Málfríður - 15.03.1987, Síða 15

Málfríður - 15.03.1987, Síða 15
Hugmyndabanki Öðruvísi kennsla í síðustu kennslustundunum get- ur oft verið erfitt að kenna vegna þess að börnin eru orðin þreytt. Þá getur verið gott að taka allt öðruvísi á kennslunni en venjulega. Ég hef stundum í 7. bekk prófað að Iáta nemendur búa til götu. Þau eiga að hugsa sér að gatan sé aðal- gatan í smábæ (i en landsby). Við byrjum á því að hugstorma um hvað er yfirleitt við aðalgötu smá- bæjar (butikker, en bank, et biblio- tek, en brandstation, et hospital, den lokale avis, nogle private huse o.s.frv.). Ég læt nemendur fá hvítan og mislitan pappír, skæri og lím. Ég kem líka með nokkra efnisbúta og læt þau koma með svolítið af lopa. Og þá er hafist handa við að búa til húsin og fólkið við götuna. Nem- endur eru einnig með stílabók þar sem þau skrifa niður öll þau orð sem þeim dettur í hug að þau þurfi að nota við þá stofnun sem þau hafa valið sér að búa til. Sá sem vel- ur sér að vera „köbmanden pá hjör- net“ nær sér í þann orðaforða sem tengist verslun hans. „Bankdirek- tören“ þarf að vita margt um bankastarfsemi og þann orðaforða sem notaður er í banka. Sportidíót- inn í bekknum á „en sportforretn- ing“ o.s.frv. Jafnóðum og húsin verða til eru þau fest á maskníupappír sem er strengdur yfir töfluna. Smám sam- an verðurgatan til og hún verðurað heita eitthvað, t.d. „Storegade i Lille by“ og húsin fá númer og verslanirnar fá nöfn. Þegar allt er komið á sinn stað þá fara hlutirnir að gerast. Það er brotist inn í bank- ann og peningum stolið, gjaldker- inn slasast og verður að fara í sjúkrabíl á spítalann (tveir strákar í bekknum voru búnir að búa til sjúkrabíl og brunabíl). Það kviknaði í einni versluninni (þau fengu að kveikja í húsinu yfir vaskinum og setja það upp aftur hálfbrunnið). Og brunabíllinn kem- ur. Frá atburðunum verða þau að segja og síðan að skrifa um það í stílabókina sína. Þau vinna oft tvö og tvö saman í þessum tímum. Það er auðvitað mjög misjafnt hvernig nemendur vinna í svona tímum, en allir taka þátt í að búa til eitthvað og vera fulltrúar fyrir eitthvað við götuna og safna orðaforða. Þeirsem hafa frjótt hugmyndaflug fara á kostum. Þeir sem geta segja frá miklu og skrifa mikið. Þeir sem minna geta eða eru seinvirkari gera eins og þeir geta. Fyrir jólin var mikið um að vera. Það voru búnir til nýir búðargluggar með jóla- skreytingum og margs konar augl- ýsingar voru samdar (á dönsku auð- vitað). Konurnar (þær voru tvær) í einbýlishúsunum gerðu áætlanir um jólainnkaup, bakstur o.fl. Einn nemandinn, sem átti lík- kistubúð við götuna, hafði miklar áhyggjur af því hvernig hann gæti skreytt verslunina. Flann bjó til mjög fallegan krans sem hann festi á dyrnar. En var hægt að skrifa „Glædelig jul“ á gluggann í lík- kistubúð? Við ræddum alvarlega um þetta og urðum sammála um að betra væri að skrifa „God jul“! Þessi bekkur lýsti því yfir að það væri gaman í dönsku, þau væru alltaf að leika sér í síðasta tíman- um! Þau buðu mér í jólaföndur fyrir jólin af því að ég væri svo sniðug að föndra! Ég hafði ekki klippt eða búið til nokkurn skapaðan hlut! Ég kom bara með hugmyndir sem ég Ieyfði þeim svo að útfæra eins og þau vildu. Ég hef oft útfært þessa hugmynd á annan hátt í 9. bekk. Þá kem ég með mynd af aðalgötu í stórborg. Það sést inn í húsin sitt hvoru meg- in við götuna. Ég segi nemendunum að þau eigi að skrifa framhaldssögu í 3 —4 föstudaga t.d. og að þau megi skrifa um hvað sem er sem tengist myndinni. Það er ótrúleg fjölbreytni í því sem kemur frá þeim. Einn vildi vera guð því hann vissi um allt sem skeði, annar skrifaði þróunarsögu borgarinnar útfrá eina trénu sem sést á myndinni. Tréð man þá tíð þegar borgin var lítið þorp, sá þriðji var símaklefinn á horninu sem þekkti mörg leyndarmálin, svona mætti Iengi telja. Flugmyndin með þessum kennsluháttum er að þjálfa mál- notkun nemenda, virkja þann orða- forða sem þau hafa og bæta við hann því þau þurfa oft að nota orð sem þau kunna ekki fyrir, en þá skrifa ég þau upp á töflu og segi þau um leið. Síðast en ekki síst þá örvar þessi aðferð sköpunargleði flestra og um leið fara þau að líta á málið sem tæki til að koma hugmyndum sín- um og hugsun á framfæri. Þegar ég hef lesið sögurnar þeirra þá tek ég fyrir þær villur sem ég sé að eru algengastar og reyni þá að þjálfa þau í að tala — skrifa rétt, með allt öðrum aðferðum þar sem nákvæmnin er aðalatriðið og vona svo að þau yfirfari það sem þau læra þannig á sínar eigin hugsmíð- ar. Svandís Ólafsdóttir, kennari v. Æfinga- og tilraunaskóla K.H.I. Til hugmyndabanka Málfríðar Ég hef í mörg ár notað bréfa- skriftir í dönskukennslu með góð- um árangri. Þær hafa nokkrum sinnum leitt til heimsóknar nem- enda til íslands og einu sinni hef ég farið utan með bekk. Það er hreint ótrúlegt hvað hefur verið sent á milli landa: skyggnu- seríur af ýmsu sem bekkirnir hafa tekið þátt í eða farið, snældur með frásögnum, eitt skipti höfðu nokkr- ir nemendur frumkvæði að því að panta tíma hjá borgarstjóra og fengu hann til að svara spurningum á dönsku á snældu, límmiðar, frí- merki, hraunmolar, ullarlagðir o.fl. o.fl. í vetur er ég með tvo 12 ára bekki í dönsku sem skrifast á við sinn hvorn bekkinn annan í Kaup- 15

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.