Málfríður - 15.03.1987, Blaðsíða 16

Málfríður - 15.03.1987, Blaðsíða 16
mannahöfn og hinn í Bramming á Jótlandi. Þegar er búið að ákveða gagnkvæma heimsókn Iíklegast í 8. bekk. Bekkirnir byrjuðu að skrifast lít- illega á í 5. bekk, þar sem okkur barst beiðni um bréfaskriftir að utan. Annar bekkurinn úti er jafn- aldra, hinn er árinu eldri. Við fyrstu bréfaskriftir höfðum við eyðufyllingabréfið í ,,Skal vi snakke sammen 11“ til hliðsjónar. Ég hafði áður reynt að flokka þá pennavini saman sem höfðu svipuð áhugamál með því að lesa upp bréf- in að utan og nánast bjóða þau upp um leið og ég kannaði áhugamál minna nemenda. Gott er að nem- endur séu með stílabók þar sem öðru hverju eru skráðir markverðir atburðir sem gerst hafa, fyrst sam- eiginlega á töflu síðan íbókina. Nemendur hafa þá eitthvað til að moða úr þegar að bréfaskriftum kemur. Hugstormun á töflu hefur gefist mér mjög vel. Ég verð þó að játa að vegna tímaskorts í vetur, þar sem nemendur hafa aðeins tvo tíma á viku í 6. bekk í dönsku, auk þess sem þeir verða að taka 12 tíma í skylduvali (í dönsku), fá ýmsir nemendur að skrifa bréfið sitt fyrst á íslensku, í aðra hverja línu, svo ég geti þýtt það beint. Síðan hrein- skrifa þeir það að sjálfsögðu og bæta þá við þekkingu sína. Nem- endur sem skrifa bréf sín á dönsku vilja mjög gjarnan fá þau leiðrétt. Eftir áramót fengum við send dagatöl frá nemendum á Jótlandi sem þeir höfðu búið til sjálfir til fjáröflunar fyrir Islandsferðina. 12 ára bekkirnir hjá okkur í ár eru mjög hugmyndaríkir um fjáröfl- unrleiðir og standa þá fyrir ýmsum uppákomum í skólanum sem styrkja samkennd nemenda. En af hverju allt þetta umstang? Er ekki nóg efni í kennslubókunum? Auð- vitað er nóg efni og við verðum að velja kafla úr hinu hefðbundna námsefni, öðruvísi komumst við ekki yfir námsefnið. En kostirnir eru líka margir: 1. Kennarinn kemst í ótrúlega gott samband við nemendur, kynnist áhugamálum þeirra, hugsana- gangi o.fl. 2. Áhugi nemenda á faginu eykst. 3. Nemendur uppgötva að þeir geta notað það sem þeir hafa lært á hagnýtan hátt. 4. Nemendur víkka sjóndeildar- hring sinn og kynnast norrænu samstarfi í raun og átta sig á að í öðru landi eru unglingar sem hugsa svipað og þeir. 5. Samkennd bekkja, árganga eykst. Að lokum vil ég legja áherslu á nokkur hagnýt atriði: a. Safnið öllum bréfunum saman og sendið þau í einu, ella detta einhverjir nemendur úr. b. Leggið áherslu á að kennarinn úti geri slíkt hið sama. Nemendur geta svo skrifast á þess á milli og þeir áhugasömustu gera það og færni þeirra verður ótrúlega mikil. Hér fær hver og einn tækifæri til að spreyta sig eftir sinni getu. Rúsínan í pylsuendanum er svo auðvitað utanlandsferðin, en mót- taka nemenda að utan er líka mjög gefandi og lærdómsrík fyrir íslensku nemendurna. Reyndar kom það mér á óvart í fyrsta skipti hvað ís- lensku nemendurnir töldu sig hafa lært mikið. Mér finnast bréfaskriftir mikil- vægur þáttur í dönskukennslu. Þeim ykkar sem ekki hafa þegar reynt vil ég ráðleggja að hafa sam- band við t.d. vinabæ ykkar. P.s. Nú þegar dregur að páskum langar mig til að benda á forvitni- legt kver sem Danmarks 4H’s for- lag, Landskontoret for Ungdomsar- bejde, Kongsgárdsvej 28, 8260 Viby J gefa út. Kverið hefur að geyma úr- val úr samkeppni um „gækkebreve og gækkevers“ sem efnt var til með- al barna, unglina og fullorðinna á síðastliðnu ári. Örugglega mjög nýtileg hugmynd í dönskukennslu. 16

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.