Málfríður - 15.09.1998, Side 7

Málfríður - 15.09.1998, Side 7
Málstofa um námskrárvinnu í Graz í Austurríki Síðastliðið vor átti undirrituð þess kost að sækja málstofu um námskrárvinnu sem haldin var í Graz í Austurríki á vegum Evrópumiðstöðvar tungumála. Markmið nrálstofunnar var fyrst og fremst að sýna hvernig nota megi svo- nefnda rammaáætlun Evrópuráðsins í er- lendum tungumálum í námskrárvinnu. Jafnframt var nokkuð fjallað um notkun viðmiðunarskala við mat á kunnáttu í er- lendum tungumálum. Stjórnendur málþingsins voru sérfræð- ingar á sínu sviði og höfðu til að bera mikla reynslu af námskrárvinnu, skólastarfi og kennslu. Þátttakendur voru 33 frá ýmsum Evr- ópulöndum. Allir unnu þeir að námskrár- gerð í erlendum tungumálum í sínu heimalandi, sumir í fullu starfi, aðrir með kennslu. Rammaáætlunin var kynnt frá ýmsum sjónarhornum og efnið síðan skoðað í hópum. Vinnuferlið var ævinlega það sama, fyrst var kynningin, síðan hópvinna. Að henni lokinni var gerð grein fyrir um- ræðum, sem farið höfðu fram í hópunum, síðan voru almennar umræður. Stjórnend- ur breyttu hópunum oft þannig að flestir þátttakendur náðu að vinna einhvern tím- ann saman. Hin mikla bók, rammaáætlun Evrópu- ráðsins í erlendum tungumálum, er gagn- leg við margt annað en námskrárvinnu. Þar má til dæmis finna hugmyndir að út- færslum ýmissa þátta í kennslu erlendra tungumála og einnig má nota upplýsingar úr bókinni til að athuga hvort ákveðnum atriðum séu gerð viðeigandi skil í kennslu. A málþinginu var einnig kynnt notkun viðmiðunarskala þar sem kortlögð er stig- vaxandi kunnátta og færni í erlendum tungumálum. I rammaáætluninni er gnægð skala til að meta marga þætti í málanámi. Með því að skoða viðmiðunar- skalana má fá hugmyndir um áhersluatriði í kennslu, ekki síður en hvaða atriði á að meta samkvæmt skölunum. Má nefna munnlega færni, samskiptaþátt, nákvæmni í framsetningu á rituðu máli og margt fleira. Athyglisvert er að kynnast því að í námskrárvinnu í öðrum löndum er glímt við svipuð mál og hérlendis og reynt að fmna svör við spurningum eins og hvar eigi að byrja námskrárvinnu, hvað eigi að vera í námskrá, hversu langt eigi að ganga, hversu bindandi hún eigi að vera o.s.frv. Stjórnendur voru sammála um að ætíð væri nauðsynlegt að miða við þarfir í hveiju landi. Því væri engin allsherjarupp- skrift að því hvernig vinna ætti að nám- skrá. Gerður Guðmundsdóttir Gerður Guðmundsdóttir. Athyglisvert er að kynnast því að í námskrár- vinnu í öðrum löndum er glímt við svipuð mál og hér- lendis 7

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.