Bæjarins besta

Issue

Bæjarins besta - 08.01.1992, Page 5

Bæjarins besta - 08.01.1992, Page 5
BÆJARINSBESTA • Miðvikudagur 8. janúar 1992 5 Reykjavík: Sólarkaffi ísfirðingafélagsins s ISFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík gengst fyrir sínu árlega Sólarkaffi 17. janúar næstkomandi að Hótel ís- landi. Arshátíð Isfirðingafélagsins er tengd þeim gleðilegu tímamótum þegar fyrstu sólargeislarnir taka að teygja sig yfir fjallabrúnirnar fyrir vestan og steypast yfir Pollinn og inn um glugga húsanna. Sólarkaffið er haldið með I eða viku fyrr en venjulega. I fyrra móti að þessu sinni I fyrra var hátíðin haldin að • íshúsfélag ísfirðinga hf. Á síðustu áratugum hefur íshúsfélag ísfirðinga hf., ráðist í margvíslegar fram- kvæmdir og ber þar hæst byggingu hraðfrystihússins við Eyrargötu, fyrst á árun- um 1959-1962 og svo stækk- un á árunum 1975-1980. Á síðasta ári nam framleiðslu- verðmæti þess fisks, sem unnin var í húsinu rúmlega fimm hundruð milljónum króna. Alls vinna hjá fyrir- tækinu 100- 140 manns, sem fer nokkuð eftir árstíðum. íshúsfélagið er aðili að fjölmörgum fyrirtækjum. Félagið á t.d. helming í Mjölvinnslunni hf., í Hnífs- dal á móti Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal, helming í Arnarnúpi h.f., á Pingeyri á móti Fáfni hf., 1/4 hlut í Vestra hf., á ísafirði, hlut í Olíufélagi Útvegsmanna hf., Togaraútgerð ísafjarðar hf., Magna hf., Trygginga- miðstöðinni h.f., og fleiri fyrirtækjum. Pá er Ishúsfé- lagið stofnandi Sölumið- stöðvar Hraðfrystihúsanna og aðili að Umbúðamið- stöðinni hf. Stjórnarformenn fyrir- tækisins frá því að bæjar- sjóður seldi það útgerðar- fyrirtækjum í bænum hafa verið, Ragnar Ásgeirsson læknir, til ársins 1960, Guð- mundur Guðmundsson út- gerðarmaður frá 1960 til 1987, Magnús Reynir Guð- mundsson frá 1987 til 1991 en þá var Þorleifur Pálsson kosinn stjórnarformaður. Framkvæmdastjórar hafa verið frá sama tíma Baldur Jónsson til ársins 1960, Helgi G. Þórðarson 1960 til 1963, Marías Þ. Guðmunds- son frá 1963 til 1974 og Jó- hannes G. Jónsson frá 1974. Haraldur Valdimarsson var yfirverkstjóri þar til hann lést árið 1963, en síðan hef- ur Jón Kristmannsson verið yfirverkstjóri, en hann hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1958. -s. Ofangreindar upplýsing- ar um ágrip af sögu Ishúsfé- lags Isfirðinga hf. eru fengn- ar hjá Jóhannesi G. Jónssyni, framkvæmda- stjóra fyrirtœkisins en milli- fyrirsagnir eru blaðsins. Blaðið óskar eigendum og starfsfólki fyrirtœkisins til hamingju með afmœlið. Breiðvangi, þá var húsfyllir, um 700 manns og urðu á annað hundrað manns frá að hverfa. Nú ættu ekki að verða húsþrengsli og vel fyr- ir öllu séð. Húsið opnar klukkan 20 en kl 20,30 hefst hefðbundin og fjölþætt dagskrá með kaffi og rjómapönnukökum. Sverrir Hermannsson, bankastjóri flytur ávarp. