er augljóst að
eftir því sem nemandanum fer
fram, muni hann þurfa á ein-
hvers konar málfræðiútskýring-
um að halda. Ef þessi aðferð er
borin saman við þá hefðbundnu
er munurinn töluverður, en ef
takast á að ná skapandi valdi á
tungumálinu verður í viðbót við
orðaforða og einfaldar byggingar
á daglegu máli að koma til að búa
til nýjar yrðingar, þ.e. færni sem
maður öðlast í gegnum málfræði-
nám í tungumálinu. í viðbót við
þetta krefst þessi aðferð þess, að
kennarinn sé virkur við kennsl-
una, að hann tali tungumálið
mjög vel og eigi auðvelt með að
tjá sig á því.
Hlustunar- og talaðferðin
(audiolingual method) er
aðferðafræði sem gengur út frá
„strúktúralískum“ þ.e. málbygg-
ingarlegum niðurstöðum ásamt
kennisetningum úr hagnýtri sál-
arfræði. Tungumálið er numið út
frá lýsingum á daglegu málfari
þeirra sem það tala. Gengið er út
frá „notkun“ málsins sem staðli og
gengur það í berhögg við hinar
hefðbundnu aðferðir og er þá stöðl-
unum breytt samkvæmt þeim sem
tala tungumálið og raunverulegri
notkun þeirra á því.
Verður afleiðingin af þessu við-
horfi sú að ekki eru settar fram
reglur heldur tungumálið eins og
það er notað í talmáli og ritmáli.
Dæmi um þessa kenningu í
spænskukennslu er kennslubók-
in, Vida y diálogos de Espana. A.
J. Rojosastre o.fl. París: Didier.
1978. Bókin sem byggð er á
könnun sem gerð var á vegum
spænska menntamálaráðuneytis-
ins 1963, í þeim tilgangi að rann-
saka það sem skilgreint var sem
„undirstöðuspænska“ fékk orða-
forða eftir tíðni í notkun orða og
annan hugsanlegan orðaforða og
var hún alvarlegasta tilraunin til að
skilgreina „spænskt talmál“ sem
gerð hafði verið.
Grundvöllur bókarinnar sam-
rýmist sjónarmiðum „hlustunar
og tals“ aðferðarinnar: þ.e. notk-
un á spænskri tungu sem sam-
skiptamiðli frá upphafi námsins,
mikilvægi vélrænnar endurtekn-
ingar á málfarslegum byggingum
í þeim tilgangi að ná fram réttri
endurmyndun á framburði og
notkun á undirstöðumálfræði.
Þau setningamunstursem sett eru
fram í þessari kennslubók eru
uppskera könnunar á notkun
málsins af þeim sem það tala og
var þannig fundið út með álykt-
unum hvaða mynstur voru al-
gengust og mest notuð í „undir-
stöðuspænsku". Slík mynstur
byggðu á notagildi hinna ýmsu
þátta sem hver málfarsleg bygg-
ing er samsett úr. Þannig:
el joven bebe cerveza
el niö quiere agua
el rico da champán
Eða:
ungí maður inn drekkur bjór
barn ið langar í vatn
ríki maður inn gefur kampavín
Þetta eru setningar sem hafa hver
um sig sömu byggingu, og hinir ein-
stöku þættir eins og „el joven“, „el
nino~“ „el rico“ gegna þar allir
sama hlutverki. Á sama hátt og
„Bebe, quiere, da“ annars vegar og
„cerveza, agua, champán“ hins
vegar, hafa hliðstætt notkunargildi.
Ennfremur er hægt að skipta á
þeim þáttum sem gegna sama
hlutverki og öðrum hliðstæðum
án þess að byggingin breytist
þannig getur t.d. „la niná“ (mey-
barnið) komið í stað „el ninö“
(sveinbarnið) án þess að hlutverk
þáttarins breytist innan sömu
byggingar.
Hin hagnýta niðurstaða sem
dregin er út frá sjónarhomi þess-
10