Málfríður - 15.05.1994, Page 17
SAMSTARFSFUNDUR NORRÆNNA
FRÖNSKUKENNARA í HELSINKI
I nóvember sl. sat undirrituð
sameiginlegan samstarfsfund
norrænna frönskukennara í
Helsinki. Norræna Frönskukenn-
arasambandið hefur starfað í 10
ár og heldur fundi tvisvar á ári
en Félag frönskukennara á ís-
landi hefur tekið þátt í þessu
samstarfi síðan 1991.
Þar var m.a. rætt um stöðu
frönskukennslu á Norðurlöndun-
um, kennsluaðferðir og kennslu-
bækur. Sérstaklega var rætt um
tilhögun munnlegra prófa og
námsmat þeirra á framhalds-
skólastigi, en frændþjóðir okkar
standa feti framar hvað þau
varðar. Þess vegna var athyglis-
vert að hlýða á hvernig þeim er
háttað á hinum Norðurlöndun-
um. Fyrst verður að nefna að á
hinum Norðurlöndunum læra
nemendur að meðaltali frönsku í
5 ár og yfirleitt eru munnlegu
prófin hluti af almennum prófa-
leiðbeiningum. Á undanförnum
árum hafa verið gerðar nokkrar
afdrifaríkar breytingar á skóla-
kerfi allra Norðurlandanna. Má
nefna í því sambandi að t.d. er
ekkert hefðbundið stúdentspróf
í Svíþjóð (en á öllum hinum
Norðurlöndunum er það við
lýði). í Finnlandi geta nemendur
byrjað að læra frönsku sem
fyrsta erlenda tungumálið að-
eins 9 ára. í Danmörku voru
samþykkt ný lög um framhalds-
skóla á síðasta ári sem kveða
m.a. á um að þýska og franska
skuli jafnrétthá sem 2. erlenda
tungumálið og að nemendur geti
valið jafnt á milli þeirra. Þetta
var gert með sérstakri skírskot-
un til ESB. vegna þess hversu
nauðsynleg frönskukunnátta er
orðin á atvinnumarkaðnum og
reynir skólakerfið að bæta úr
þeirri þörf. í Svíþjóð var tekin
upp ný skólastefna sl. haust sem
er eins konar „einkavæðing",
þ.e. skólinn fær fjármagn fyrir
hvern nemanda frá sveitarfélag-
inu. Skólinn er þar með rekinn
eins og sjálfstætt fyrirtæki þar
sem lögmál samkeppninnar
ríkja. Þannig að ef viðkomandi
skóli stenst ekki gæðaprófið og
aðsókn minnkar, þá minnkar
einnig fjármagn til skólans. Þetta
er liður í því að hvetja skólana
til þess að skila betri árangri,
skólayfirvöld, þ.e. kennarar,
kennsluaðferðir og kennsluefni
verður að standast samkeppnis-
kröfurnar ef skólinn á að halda
lýði. Ekki er kominn nein reynsla
á þetta kerfi ennþá en formaður
sænskra frönskukennara sagði
það vera mjög umdeilt og 5 af
hverjum 10 kennurum vildu
snúa sér að öðru en kennslu.
Hvað munnlegum prófum við-
kemur þá er mismunandi eftir
löndum hvort þau fara fram að
loknum öllum skólaárunum. I
Danmörku eru þau viðamest en
frönskukennslunni er skipt niður
í 4 færnistig A B C D og er munn-
legt próf í lok hvers árs. Gerð er
nákvæm grein fyrir munnlegu
prófunum í námskránni (tilhögun
og námsefni) miðað við kennslu-
markmið hvers stigs. Námsefni
fyrir munnlega prófið er lesinn
bókmenntatexti (mismunandi
mikið magn, frá 170 bls. til 250
bls.) og ólesinn texti. Dæmi um
lesna textann er m.a. C „Le Gentil
petit diable“, B „J’ai quinze ans et
je veux pas mourir", A „Parole
aux négresses“ Awa Thiarn eða
„La vie devant soi“ E. Ajar, „Une
jeune fille rompue“ Simone de
Beauvoir, „La promesse de
l’autre“ Roland Gary.
Prófið tekur eina klukkustund
og skiptist þannig að nemandinn
fær 30 mínútur til þess að
undirbúa sig eftir að hafa dregið
efni, en prófið sjálft tekur 30
mínútur, ætlast er til þess að
nemandinn þýði 1/3 textans
(gert er ráð fyrir 1 bls. A4) (10
mínútur) og útskýri orð og svari
nokkrum málfræðispurningum
(5 mínútur), geri útdrátt úr text-
anum á dönsku (5 mínútur) og
lesi upphátt á frönsku (5 mínút-
ur). Áð endingu er nemandinn
spurður nokkurra spurninga úr
ólesnum texta (5 mínútur). Ein-
kunnagjöf er frá 0-13 en engar
leiðbeiningar eru um námsmat.
Kennari og tveir prófdómarar
(aðrir framhaldsskólakennarar)
eru viðstaddir og gefa einkunnir.
Það samræmist ekki dönskum
lögum að taka nemendur upp á
segulband eða myndband.
í Finnlandi eru tvær tegundir
munnlegs prófs, annars vegar
stúdentspróf í frönsku sem 1. er-
lenda tungumál sem er samræmt
yfir allt landið (á háskólastigi,
miðað við íslenskar aðstæður),
prófið tekur 2 klukkustundir
(undirbúningur 1 klst. + 1 klst.
próftaka). Verður ekki fjallað um
það nánar hér. Hins vegar er
venjulegt stúdentspróf (5 ára
frönskunám). Námsefnið er lesinn
bókmenntatexti, t.d. “Le silence
de la mer“ Vercors og „Les Just-
es“ Camus. Skylda er að taka
prófið upp á segulband. Prófið
tekur 40 mínútur, nemandinn hef-
ur 20 mínútur til undirbúnings.
Prófið fer fram þannig:
1. hluti: (10 mínútur) lesið
upphátt á frönsku og textinn
settur í samhengi. Nemendur
svara tveimur spurningum upp
úr textanum (5 mínútur).
2. hluti: samræður almenns
eðlis (5 mínútur).
Mjög nákvæmar leiðbeiningar
eru um námsmat sem skiptist í 7
hluta:
1. innihald 2. útskýra aðlögun
orða í kvk. eða kk. / no. /lo., út-
skýra lh. þt. beygingar 3. almenn
tjáning 4. málfræði sem kemur
fyrir í texta 5. dæmt hvort nem-
andinn tjáir sig reiprennandi
(orðaforði / málfræði / fram-
17