Málfríður - 15.03.1987, Page 13

Málfríður - 15.03.1987, Page 13
Auður Torfadóttir: Um þýðingar og fleira í 1. tbl. 2. árg. Málfríðar birtist grein eftir Þorvarð Helgason, þýskukennara — athugasemdir við grein Georgs Föhrweisser í 1. tbl. 1. árg. Það er ekki ætlunin að leggja orð í belg um þýskukennsluna sér- staklega, heldur bregðast við grein Þorvarðar út frá sjónarhóli tungu- málakennslunnar almennt. Það er ýmislegt í þessari grein sem gefur tilefni til langrar umfjöllunar, en hér verður aðeins stiklað á stóru. í grein Þorvarðar segir m.a.: „Áhersla á lesskilning er eðlileg afleiðing kringumstæðna, um 25 nemendur samtímis í takmarkaðan tíma. Það er tómt mál að tala um að æfa mikla talhæfni við þær að- stæður." Þetta heyrist oft hjá mála- kennurum. Er það tómt mál að tala um? Það stendur þó í öllum náms- vísum og námsskrám sem ég hef séð að talmál skuli þjálfað, og varia stæði það þar ef kennarar teldu það óraunhæft. Það er hægt að æfa tal- mál markvisst í 25 manna bekk (jafnvel stærri) ef rétt er að staðið. Ég skora á kennara að koma nú með góðar ábendingar og draga upp úr pússi sínu verkefni. Af nógu er að taka og það vantar hagnýtt efni í Málfríði sem getur komið kennur- um að beinum notum. Annars var það fyrst og fremst umfjöllunin um lesskilning og þýð- ingar sem varð til þess að ég tók Þýska bókasafnið Goethe Institut Tryggvagötu 26 101 Reykjavík Sími 91-16061 Stærsta safn þýskra bóka á íslandi Menningarmiðstöð Sambandslýðveldisins Þýskalands Fagurbókmenntir og fræðirit bæði fyrir börn og fullorðna Plötur, tónbönd, kennsluefni fyrir þýskukennslu Dagblöð og tímarit Safnið er öllum opið og útlán endurgjaldslaus Opið þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá 15.00—18.00 13

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.