Málfríður - 15.05.1994, Page 26

Málfríður - 15.05.1994, Page 26
MYNDASAGA UR MACBETH í flestum framhaldsskólum er það svo að nemendur á málabraut lesa að minnsta kosti eitt af leikritum Shakespeares. Þeim finnst það flestum æði mikið torf, og halda oft fyrir fram að verk Shakespeares beri að taka mjög svo hátíðlega. Þar taka þeir eflaust mið af „gull- strandarlengjunum" í bókaskáp- um heimilanna, og álíta Shake- speare aðeins vera við hæfi prúðbúinna menningarvita á leið í leikhús. Nemendur verða oft undrandi að heyra að leikhús á dögum Shakespeares hafi verið skemmtun almennings, þar sem fólk flykktist að til að njóta æsi- legra átaka, spennu, hláturs, gráts og gleði. Og því var fjarri að gestirnir væru allir í sínu fínasta pússi eða tækju sjálfa sig of hátíðlega, enda ku vera satt að Shakespeare hefji oft leikrit sín á bardagasenum í þeim til- gangi meðal annars að fanga athygli róstusamra áhorfenda. Þegar Shakespeare hefur þannig verið klæddur úr hátíða- búningnum er auðveldara fyrir nemendur að nálgast hann. Það er þó vissulega þungur róður að pæla gegnum ræðu eftir ræðu í skólaútgáfu af leikriti eftir Shakespeare, þar sem önnur hver síða er fyllt orðskýr- ingum. Hljóðsnældur með upp- tökum af leikritinu gera oft gæfu- muninn inni í kennslustofunni, og eftir því sem líður á leikritið sækist nemendum betur að skilja hvað fram fer. Þótt flest leikritin megi fá á myndbandi finnst mér ekki heppilegt að sýna mikið af kvikmynduðu verkinu fyrr en nemandi hefur lesið bróðurpart þess, svo ímyndunaraflið megi leika lausum hala og nemandinn sjá fyrir sér persónur og atburði. Leikrit byggir að sjálfsögðu mun meira á sjónrænum þáttum en skáldsaga; sviðsmynd og upp- setning skipta oft sköpum um réttan skilning. Þegar ég kenndi Macbeth í fyrsta skipti í fyrra rakst ég á ítarefni sem mér finnst gagnast ágætlega til að hjálpa nemendum að gera sér í hugarlund hvernig ýmsar lykilsenur gætu litið út. Uppi í hillu hjá syni mínum var Sígilt sögublað um Makbeð; ég tók það til handargagns, máði út íslenska textann, og útbjó nokkur blöð sem sýna mikilvæg atvik í leikritinu. Ég hef svo tekið öðru hverju 10-15 mínútur í lok tíma, skipt nemendum f hópa, og falið hópnum að skrifa enska textann upp úr leikritinu inn í myndasö- guna. Við höfum svo safnað blöðunum í réttri röð upp á kork- töflu í stofunni, og geta þá nem- endur glöggvað sig á atburð- arásinni þegar þeir þurfa. Hér fylgir með sýnishorn af þessum blöðum; ég vona bara að réttha- far teikninganna sjái í gegnum fin- gur við okkur vegna þessarar óvenjulegu notkunar á verkum þeirra. Eva Hallvarðsdóttir Fjölbrautaskólanum við Armúla 26

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.