Málfríður - 15.03.1987, Side 11

Málfríður - 15.03.1987, Side 11
arar aðferðafræði er sú, að með því að læra hina málfarslegu byggingu yrði nemandinn hæfur til að yfirfæra hana á önnur tilvik með því að skipta á einum þætti hennar og öðrum. Á þessari for- sendu byggjast æfingar með vél- rænni endurtekningu. Þessi „hlustunar og tal“ aðferð hefur rekið sig á það vandamál að hin einfalda vélræna endurtekning sem nemandanum er gert að gangast undir til að ná fram í „undirstöðuspænsku" með hæg- fara námsferli stig af stigi, hef'ur ekki tilætluð áhrif vegna skorts á rökstuddri málfræðiundirstöðu sem gerir nemandanum kleift að ná skapandi valdi á spænsku til að geta notað hana á persónulegan hátt. Niðurstaðan er sú að enginn vafi leikur á því að „hlustunar og tal“ aðferðinni, með kostum sínum og göllum, hefur tekist að end- urnýja fræðilega og hagnýta umræðu í leit að meiri gæðum og betri árangri í spænskukennslu. „Hlustunar og tal“ aðferðin hefur á síðustu árum verið bætt upp með nýsitækni. Ein helsta fræðinýjungin á þessu sviði er það sem kallað hefur verið SGAV (méthode structuro-globale audi- ovisuelle) og er hún byggð á eftir- farandi grundvelli: a) eðli tungu- málsins, b) eðli fólksins sem það lærir, og c) mikilvægi talmálsins. Þar sem þessi hugmynd hefur verið notuð á beinastan hátt er með aðferðinni Espaná y Amér- ica !al habla!. M.Denis o.fl. París: SEDIAC. 1984. Þessi aðferð, sem er bæði ætluð nem- endum á millistigi tungumála- námsins og eins fyrir þá sem lengra eru komnir, leggur áherslu á notkun tungumálsins og er bæði ætlað fyrir sjálfsnám og hópnám. Aðferðin kemur fram með orða- forða frá spænskumælandi Amer- íku, leggur áherslu á málfræði og kynnir þó í takmörkuðum mæli sé ýmsar menningarfélagslegar hliðar á hinum spænskumælandi heimi. Þessi aðferð er mjög áhugaverð fyrir lengra komna nemendur vegna þeirrar áherslu sem lögð er á notkun á staðlaðri spænsku og mikils úrvals í efnis- vali. Að síðustu er svo að geta þess sem kallað er „notional-functional syllabus" sem tekist hefur að leggja til hliðar, a.m.k. á fyrstu stigum spænskunámsins, þær aðferðir sem byggja á hinum hefðbundnu aðferð- um og strúktúralisma. Á síðustu árum hefur verið gefin út á Spáni hver aðferðin eftir aðra, í beinu framhaldi af „breytingakenning- unni“ (transformational theory), en þessar aðferðir byggja á sköpun- armætti málsins. Þessi kenning, án þess að hafa nógan stuðning fram að færa til þess að byggja á henni endanlega aðferð, hefur þó verið gagnleg í því að beina kennslunni að vissu markmiði: „tungumálinu sem samskiptatæki manna á með- al“. Ef að það samskiptaform sem við viljum kenna er t.d. „hvernig eigi að heilsa“ kæmum við með munsturá borð við: - !Hola!,?qué tal?,?cómo estás?,?comó va eso?. - !Muy bien, gracias,?y tú?. (- Halló!, hvað segirðu gott?, hvernig hefurðu það?. - Ágætt!, takk, en þú?)

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.