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi til kl 03.00. Forsala aðgöngumiða fer fram að Hótel íslandi laug- ardaginn 11. janúar kl. 13- 16. Miða- og borðapantanir auk þess í síma 91-687111 dagana 11.-17. janúar milli klukkan 13- 18. Aðgangs- eyrir er kr. 1.800. Stjórn Isfirðingafélagsins hefur kynnt áform um að koma upp orlofshúsi eða gestaíbúð á Isafirði og hafið fjáröflun í því skyni. Liður í þeirri viðleitni er útgáfa fé- lagsritsins Vestanpóstsins sem kemur nú út í 5 sinn, 44.bls. og flytur gamalt og nýtt efni af ísfirskum toga. Það er sent til yfir 1200 brottfluttra ísfirðinga um land allt. Stjórn ísfirðingafélagsins skipa nú: Einar S. Einars- son, formaður, Guðfinnur R. Kjartansson, varafor- maður, Gunnar Sigurjóns- son, gjaldkeri, Rannveig Margeirsdóttir, ritari, Bjarni Brynjólfsson, rit- stjóri, Jóhannes Jensson og Helga Þ. Bjarnadóttir, með- stjórnendur. -fréttatilkynning. ísafjörður: Umferðarlagabrotum fjðlgaði um nær helming s ISAMANTEKT lögregl- unnar yfir lögreglumál á síðasta ári kemur fram að umferðarlagabrotum fjölg- aði um nær helming á milli áranna 1990 og 1991. Munar þar mest um hraðaksturs- brot sem fjölgaði um 117 á árinu 1991, úr 240 málum í 357. Þá var einnig mikil aukning á því að skráning- arnúmer væru tekin af bifr- eiðum. Árið 1991 voru núm- er tekin af 296 bifreiðum á móti 112 árið 1990. Ökutækjum var lagt ólög- _ r N;- • Fjórðungssjókrahúsið. ísafjörður: Þrjár fæðing- aráfíutímum EIR óvenjulegu at- burðir gerðust á Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði að þrjár fæðingar áttu sér stað frá kl. 9 á mánudagskvöld og til kl. 7 á þriðjudagsmorgun. Að sögn Þorsteins Njálssonar læknis eru þetta þrjú stúlkubörn og fæddist það fyrsta um níu- leytið á mánudagskvöld. Önnur stúlkan leit dagsins lj ós kl 11 sama kvöld og hin síðasta kl. 7 á þriðjudags- morgun. Tvær stúlknanna eru frá Suðureyri og ein er frá ísafirði. Þorsteinn sagði að svipað atvik hefði gerst fyrir fjórum árum á Sjúkrahúsi ísafjarðar að þrjár fæðingar hefðu átt sér stað á svipuðum tíma og nú. -GHj. lega 50 sinnum á árinu 1991 á móti 22 sinnum árið 1990. Brotum vegna stöðvunar- skyldu fjölgaði úr 5 í 16 og ölvun við akstur jókst um 23 mál milli ára, úr 53 málum í 76. Þá stóðu aðrar ölvunar- kærur í stað á milli ára en mál tengd þeim voru 99 tals- ins á árinu. Kynferðisafbrot stóðu í stað á milli ára og var aðeins um eitt mál að ræða í þeim málaflokki. Þar var um að ræða misneytingu. Eitt mál kom inn á borð lögreglunn- ar vegna flugslyss og var þar um að ræða flugvél sem hlekkst hafði á. Skotvopna- málum fækkaði úr 10 í 3 og sjóslysamálum fækkaði um eitt á milli ára og tollamál stóðu í stað. -s. Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Þorgils Árnasonar Fjarðarstræti 32, ísafirði sem lést á Sjúkrahúsi Isafjarðar 27. desember sl. Lára Magnúsdóttir, Ágústa Þorgilsdóttir, Gunnlaugur Jóhannsson, Ragnheiður Þorgilsdóttir, Ársæll Hermannsson, Árni Þorgilssson, Sigríður Matthíasdóttir, Magnús Þorgilssson, Sesselja Þórðardóttir, Ásbjörn Þorgilsson, Eva Sigurbjörnsdóttir, Ingibjörg Þórhallsdóttir, Valdís Þorgilsdóttir, Hjördís Þorgilsdóttir, Jón S. Ásgeirsson, Helga Þorgilsdóttir, John M. Chavaró, barnabörn og barnabarnabörn. Takiðeftir! Erum búnir aö opna vélsmiðju að Suðurgötu 9. Einnig seljum við vöru- birgðir Vélsmiðjunnar Þórs og Rör- verks með mjög góðum afslætti. Allt á að seljast. Þar höfum við t.d. Metabo verkfæri og varahluti, reiðhjól og garðáhöld. Sjón ersögu ríkari. ÞRYMUR HF., vélsmiðja Suðurgötu9-sími3711 SMÁ Til leigu er herbergi á Isafirði. Upplýsingar í 0 4403. Til leigu er 3ja herb. íbúð að Stórholti 9. Laus 1. feb. Uppl. í 0 985-29026. Grétar,- Óska eftir notuðu píanói fyrir byrjanda. Uppl. 107808. Barnahúfa með stórum dúski og Ijósu vínrauðu og grænu mynstri og fléttum í kanti tapaðist á Isaf. í nóv,- des. Finnandi hringi í 0 7908. Óska eftir herbergi með eldunaraðstöðu á ísafirði. Upplýsingar í 0 7506. Óska eftir nothæfri Ijósritun- arvél fyrir lítið. Upplýsingar í 0 3049. Get tekið að mér að passa börn eftir hádegi. Upplýsing- ar (0 4445. Kassavanir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í 0 4548. Óska eftir að taka á leigu 2ja herb.- eða einstaklingsíbúð á Isafirði eða í Hnífsdal. Upp- lýsingar Gunnar á Slökkvi- stöðinni í 0 3300. Félagsfundur í vélsleðafé- laginu Snæfara verður fim. 16. jan. kl. 21 í Súðavík. Nán- ari upplýsingar gefur Sverrir í 0 4940. Stjórnin. Óska eftir ódýrri notaðri kassagítartösku. Upplýs- ingarí 0 6281. Þeir sem fundu hvolpinn minn hafi samband. Hann er lítill Labrador sem heitir Dóri, hann eltir hringi og körfubolta. Upplýsingar i 0 4327. Ég er svartur Vá mánaðar kettlingurog mig vantarfóst- urheimili. Vel siðaður og hef ættartölu í móðurætt. Upplýs- ingar í 0 4046 eftir kl. 19. Til leigu er 3ja herb. íbúð á Eyrinni. Upplýsingar gefur Rakelí 0 95-13206. Get tekið að mér smáverk, s.s. múrviðgerðir, flisalagnir o.fl. Upplýsingar gefur Her- mann í 0 4061 eða 3351. Til sölu eru varahlutir ( Yamaha MR 50 skellinöðru óskast. Uppl. í 0 4201. Til sölu er Engjavegur 32, 150 m2 á tveimur hæðum m. bílskúr. Upplýsingar í 0 3644 á kvöldin. Vil kaupa barnaskíði, 100- 130 cm á lengd, með eða án bindinga. Uppl. í 0 3178. Kettlingar fást gefins. Upp- lýsingar 1' 0 3957. Get bætt við mig einu barni i pössun fyrir hádegi. Upplýs- ingar í 0 3957. Til sölu er MMC Galant, stat- ion ’81. Upplýsingar i 0 4016. Til sölu er blár barnavagn á 10.000.-Uppl. 10 4016. Til sölu eru nokkrir varahlutir í SAAB 99 ’81, s.s. blöndung- ur, mælar, spyrnur, rúður, hurðir o.fl. Upplýsingar gefur Björn í 0 4560 og 4792.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.