Málfríður - 15.03.1987, Side 21

Málfríður - 15.03.1987, Side 21
Fréttir Stefna eða stefnuleysi í enskukennslu á íslandi Svo hljóðaði yfirskrift félagsfund- ar í Félagi enskukennara á fslandi er haldinn var laugardaginn 31. janúar. Astæðan var sú að menn töldu löngu tímabært að ræða sam- an um ástand enskukennslunnar, hvert hún stefndi og hvort ekki mætti taka einhverja þætti hennar til athugunar. A fundinn mættu um 30 enskukennarar. Frummælendur voru tveir, Guð- rún Jónsdóttir fyrir hönd grunn- skólakennara og Guðbjörn Björg- úlfsson fyrir hönd framhaldsskóla- kennara. Er þeir höfðu lokið máli sínu áttu sér stað mjög fjörugar um- ræður sem allir viðstaddir tóku virkan þátt í. Kom fram að vissu- lega væri ákveðin stefna í gangi í grunnskólunum. Gefið er út árlega opinbert plagg þar sem tekin eru fyrir helstu atriði varðandi þá þekk- ingu og tækni sem nemendur er ljúka 9. bekk grunnskóla eiga að búa yfir. Þeir kennarar sem kenna í efstu bekkjum grunnskóla, þ.e. 7., 8. og 9. bekk taka yfirleitt mið af þessu. Vandamálin sem blöstu við, m.a. ástæðurnar fyrir auknu falli í fram- haldsskólunum og kunnáttuleysi nemenda, töldu menn vera af ýms- um toga. Eftirfarandi atriði voru nefnd: 1. Nú ná nánast allir nemendur samræmda prófinu og flykkjast í framhaldsskólana. Því er um að ræða breiðari hóp nemenda í þeim skólum en áður tíðkaðist. 2. Eins og allir vita er mikið af fólki í kennslu, sérstaklega úti á landi, sem ekki hefur til þess til- skilda menntun. 3. Margir telja að úr K.H.Í. útskrif- ist nemendur vel þjálfaðir í kennslutækni og með góða þekkingu á kennslufræðum en ekki alltaf að sama skapi með nógu góða kunnáttu í greininni sjálfri, og að úr H.í. útskrifist nemendur yfirleitt með hald- góða þekkingu á faginu en ekki nógu góða undirstöðu í kennslu- fræðum. Þarna þyrftu skólarnir nú að hafa meiri samvinnu þar sem ljóst er að flestir sem ljúka B.A. prófi í t.d. ensku stefna í kennslu að loknu námi. 4. Margir telja að sambandsleysi sé nánast algjört milli grunn- og framhaldsskólakennara og telja það hefta mjög alla þróun og framför. 5. Eitt af höfuðvandamálunum telja margir vera þá staðreynd að meiri stefnumörkun vanti á framhaldsskólastigi og einnig að markmiðum sé framfylgt. Handahófskennd samvinna milli hinna ýmsu kennara og skóla er ekki fullnægjandi. 6. Of mikil áhersla virðist oft lögð á erfiða bókmenntatúlkun og lestur sem nemendur gætu nán- ast ekki valdið á sínu eigin móð- urmáli. 7. Þeirri hugmynd var varpað fram að koma þyrfti upp styttri braut- um í framhaldsskólum, t.d. tveggja ára brautum, en ekki stefna öllum í átt að stúdents- prófi og háskóla. 8. Of algengt er að kennslubækurn- ar sem kenndar eru hverju sinni ráði ferðinni og þá um leið hvaða þætti er lögð mest áhersla á hverju sinni. 9. Samræmda prófið sjálft var einnig gagnrýnt: Þar sem það er allt „ólesið“ telja nemendur sig eiga erfitt með að undirbúa sig. Menn telja nú að þörf sé á vissri samræmingu þar sem of mikið mis- ræmi sé á milli þeirrar kunnáttu sem nemendur búa yfir að loknu stúdentsprófi. Ljóst er að sam- ræma þyrfti meira á einhvern hátt þau markmið sem kennarar og nemendur vilja setja sér. Jafnvel þó svo að margar kennsluskrár hljóði á svipaðan hátt þá er annar og ekki síður mikilvægur þáttur sem kenn- arar þyrftu að hafa í huga: Að fram- fylgja markmiðunum. Margir kennarar á háskólastigi telja sig áþreifanlega verða vara við að nem- endur séu oft ekki búnir að ná valdi á nema broti af þeirri kunnáttu og leikni sem sett eru sem markmið í kennsluskrám framhaldsskólanna. Ákjósanlegt er að menn reyndu að koma upp einhverri heildar- stefnu frá upphafi til enda, þannig að skýrt kæmi fram á hvaða þætti ætti að leggja áherslu á hverju skólastigi. Þannig mætti gera sér vonir um samfellt og markvisst enskunám. 21

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.