Málfríður - 15.03.1987, Qupperneq 18
Fréttir
Um norsku- og sænskukennslu á
Islandi —nýstofnud kennarsamtök
Þann 28. október 1986 var stofn-
að í Reykjavík Félag norsku- og
sænskukennara. Félagsmenn eru
um 25 talsins og eru flestir þeirra
við kennslu í norsku og sænsku á
Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Markmið félagsins er m.a.:
að auka samstarf kennara,
að sjá til þess að þróuð verði
kennslugögn sem henta nemend-
um,
að stuðla að endurmenntun
kennara og auka tækifæri þeirra
til að taka þátt í nemenda- og
kennaraskiptum á Norðurlönd-
um.
Þar sem búast má við að margir
viti harla lítið um starfsemi kennsl-
unnar skal hér í stuttu máli greint
frá þróun hennar. Síðan 1971 hefur
farið fram skipuleg kennsla í
norsku og sænsku í stað dönsku á
grunnskóla- og framhaldsskólastigi
fyrir nemendur sem hafa dvalist í
Noregi eða Svíþjóð um lengri eða
skemmri tíma. Fyrstu árin voru
nemendur fáir, 7 í norsku og 18 í
sænsku. Til samanburðar má nefna
að nemendafjöldinn í dag er kom-
inn upp í um 200 í norsku og um
300 í sænsku.
Fyrstu árin var kennslan á vegum
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og
hefur hún að mestu leyti síðan 1976
farið fram í tengslum við Náms-
flokka Reykjavíkur í Miðbæjar-
skólanum. Nemendur hafa sótt
kennsluna eftir venjulegan skóla-
tíma og hafa margir þurft að koma
langt að.
Eftir ítrekaðar óskir af hálfu
kennara og foreldrafélags fékkst
það loks í gegn frá haustmisseri
1986 að kennsla yrði færð út í þá
skóla á Reykjavíkursvæðinu þar
sem flestir voru nemendur. Er nú
kennd norska í 8 skólum og sænska
í 13 skólum á Reykjavíkursvæðinu.
Hluti af kennslunni fer þó enn fram
í Miðbæjarskólanum, m.a. öll
kennsla á framhaldsskólastigi.
Markmiðið er að öll kennsla í
norsku og sænsku fari fram í við-
komandi skólum nemendanna.
Gera má ráð fyrir að aðeins
fáeinir nemendur í hverjum skóla
úti á landsbyggðinni hafi þá undir-
stöðukunnáttu í norsku/sænsku að
þeir geti valið að lesa þessi Norður-
landamál í stað dönsku. Eru hóp-
arnir þar því oft smáir, enda fær
hver nemandi færri tíma á viku en
þeir sem lesa dönsku. En miklu
skiptir að nemendum sé gefið tæki-
færi, þar sem annars staðar, að
halda við málinu og bæta við sig
kunnáttu í því, enda er mikilvægt
fyrir þau sem einstaklinga og fyrir
okkar litla samfélag að hlúð sé að
góðri kunnáttu þeirra í þessum
málum.
í hverfisskólunum á Reykjavík-
ursvæðinu og í skólum úti á landi er
bekkjardeildum blandað saman. í
sumum skólum er t.d. 5. og 6. bekk
kennt saman, en 7., 8. og 9. bekk
kennt saman á öðrum tíma. Þetta
fer þó eftir fjölda nemenda í hverri
bekkjardeild. Þessi háttur að kenna
fleiri bekkjardeildum saman er vel
þekktur í minni skólum úti á landi
og hefur reynst vel í þessari
kennslu. Hver bekkjardeild hefur
sitt eigið efni og eru nemendur í
hverri bekkjardeild látnir mynda
smáhópa sem vinna svo saman að
einhverju leyti að sínum verkefn-
um. Kennari fer á milli smáhóp-
anna og leiðbeinir eftir því sem þörf
er á. Oft er hluti af tímanum notað-
ur til þess að láta nemendur gera
eitthvað sameiginlega, t.d. tala
saman á sænsku/norsku eða hlusta
á hljómband.
Aðstaða til kennslunnar hefur
batnað til muna eftir að nemendum
gafst kostur á að sækja hana í sínu
eigin skólahverfi, en ýmislegt er enn
ógert. T.d. vantar kennsluefni, sem
hentar sérstaklega fyrir íslenska
nemendur, en nú eru að mestu leyti
notaðar sænskar/norskar móður-
málsbækur. Eins væri æskilegt að
tekið væri tillit til þessara nemenda
við gerð stundaskrár þannig að þeir
fengju samfelldan skólatíma.
Töluvert er um það að nemendur
án nokkurrar undirstöðu í norsku
eða sænsku óski eftir að fá að læra
þessi mál, en þeim óskum hefur
orðið að synja meðan engin
kennslugögn fyrir byrjendur eru
fyrir hendi.
Eins og fram hefur komið fer
fram allumfangsmikil kennsla í
sænsku og norsku í landinu. Fjöldi
kennara sem sinnir þessari kennslu
er tiltölulega stór miðað við heild-
arnemendafjölda, en hver kennari
hefur yfirleitt mjög fáa tíma á viku í
greininni; kennarar utan Reykja-
víkur eru mjög dreifðir um landið.
Því er mikilvægt að samstarf kenn-
ara sem sinna þessari kennslu sé
traust og er óskandi að stofnun Fé-
lags norsku- og sænskukennara
verði til þess að styrkja það sam-
starf sem best.
Sigrún Helgadóttir Hallbeck
Björg Arnadóttir Juhlin
18