Málfríður - 15.03.1987, Blaðsíða 12
Uppsetning kennsluefnis í bók
er hvorki skipulagt út frá mál-
fræði og orðaforða né heldur að
brugðið sé upp myndum af
aðstæðum daglegs lífs, heldur út
frá samskiptaeiningum manna á
meðal. Málfræðin er hvorki
útgangspunktur við niðurröðun
kennsluefnis né markmið
kennslustundarinnar, heldur
hinn „hlutlausi" þáttur sem nota
á eftir því að hvaða gagni hún
kemur hverju sinni. Áherslan
hefur færst yfir á málform raun-
verulegra samskipta á málinu.
Að undanförnu hafa þrjár
aðferðir birst á hinum spænska
markaði, Entre nosotros. A.
Sánchez. Madrid: SGEL. 1982,
sem átti að koma í stað kennslu-
bókarinnar Espanöl en directo en
án árangurs. í formála hennar
segir: „Val á innihaldi hefur
stjórnast af því meginmarkmiði
að gera samskipti manna á milli
möguleg á spænsku með því að
leggja aðaláherslu á talmálsþætti
málsins." Kennslubókin býður
ennfremur upp á „raunverulegt"
málfar en ekki tilbúið og leggur til
hliðar bókmenntalega eða stíl-
ræna þætti sem hún telur koma að
litlum notum við að ná tökum á
undirstöðuatriðum tungumáls-
ins.
Vamos a ver. E. Martín.
Madrid: Edi-6. 1984, er kennslu-
bók ætluð byrjendum, nokkurs
konar safn „samskiptaæfinga"
sem hafa það markmið að gera
útlendingnum kleift að tjá sig við
ýmsar aðstæður og í ýmsum hlut-
verkum sem hafa verið sérstak-
lega valin sem þau algengustu.
Jafnframt æfingunum er í bókinni
einföld málfræði.
Loks er að telja Curso comun-
icativo de espanöl para extranjer-
os. Equipo Pragma. Barcelona:
Edi-6. 1985, sem saman stendur
af tveimur stigum: a) Para
empezar og b) Esto funciona og
allt upp í sex bækur fyrir hvert stig
sem fylgja ráðleggingum Evrópu-
ráðsins, þ.e. samhæfíngu á
fyrstu stigunum til að auðvelda
samskipti milli manna, sérstaklega
á byrjunarstigi málsins. Gengið
er út frá því sjónarmiði að líta á
tungumál sem tæki, en ekki sem
markmið. Báðar kennslubækurn-
ar eru samtaka í að samræma
málfarslegt módel í spænsku tal-
máli sem byggir á a) grundvallar-
stigi, b) einhverju í viðbót við
byrjunarstigið. Kennslubækurn-
ar hafa það ekki að markmiði að
kenna ritmál og málfræðikennsla
er x lágmarki.
„Notional-functional syllabus“
er auðvitað ekki galdratæki sem
gerir spænskunám kleift án vinnu
eða tíma. Um er að ræða hagnýtt
sjónarhorn, „nauðsynlegustu
samskipti“ fyrir byrjendur sem
leggur áherslu á samskipti í dag-
legu málfari sem ekki hefur verið
skilgreint samkvæmt kenningu og
er því til umræðu.
Að læra og að ná valdi á flókn-
ari þáttum en þeim sem eingöngu
koma fram í daglegu tali og að gera
það í rituðu máli getur komið þeim
nemanda sem eingöngu lærir sam-
kvæmt þessu sjónarhorni í umtals-
verð vandræði. Þegar komið er upp
fyrir byrjendastigið er nauðsynlegt
að notfæra sér nýsitækni, „hlust-
unar og tal“ eða hefðbundnar að-
ferðir sem gera nemandanum kleift
að skilja bókmenntatexta eða
flókna málfarslega þætti úr hinu
daglega lífi.
Af þessari samantekt á þekkt-
ustu kenningum sem notaðar eru
við tungumálakennslu, með sér-
stöku tilliti til spænskukennslu, er
hægt að draga þá ályktun að þær
aðferðir og kennslubækur sem
valdar eru, eru háðar sjónarhorn-
um ýmissa kennisetninga sem
deila má um, með kostum sínum
og göllum.
Því miður hefur enn ekki verið
fundin upp fullkomin aðferð sem
tekur tillit til allra þeirra þátta
sem hafa verður í huga við
kennsluna: aldur og persónuleg
geta einstaklingsins, markmið
lærdómsins, áhugahvöt, félags-
Iegar aðstæður, kennari og
gæði tækja og kennslugagna. All-
ir þessir þættir hafa á einhvern
hátt áhrif á námsferlið, jafn
mikil ef ekki meiri en þær kenn-
ingar og aðferðir sem notaðar
eru.
Mín skoðun er sú, að bestu
aðstæður til spænskunáms er dvöl
í spænskumælandi landi og þá
umgangur og samskipti við
spænskumælandi fólk. Næstum
því allar þær aðferðir sem nefndar
hafa verið hér gera ráð fyrir eftir-
líkingu á þeim raunverulegu
aðstæðum í samskiptum sem
finnast í spænskumælandi
umhverfi, þar sem tungumálið,
siðirnir, hugsunarháttur og tján-
ing eiga rætur sínar í því sem
nefnt hefur verið „málfarsleg
hegðun talanda“. Svo á auðvitað
enn eftir að sýna fram á hvort
æskilegt markmið með spænsku-
námi sem fullkominni húmanískri
menntun, sé aðeins færni við að
nota „á hagnýtan hátt“ eitthvert
gefið spænskt talmál sem enn á
eftir að skilgreina nægilega með
kenningum.
Aitor Yraola er
lektor í spænsku við H.I.
HEIMILDASKRÁ
Abbagnano, N. Historia de la
Pedagogía. 1964. México: FCE
López Morales, H. Ensenanza de
la lengua materna. 1984. Madrid:
Playor.
Fernández Ramírez,S. La ens-
enanza de la gramática. 1985.
Madrid: Arco
Heeschen, C. Cuestiones fund-
amentales de Lingística. 1975.
Madrid: Gredos
Sánchez, A. La ensenanza de idi-
omas. 1982. Madrid: Hora
Hesse, M.G. Approaches to
language teaching. 1975.
London: North Holland
Renard, R. La mefhode struct-
uro-globale audiovisuelle. 1965.
i París: Didier
Titone, R. Problemas teóricos.
Studia Paedagogica. 1984. Sal-
amanca, Nr. 13 11-25.
12